Your site
21. desember, 2024 16:45

Föndrað við Bloggfærslur

skrifa2

Sum verkefnin á námskeiðum við námsleiðina fela í sér að útbúa bloggfærslur. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst að styðja nemendur í því að „læra með því að skrifa“. Alvaran við það að skrifa á opnum vef, hjálpar fólki gjarnan að vanda sig, og setja sig í spor alvöru lesenda. Með því að skrifa opnar bloggfærslur eru þátttakendur að leyfa hver öðrum að fylgjast með námi sínu og að búa til efni sem vonandi nýtist öðrum sem hafa áhuga á fullorðinsfræðlu.

Það að læra að útbúa bloggfærslur felur í sér í fyrsta lagi að átta sig á bókmenntaforminu „Blogg“ og og síðan að ná valdi á ákveðnum tæknilegum atriðum.

Hvað ættir þú að gera?

1) Áttaðu þig á Bókmenntaforminu

Í fyrsta lagi er að átta sig á bókmenntaforminu blogg. Skoðaðu nokkrar bloggsíður og áttaðu þig á því hvernig fólk skrifar og hvernig bloggfærslurnar líta út.

Taktu eftir forminu (horfðu þá framhjá innihaldinu og skoðaðu hvernig færslan er uppbyggð). Hvað er að gerast í upphafi, miðju og endi… Hvað er í gangi þar. Hvaða form sérðu? Hvernig eru ólíkar færslur skipulagðar? Hvaða tegundir af innihaldi eru að finna í bloggfærslunum?

2) Lestu um það hvernig maður skrifar blogg

Svo er ekki úr vegi að kíkja á leiðbeiningar um það hvað er gott að hafa í huga þegar maður skrifar bloggfærslur. Það er um að gera að lesa nokkrar, því höfundar hafa ólíkar nálganir og ekki henta þær allar þér. Svo eru þær misjafnlega góðar:

3) Lærðu tæknilegu hliðina

 Þá er komið að tækni hliðinni á að útbúa og laga bloggfærslu á WordPress vef:
  1. Þú býrð til nýja bloggfærslu með því að smella á „Nýtt“ eða „New“ á svörtu röndinni efst á skjánum á námskeikðsvefnum eða námsbrautarvefnum, allt eftir því hvar færslan á að birtast.
  2. Svo skrifar þú titil fyrir færslunna
  3. Skrifar textann
  4. Setur inn myndir, myndskeið, glærur eða annað aukaefni (Sjá þessar leiðbeiningar)
  5. Velur flokka og efnisorð

Ef þú vilt fá viðbrögð kennara áður en þú birtir færsluna gerir þú svona

  1. Stillir færsluna sem uppkast / draft og
  2. Vistar færsluna með því að smella á „Vista Drög“ „Save as Draft“
  3. Þá sendir þú kennara póst um að bloggfærslan sé vistuð sem drög. Hann getur þá lesið yfir og gefið fyrstu viðbrögð.

Annars:

  1. Smellir þú á bláann hnapp hægra megin á skjánum: „Birta“ eða „Publish“ eða „Update“  til að birta færsluna

Nánar um þetta

Hér er svo leiðbeiningamyndband frá Hróbjarti:

Þá er ekkert til fyrirstöðu að byrja 😉

 

Skildu eftir svar