Your site
21. janúar, 2025 12:30

Lausnaleikir / Töfraturninn

Kennsluaðferð 1

Aðferð:   Lausnaleikir/Töfraturninn

Flokkur:   6: Þrautalausnir (Project Adventure)

Tilgangur við kennslu:

 

Lausnaleikir eru námsaðferðflokkur sem byggir á samvinnu, samhygð, samskiptum, úthaldi og trausti. Þetta eru aðferðir sem tengja má við hið daglega líf sem hver einstaklingur stendur frammi fyrir í nútíma þjóðfélagi. Mikilvægt að hafa í huga að kennarinn hefur ekki svörin, heldur læra þátttakendur fyrst og fremst hver af öðrum. Lausnaleikir efla og auka sjálfþekkingu og skilning á hlutverki einstaklingsins í samvinnuverkefnum. Þessi aðferð þjálfar einnig lausnamiðaða hugsun. Kennarinn þarf að vera opinn, hvetjandi, næmur á fólk og fær í sínu starfi. Lausnarleikir byggja á talsverðerðri óvissu sem kalla mætti „skemmtun“.

Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Tússpennar í mörgum litum.Pappír og dagblöð, glanstímarit, litir og lím.

Málning og efni eða bara það sem hægt er að nota. Egg. Málarateip.

x Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Ca. 40
Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
Nemendur Óvirkir 2-5 í hóp

 

Markmið aðferðarinnar

Markmið aðferðarinnar er að þjálfa nemendur í rökhugsun og fara eftir leiðbeiningum. Einnig er markmiðið með þessari aðferð að nemendur læri að takast á við ýmiss úrlausnarefni og geti leitt þau til lykta með ólíkum leiðum ásamt því að þjálfast í samvinnu. Aðferðinni er ætlað að stuðla að sjálfstæði í námi og búa nemendur undir að takast á við flókin viðfangsefni og leysa þau.

Lýsing

Kennari leikur t.d. kröfuharðan viðskiptavinn sem hefur ákveðna hugmynd sem þátttakendur verða að fara eftir. Hann setur fram ýmsar kröfur t.d. vill hann fá háan turn og

1.Turninn á að vera mjög hár og vel hannaður úr pappa, lími og því efni sem í boði er.

2. Hann vill að ósoðið egg geti staðið óstutt á toppi turnsins í a.m.k. eina mínútu.

3. Eggið á að geta dottið niður á gólf án þess að brotna.

4. Hann vill að verkið verið tilbúið á 45 mín.

Viðskiptavinurinn kröfuharði mun koma annað slagið og fylgjast með framvindu mála. Þegar tíminn er líðinn eiga þátttakendur að velja sér talsmann sem fær 2 mín til að kynna verkið fyrir hinum hópunum. Að undangenginni kynningu munu allir hóparnir gefa hver öðrum einkunn og eftir það mun viðskiptavinurinn kröfuharði kaupa þann turn sem hæstu einkunnina hlýtur.
Nemendur vinna saman 3-5 í hóp og fá góðan tíma til að hugsa mögulega lausn. Meðan þeir hugsa geta þeir skrifað, rissað eða teiknað niður sínar hugmyndir um mögulega lausn á vandamálinu. Nú er mikilvægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu og reynir þá verulega á samvinnu þeirra á milli[2]. Þegar ákvörðun er tekin um gerð og útlit turnsins þá er að hefja vinnuna. Það þarf að vera búið að undirbúa allt efni og hafa eggin tilbúin, það þarf líka gott gólfpláss. Meðan á vinnunni stendur er kennarinn á ferðinni um stofuna til að fylgjast með en skiptir sér ekki af verkefninu að öðru leiti. Kostir þessarar aðferðar eru þeir t.d. að það verður til  tenging milli tilbúnar reynslu og raunveruleika á skemmtilegan hátt. Aðferðin eflir samskiptahæfni og sjálfsþekkingu. Og leikurinn er sveigjanlegur og getur tengst við aðstæðum í daglegu lífi þátttakenda.

Kennarinn hefur áður en leikurinn hefst útskýrt hann vel og þegar honum lýkur er mikilvægt að gera leikinn upp. Hvað gekk vel eða illa, hvernig voru samskiptin og gerðu allir sitt?

Heimildir

Helga Björk Pálsdóttir. Lausnaleikir í námi fullorðinna. (2007). Sótt af vef http://www.frae.is/media/70890/13-f3f3d3f8-101a-4f10-b849-d108fa5a413f-_gatt2007_59-61.pdf

Ingvar Sigurgeirsson. Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík. Æskan. (1999).

Ingvar Sigurgeirsson. Að mörgu er að hyggja. Rykjavík. Æskan. (1999).

Sigrún Jóhannesdóttir. Handbók um aðferðir. (2009). (Óútgefið efni).

 

Skildu eftir svar