Your site
21. janúar, 2025 12:25

Lausnaleikir/Listaverkið mitt

Kennsluaðferð 3

Aðferð:  Lausnaleikir/Listaverkið mitt

Flokkur:   6.  Þrautalausnir (Project Adventure)

Tilgangur við kennslu:

 

 

Aðferðin er hugsuð til að hressa upp á andrúmsloftið og einnig þegar þörf skapast á að brjóta upp kennslustund. Þátttakendur fá tækifæri á að setja sig í spor annarra og skoða hlutina út frá því.

Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Flettitafla, karton, skæri, pappalím, dagblöð,glanstímarit, tússlitir
x Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Ca. 40 min
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir 3-5 í hóp 15-20 manns

 

Markmið aðferðarinnar

Með því að gera sameiginlegt verk sem hópurinn getur verið stoltur af er verið að efla samkennd og samvinnu. Nota það efni og á þeim stað sem hópurinn er á hverju sinni. Hér reynir á samvinnu og samstöðu meðal þátttakenda. Hér fær líka reynsla og kunnátta þátttakenda að njóta sín. Einnig gefst tækifæri á að skoða hvernig það er að taka við verki sem annar hefur þegar byrjað á eða hvernig það er að þurfa að skilja við hálfnað verk í hendur annarra. Góð aðferð til að skoða viðbrögð við gagnrýni og læra að gagnrýna á jákvæðan hátt.

 Lýsing

  1. Þátttakendur skiptast í 3 til 4 hópa, 3-5 manns í hverjum hópi.
  2. Þema er ákveðið í samræmi við fagleg markmið í náminu (samvinna, sérstaða, sköpun, láta frá sér, taka við, friður o.fr.) Hver hópur fær 15 mín til að vinna saman að einu sameiginlegu listaverki. Vinnustöðvarnar 3 til 4 eru í sitt hvoru horni stofunnar (helst þannig að ekki sjáist yfir til hinna) og þar þarf allt efni að vera til staðar. Í fyrstu umferð (fyrstu 15 mín) má bara líma og klippa.
  3. Hóparnir skipta síðan um vinnustöð en skilja listaverkið sitt eftir og allt efni. Nýi hópurinn heldur áfram (í 15 mín) með listaverk fyrsta hópsins og eiga nú að bæta við tússlitum.
  4. Aftur er skipt um stöð og nú er myndin fullkláruð (á 15 mín) og síðasti hópurinn gefur síðan myndinni nafn.
  5. Síðast hópurinn, sem kláraði myndina útskýrir fyrir hinum hópunum myndina sína og túlkar innihald hennar. Þetta getur reynst einkennilegt og erfitt að hlusta á fyrir þá hópa sem þó áttu fullan þátt í tilurð verksins og eru þeir trúlega ekki fyllilega sammála túlkun hinna.


Heimildir

Helga Björk Pálsdóttir. Lausnaleikir í námi fullorðinna. (2007). Sótt af vef http://www.frae.is/media/70890/13-f3f3d3f8-101a-4f10-b849-d108fa5a413f-_gatt2007_59-61.pdf

Ingvar Sigurgeirsson. Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík. Æskan. (1999).

Ingvar Sigurgeirsson. Að mörgu er að hyggja. Rykjavík. Æskan. (1999).

Sigrún Jóhannesdóttir. Handbók um aðferðir. (2009). (Óútgefið efni).

 

 

 

Skildu eftir svar