Your site
21. janúar, 2025 12:31

Kennum þeim að læra

Hreindyramosi

Velkomin á ráðstefnu um notkun upplýsingatækni til að auka árangur nemenda og hjálpa þeim að verða sjálfstæðir námsmenn

Ráðstefna á Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 08:30-16:00

Framundan er ráðstefna um nám fullorðinna og notkun upplýsingatækni til að styðja við nám og kennslu þeirra.

Dr. Jyri Manninen prófessor við Háskólann í Austur- Finnlandi verður aðalfyrirlesari með erindi undir fyrirsögninni „The wider benefits of adult learning and how to foster them. A challenge for web based learning environmentsog Hróbjartur Árnason lektor við HÍ heldur erindi um hlutverk fullorðinsfræðara: „Að kenna þeim að læra við lok ráðstefnunnar. Auk þess sem ýmsir sérfræðingar m.a. meðlimir í DISTANS-neti NVL frá öllum Norðurlöndunum munu miðla af reynslu sinni og þekkingu á tæknistuddu og sveigjanlegu námi.

Kallað efti framlögum: 

Ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja þá gefast þér tvö ólík tækifæri til þess:

  • Verkstæði: Viltu leiða 60 mínútna verkstæði sem efni sem tengist þema ráðstefnunnar?
  • Menntabúðir: Værir þú til í að kenna nokkrum ráðstefnugestum kennsluaðferð, á gagnlegt forrit eða app á svo kölluðum menntabúðum. Á menntabúðum stillir fólk sér upp við borð og kennir ráðstefnugestum eitthvert afmarkað efni. Ráðstefnigestir ganga um salinn og tilla sér hjá þeim sem bjóða upp á efni sem þeir vilja læra og færa sig yfir á nýtt borð þegar þeir hafa lært nóg. Kennslan ætti að taka c.a. 20 mínútur í hvert sinn, þannig að fólk geti gengið á milli borða og lært af fleiri en einum. Menntabúiðir eru í 70 mínútur.

Sendu okkur tölvupóst með uppástungu að verkstæði eða kennslu á menntabúðumá hrobjartur@hi.is eða sigrunkri@frae.is  með upplýsingum um efni, aðferð eða tæki sem þú hefur áhuga á að kynna.

Skildu eftir svar