Your site
21. nóvember, 2024 09:19

Skipulagning náms

Skipulagning náms er ákaflega spennandi verkefni og er í mörg horn að líta. Það eru til margar leiðir til þess að standa að skipulagniingu og að setja skipulagningarferlið fram. Sumir vilja hafa stjórn á öllu, sjá allt fyrir og setja þannig upp nokkurskonar flæðirit sem eiga að taka tillit til alls sem gæti komið upp í náminu og að lýsa eða stýra skipulagningarferlinu. Sjá t.d. mynd úr viðurkenndri bók:

Flæðirit úr fyrsta kafla bókarinnar "Systematic Instructional Design" eftir Walter Dick ofl. 2009

Flæðirit úr fyrsta kafla bókarinnar „Systematic Instructional Design“ eftir Walter Dick ofl. 2009

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er módel Dick og félaga (2009) mjög nákvæmt. Það setur þætti hönnunarinnar í tímalegt og röklegt samhengi. Svona módel getur hentað fyrir sum slík ferli, einkum þegar fólk vinnur við að hanna námskeið sem margir kennarar munu svo kenna síðar, eða fyrir mjög skipulögð eða flókin námskeið á vefnum. Fyrir okkar not er það trúlega full nákvæmt.

Einna þekktasta módelið sem notað er til að styðjast við skipulagningu namsferla fyrir fullorðna er svo kallað ADDIE módel.

ADDIE Módelið

 

ADDIE móldelið á myndinni hér fyrir ofan er sett saman úr fimm skrefum sem öll hafa áhrif hvert á annað, þótt það sé sett fram sem ferli sem byrjar á greiningu (Analysis) og endar á mati: (Evaluation)

A: Analize: Snýst um fyrsta skrefið í skipulagningunni, það að greina ýmsa þætti sem snúa að skipulagningu námsins, greina svo kallaðar námsþarfir, greina umhverfi námsins, safna upplýsingum um mögulega þátttakendur, ákveða markmið o.s.frv.

D: Design: Byggt á upplýsingum sem við fáum úr greiningunni tekur við hönnunarvinna þar sem við hönnum násmsferli. Við spáum í hvað það er sam þarf að gerast til þess að þátttakendur nái markmiðum námsferlisins. Þar spáum við í hluti eins og þurfa námsmenn að heyra upptalningar á upplýsingum, þurfa þeir útskýringar, þarf að sannfæra þá um eitthvað? Ná þeir markmiðunum með því að lesa eitthvað, horfa á myndband. Gangnast verkefni, leikrit umræður, gönguferðir…. ? Hvers konar verkefni geta hjálpað þeim að ná markmiðunum og hvernig metur maður það hversu miklum árangri þátttakendur hafa náið?

D: Development: Þróunarfasinn er e.t.v. fasi sem er helst hægt að fara í gegnum þegar maður ætlar að halda sama námskeið oft og er jafnvel að þróa námskeið sem verður gefið út og margir kennarar kenna. En fyrsta skiptið sem maður kennir námskeið getur líka verið séð sem þróunarfasi. Hér er markmiðið að „keyra“ námskeiðið og taka eftir því hvernig það gengur. Í sjálfu sér er sniðugt að hafa slíkt viðhorf til vinnu sinnar alltaf þegar maður kennir eða leiðir aðra námsferla. Hér er gagnlegt að skrifa nákvæmlega hjá sér hvað maður ætlar að gera og hvenær, og líka skrifa jafn óðum, eða strax eftir kennslu, hvað gerðist og hvernig hver athöfn virkaði.

I: Implementation: Framkvæmdin er svo þegar það kemur í ljós hvernig hönnunin og undirbúningurinn virkaði. Hér á það sama við og í þróunarfasanum. Það er alltaf sniðugt að skrá hjá sér hvernig gengur.

E: Evaluation: Lokafasinn er mat. Að loknu námskeiði er gagnlegt og nauðsynlegt að meta a) hvort nemendur hafi náð markmiðum þess og b) hvort námskeiðið sé þannig skipulagt að það hjálpi nemendum að ná þessum markmiðum.

Það á við um þetta módel eins og önnur að ferlið getur aldrei orðið beint óbrotið ferli. það er alltaf þannig að maður fer úr einum fasa í annan, fram og til baka og matið getur komið inn á mörgum stöðum í ferlinu. Þannig að þegar sumir tekna ferlið upp eru pílur sem ganga á milli allra þáttannna.

Þótt ADDIE módelið sé vinsælt er það ekki sérlega nákvæmt. Undir hverri yfirskrift, sérstaklega þróunar þættinum, geta leynst mörg skref. Módelið getur leitt til þess að mikilvægir þættir í hönnun námskeiðs verði út undan, eins og að skipuleggja með yfirfærslu í huga.

Hér er ekki ætlunin að gera grein fyrir fleiri módelum, en ekki er vitlaust að hlusta a stuttan fyrirlestur þar sem ég fer yfir nokkur helstu atriðin:

 

 

 

Skildu eftir svar