Your site
22. janúar, 2025 04:42

Ráðstefna um samspil arkitektúrs og náms fullorðinna

 

Hér er tilkynning frá Iðu fræðslusetri;

IÐAN fræðslusetur hefur tekið þátt í netverkinu FORMVUX (Nordisk Netværk for formel voksenuddannelse) frá árinu 2009. Netverkið fjármagnar sig með styrkum frá Nordplus og NVL og hefur verið starfrækt frá 2001.

FORMVUX stendur fyrir ráðstefnu á tveggja ára fresti og að þessu sinni verður hún haldin í Handerslev í Danmörku daganna 24. – 26. október 2013. Umfjöllunarefnið er kennsluumhverfi fullorðinna, samspil umhverfis, kennslufræði og nemenda.

  • Á fyrsta ráðstefnudeginum verður fjallað um samspil arkitektúrs og nemenda. Síðan verður farið í þær hugmyndir sem lágu að baki hönnun á húsnæðinu í Haderslev. Svo verður farið í vettvangsferð um nýja húsnæðið. Sameiginlegur kvöldverður.
  • Á öðrum degi verður fjallað um samspil siðferðis og kennslu og hvað er það sem hvetur fólk til að sækja sér aukinnar þekkingar. Frjáls tími eftir hádegi en boðið verður upp á ferðir til Flensburg og Rømø. Sameiginlegur kvöldverður.
  • Á þriðja degi mun netverkið kynna örstutt niðurstöður verkefnisins, brottfall fullorðinna úr námi. Að því loknu verður boðið upp á fimm stutt erindi. Dagskrá lýkur kl. 11.45.

Hér má sækja dagskránna í heild sinni (pdf skjal). Skráning fer fram á vefnum.

Haderslev varð fyrir valinu sem ráðstefnustaður vegna þess að kennsluhúsnæði þeirra er sértaklega hannað í kringum kennslu fullorðinna. Búið er að taka sambærilegt hús í gagnið í Söderborg (sjá nánar hér).

Vefur FORMVUX

Skildu eftir svar