Your site
22. janúar, 2025 00:31

Nemandann í bílstjórasætið

Max: Learning how to drive

Það þarf varla mjög klóka manneskju til að gera sér grein fyrir því að það sem fólk gerir af sjálfsdáðum, og það sem það hefur sjálft áhrif og eða stjórn á er eitthvað sem það gerir frekar með gleði, fær meira út úr og er tilbúið að leggja meira á sig fyrir.

Eitt sem sló mig, þegar ég var að lesa bók eftir Martin Seligman, fyrir nokkru var að meira segja hundar sem læra að þeir geta ekki haft áhrif á umhverfi  sitt verða daufir og driflausir… Hvað þá manneskjur???

Samt erum við vön því, sem kennarar, að vera svo til alltaf í bílstjórasætinu! Það er langt síðan kennarar, heimspekingar og fleirri fóru að tala um nauðsyn þess að láta nemendur stjórna sem mestu í tengslum við nám sitt. (Það er jafnvel amk. hægt að fara  aftur til Roussaux ). Hugmyndir um nauðsyn þess að fólk hafi sem mest um eigið nám að segja innan nútíma kennslufræði eru vel grundaðar í kenningum Carls Rogers. Innan fræðanna um nám fullorðinna var Malcolm Knowles einn þeirra sem voru hvað ötulastir í því að leggja áherslu á nauðsyn þess að gefa nemendum stjórn á námi sínu.

Þetta er hugmynd sem er gagnlegt og nauðsynlegt að rannsaka nánar.

 

Skildu eftir svar