Your site
15. janúar, 2025 10:36

Árangur í fræðsluverkefnum: 8 þættir

Bridge

Áhugaverður fundur um árangursþætti í fræðsluverkefnum.

Fólk sem vinnur að fræðslumálum á Íslandi (sem víðar) kannast eflaust flest við það að taka þátt í alls konar norrænum og evrópskum þróunarverkefnum. Sum ganga vel, sum ekki eins vel… Sum leiða til þess árangurs sem vonast var til og lifa jafnvel áfram og hafa varanleg áhrif, meðan önnur gleymast fljótt.

Hvað ætli stuðli að því að slík verkefni heppnist?

Þetta var spurning sem Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins fór  af stað með fyrir nokkrum árum og ákvað að rannsaka. Eftir um tveggja ára rannsóknarstarf kom út rannsóknarskýrsla og hagnýtur bæklingur með niðurstöðunni.

Fimmtudaginn 10. janúar eftir hádegi verða niðurstöður kynntar og gefst þátttakandum tækifæri til að vinna með niðurstöðurnar í samtali við fólk sem vinnur í fræðslugeiranum á Íslandi.

  • Nánari upplýsingar og skráning hjá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins

Skildu eftir svar