Your site
21. janúar, 2025 12:17

Ráðstefna um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu 2013

13. september 2013

Hótel Natura

UT-i-nami

Föstudaginn 13. september 2013 héldu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Námsbraut um nám fullorðinna við HÍ og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna standa fyrir ráðstefnu um tæknistutt nám og kennslu. Sérfræðingar frá öllum Norðurlöndunum munu miðla af reynslu sinni og þekkingu á tæknistuddu og sveigjanlegu námi. Þátttakendur kynntust niðurstöðum tveggja ára verkefnis sem kannaði áhrif menntunar á byggðaþróun, fá tækifæri til að ræða og þau mál frá ólíkum sjónarhornum ásamt því að  kynnast ýmsum hagnýtum leiðum til að nota upplýsingatækni til að styðja við nám fullorðinna og til að styrkja sjalfa sig í starfi.

ATH Upptökur frá fyrirlestrum eru komnar á vefinn – sjá hér fyrir neðan.

– 13. september – kl. 9-16 – Hótel Natura –

Dagskrá:

08:30        Skráning / kaffi

09:00        Velkomin Sigrún Kristín Magnúsdóttir

09:15        Education and development in rural areas. Hvernig getur nám og fjarnám stutt við byggðaþróun? NVL hópurinn DISTANS: Aina Knudsen, Alastair Creelman, Hróbjartur Árnason Jørgen Grubbe, Taru Kekkonen og Torhild Slåtto, kynnir niðurstöður sínar og skýrslu:

  • Styður menntun dreyfbýlið: Hróbjartur Árnason, Háskóla Íslands
  • Learning centres for regional development in Sweden, Alastair Creelman, Linneus University,
  • Online education serving various students and learning needs. Taru Kekkonen Otava, Folk High School
  • Online education as part of a busy life in the North: Torhild Slåtto, Fleksibel utdanning Norge

Smelltu hér til að sjá og hlusta á upptöku af erindunum

Vefsetur verkefnisins, þar má sjá efni, fyrirlestra og lokaskýrslu verkefnisins

Torhild, Hróbjartur, Taru, Alastair svara spurningum . (Smelltu á myndina til að hlutsa á erindin)

 

10:15        Kaffihlé

10:45        Anna Edvardsdóttir: Menntun í dreifbýli

Anna Edvardsdóttir er að vinna að doktorsverkefni um menntun í dreyfbýli. Hún mun m.a. kynna nýlegar niðurstöður sínar og gera menntun sem verkfæri í byggðaþróun og byggðastefnu að umræðuefni.

11:30        Umræður: Meðlimir úr DISTANS tengslanetinu setjast á rökstóla með fólki sem vinnur við fræðslu. Markmiðið er að bjóða sveitarstjórnarfólki, starfsfólki símenntunarstofnana og annarra stofnana í dreifbýli til að kafa dýpra í hlutverk, stofnana og einstaklinga til þess að gera lífið eftirsóknarvert og mannvænt.

12:00        Hádegisverður

12:30        Verkstæði: (Smelltu hér til að sjá sérstaka síðu um verkstæðin)

1) Alastair Creelman: Persónuleg lærdómsnet., Hvernig getur kennari notað netið til að læra og miðla því nýjasta í faginu? Hvernig finnur maður fréttaveitur? Hvernig má safna saman á einn stað fréttum úr veitum sem vekja áhuga? Hvernig er nýjum greinum miðlað á sem einfaldastan og áhrifaríkastan hátt?
2) Svava Pétursdóttir: Hvernig nýtist Facebook í kennslu? Hvernig er hægt að nýta miðilinn til að dýpka og breikka nám? Skoðum; Aðferðir, verkefni, viðfangsefni á Facebook sem geta stutt við nám.
3) Torhild Slåtto: Hvernig nýtum við fjarfundaformið til hins ýtrasta? Með hefðbundnum fjarfundabúnaði og með fjarfundabúnaði um vefinn og einkatölvur. Hvaða kennslufræði er vert að hafa í huga?. Hvernig má auka árangur af kennslu í gegnum fjarfundabúnað?
4) Taru Kekkonen: Notkun vefrænna dagbóka í námi og kennslu. Þátttakendur læra að nota rafræna dagbók eins og Evernote og hvernig hægt er að nota námsdagbækur í námi og kennslu. Slíkar dagbækur bjóða uppá að nota texta, myndir og hljóðupptökur til að ígrunda nám sitt og safna glósum og upplýsingum tengda námi á skipulegan hátt á einn stað. Slíkar dagbækur geta nýst á margan hátt í kennslu og nýtast áfram í öllu námi og sem verkfæri við ævimenntun.

14:00 Kaffihlé

14:20 Verkstæði:
5) Anna Edvardsdóttir og Jørgen Grubbe: umræðuhópur um hlutverk stofnana innan sveitarfélaga til að styðja við nám, menntun og lífvænleika í dreifbýli
6) Hróbjartur Árnason:  Hvernig get ég komið námsefni á vefinn fyrir nemendur mína. Á verkstæðinu kynnast þátttakendur ólíkum leiðum til að miðla námsefni og stuðla að samvinnu nemenda sinna í kring um námsefnið.
7) Salvör Gissurardóttir, Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Skemmtileg verkfæri fyrir nemendaverkefni: Á verkstæðinu kynnast þátttakendur nokkrum verkfærum á vefnum sem má nota fyrir nemendaverkefni t.d. Wiki, Instagram, Glogster og Commoncraft
8) Sigurður Fjalar Jónsson, Iðan Fræðslusetur: Hvernig getur UT stutt við vinnu kennarans í kennslustofunni og gert námið áhugaverðara fyrir nemendur?

.
15:50        Hróbjartur Árnason Samantekt og slit

16:00        Ráðstefnulok

 

prentvæn útgáfa af dagskránni