Ársfundur Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins
Nám og vinnumarkaður
Er yfirskrift ársfundar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2012 sem haldinn verður:
Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 13:30 til 16:30 á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll
Þema fundarins í ár er nám og vinnumarkaður. Aðalfyrirlesari er Tormod Skjerve, aðalráðgjafi hjá Virke, samtökum atvinnurekenda í verslun og þjónustu í Noregi. Auk hans flytja Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks í rafiðnaði, Sólveig Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðsluneti Suðurlands og Auður Þórhallsdóttir fræðslustjóri hjá Samskipum erindi á ársfundinum.
Aðgangur er ókeypis en við biðjum þá sem óska eftir að taka þátt í fundinum um að skrá sig: Skráning er á vef Fræðslumiðstöðvarinnar
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.