Getur nám og kennsla stutt við þróun dreifbýlis???
Eitt af því sem okkar samfélög hafa þurft að takast á við frá upphafi iðnbyltingarinnar er fólksflutningar af landsbyggðinni í bæi og borgir. Með iðnvæðingu samfélagsins fluttust jú atvinnutækifærinn úr sjálfsþurftarbuskapnum yfir í iðnframleiðslu og þjónustu í borgum og bæjum. Enn eru nútíma samfélög að glíma við þetta viðfangsefni. Þeir sem búa eftir og þeir sem þurfa að takast á við „stóru myndina“ reyna gjarnan að spyrna við fótum, enda þykir yfirleitt eftirsóknarvert að viðhalda byggð og mannsæmandi lífi um „allt landið“. Hverju sem því líður eiga menn almennt ekki von á því að þessi þróun snúist við í bráð, þrátt fyrir að með tæknivæðingu geti æði margir stundað vinnu sína hvar sem er. (Ég er t.d. að vinna núna – á flugvelli nyrst í Noregi)
Undanfari tvö ár hefur tengslanet sem ég er þátttakandi í staðið fyrir ráðstefnuröð um áhrif tæknistudds náms á þróun dreifbýlis. Lokaráðstefnan er hér í norður Noregi og erum við að læra af Sömum, hvernig þeir gera.
Það eru margar spennandi hliðar á þessu með að styðja við nám fólks sem býr í dreifbýli…
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.