Kveðja af flugvellinum í Osló
Nemendum á staðlotum þakka ég fyrir samveruna á staðlotunum. Mér fannst við vinna ákaflega vel saman og hlakka mikið til að takast á við námskeiðin með ykkur.
Ég er á leiðinni á ráðstefnu um áhrif menntunar, og þá sérstaklega fjarnáms og/eða tæknistudds náms á þróun dreifbýlis.
Þetta er sjötta og síðasta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem tengslanet að nafni Distans hefur staðið fyrir. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér: DISTANS.
Ráðstefnan er núna á mánudaginn, og miklar líkur eru á að við sendum hana út. Þannig að ef þið kíkið á þessa síðu á morgun finnið þið slóð inn á ráðstefnuna og getið fylgst með.
Ég reikna með að nemendur á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra hlusti amk á einhverja fyrirlestra á ráðstefnunni, annað hvort á morgun eða í upptökum, enda tengist efnið náið viðfangsefni fyrstu vikanna á námskeiðinu.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.