Your site
21. desember, 2024 16:06

Ráðstefna um gæði í raunfærnimati

Construction Worker Potrait

Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins standa fyrir ráðstefnu um gæði í raunfærnimati. Ráðstefnan verður haldin 13. september 2012, kl. 9.30 – 16.00, á Reykjavík Hótel Natura.  Fyrirlestrar og innlegg í vinnustofum verða á ensku eða íslensku. Efnið byggir á reynslu og rannsóknum frá Norðurlöndunum, þar með talið Íslandi.

Raunfærnimat er eitt af þeim þemum sem ber sérlega mikið á í umræðunni um nám fullorðinna um þessar mundir. Markmið raunfærnimats er að meta hvað fólk kann og getur sem það hefur lært utan skólakerfisins en getur stytt leið þess í gegnum tiltekið nám. Ef byggingaverkamaður hefur áhuga á að ljúka sveinsprófi í húsasmíði getur hann fengið raunfærnimat til að kanna hvort hann hafi þegar náð valdi á innihaldi einhverra þeirra námskeiða sem nemendur í húsasmíðanámi þurfa að ná valdi á. Þannig getur hann stytt sér leið í gegnum námið.

Tilboð sem þessi þykja duga vel til að auka áhuga fólks með styttri skólagöngu að hefja nám.

Raunfærnimat er eitt af stærri þemum námskeiðsins Mat og vottun á þekkingu og færni fullorðinna, sem er á dagskrá eftir áramót.

Skildu eftir svar