Your site
22. desember, 2024 08:25

Kynning á meistaraverkefni

Svava Guðrún Sigurðardóttir

Svava Guðrún Sigurðardóttir

Svava Guðrún Sigurðardóttir mun kynna meistaraverkefni sitt
þriðjudaginn 6. september kl 10:30 kl. 10:10 í Stakkahlíðinni stofu E: 301

Sjá nánar: 

Eins hindrun er annars hvati.

Ástæður fyrir brotthvarfi og endurkomu kvenna til náms.

Ágrip:

Sífellt er lögð meiri áhersla á mikilvægi menntunar hér á landi en engu að síður er mikill fjöldi landsmanna án viðurkenndrar framhaldsmenntunar þar sem rúmur þriðjungur hefur aðeins lokið grunnskólaprófi.  Hafa stjórnvöld sett sér það markmið að árið 2020 verði þetta hlutfall komið niður í 10% en þar er á brattann að sækja þar sem rannsóknir hafa sýnt að  einstaklingar með stutta formlega skólagöngu taka síður þátt í fræðslu en þeir sem lokið hafa lengra námi.

Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á ástæðum þess að svo margir einstaklingar hætta námi án þess að hafa lokið framhaldsmenntun og kanna hvaða áhrifaþættir hindra eða hvetja til frekari þátttöku í námi síðar á ævinni. Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Hvers vegna hverfa konur frá námi án þess að hafa lokið öðru en grunnskólamenntun og hvað veldur því að sumar þeirra ljúka einhverri framhaldsmenntun síðar á lífsleiðinni á meðan  aðrar gera það ekki?

Rannsóknin er eigindleg og byggir á einstaklingsviðtölum við tíu konur á aldrinum 29 til 44 ára sem allar hættu námi án þess að hafa lokið öðru en grunnskólaprófi en helmingur þeirra lauk einhverju framhaldsnámi síðar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að einstaklingar sem líkaði vel í grunnskóla flosni ekki síður upp frá námi en hinir sem líkaði illa vistin þar og vinahópurinn skipti meginmáli í því sambandi. Jafnframt leiða niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að helsta hindrunin fyrir að ljúka framhaldsnámi virðist fremur vera falin í viðhorfum einstaklinga til aðstæðna sinna en í aðstæðunum sjálfum.

Ég hvet ykkur eindreigið til að mæta.

Efnið er spennandi og tengist mjög náið hluta námsefnisins á námskeiðinu „Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra“

Skildu eftir svar