Your site
3. desember, 2024 17:22

Verkstæði: Ævimenntun og skóli margbeytileikans

Starfsmönnum á vettvangi fullorðinsfræðslu og nemum í framhaldsnámi býðst einstakt tækifæri til að taka þátt í spennandi verkstæði

Verkstæði skipulagt af Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar og námsbrautarinnar Nám Fullorðinna, í samvinnu við Fjölmennt


Prófessorarnir Julie Allan og John Field frá Stirling háskóla í Skotlandi munu leiða verkstæði þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að kafa dýpra í tvö mikilvæg þemu á sviði menntunar fullorðinna. Þemun tengjast annars vegar skóla margbreytileikans (inclusive education) og hins vegar hugmyndum um ævinám (lifelong learning). Fjallað verður um þessi þemu í ljósi kenninga um félagsauð og hvernig þær geta eflt umræðu og framkvæmd. Þessi tvö hugtök eru miðlæg í allri umræðu um fullorðinsfræðslu, símenntun og endurmenntun.

Þetta námskeið veitir þeim sem vinna við það að skipuleggja námfyrir fullorðna og kenna fullorðnum einstakt tækifæri til að efla sig í starfi.

Þar sem þátttakendafjöldi er takmarkaður er nauðsynlegt að skrá sig og greiða þátttökugjald fyrir 20. mai

Comments are closed.