Your site
20. apríl, 2024 15:44

Fimmta norræna ráðstefnan um nám fullorðinna

Dagana 5-6 mars 2013 verður norræn ráðstefna um nám fullorðinna haldin í Reykjavík. Um er að ræða fimmtu ráðstefnuna í röð þar sem rannsakendur á sviði fullorðinsfræðslu hittast til að bera saman bækur sínar. Markmiðið í þetta sinn er að ræða samband rannsókna og kenninga við framkvæmd fræðslu fyrir fullorðna. Þar af leiðandi er einnig óskað eftir þátttöku fólks sem vinnur við skipulagningu og framkvæmd fræðslu.

Fólk sem hefur verið að skipuleggja áhugaverða hluti á sínum vinnustað og vill nota tækifærið til að ígrunda á fræðilegan hátt starfsemi sína er hvatt til að bjóða fram stutt (5-6 mínútna) erindi sem verða haldin á málstofum í tengslum við erindi frá rannsakendum. Áherslan á malstofunum verður síðan lögð á málefnalegar umræður í tengslum við þau erindi sem eru flutt.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fólk sem starfar við það að stuðla að námi fullorðinna á Íslandi til að dýpka hugsun sína um egið starf og fá tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á vettvangi rannsókna og framkvæmdar á norðurlöndunum.

Sjá nánar: http://fifth.ncoal.org/

Skildu eftir svar