Your site
19. desember, 2024 17:09

Annað námsmat en próf í fjórum framhaldsskólum á landsbyggðinni

Í þessum talglærum er fjallað um annað námsmat en próf í tveimur fræðibókum og hvernig áherslur þeirra koma fram í aðalnámskrá framhaldsskóla og fjórum framhaldsskólum á landbyggðinni.

Bækurnar sem rýnt er í eru annars vegar Assessment of Student Achievement eftir Norman E. Gronlund og C. Keith Waugh og hins vegar Understanding assessment and qualifications in post-compulsory education and training, Principles, politics and practice eftir Kathryn Ecclestone.

Framhaldsskólarnir eru: Framhaldsskóli Snæfellinga,  Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntskóli Austurlands og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.

Helstu gerðir námsmats sem fjallað er um eru Frammistöðumat, námsmappa, greiningarmat og leiðsagnarmat.  Einnig er fjallað um samfélagslegt samhengi námsmats svo sem varðandi hvatningu, tengingu námsmat við sjálfstæði og hvatningu og mikilvægi skólar móti sér námsmatsstefnu.

Helstu niðurstöður eru þær að nýir straumar hvað varðar annað námsmat en próf endurspeglast í aðalnámskrá framhaldsskóla og einnig með nokkuð sýrum hætti í þeim framhaldsskólum sem skoðaðir voru.  Skólarnir virðast þó ekki mikið að vinna í raunfærnimati á námi fullorðins fólks en á móti er greinilegt að áhersla á próf sem helsta aðferð við námsmat er að minnka en áherslan á leiðsagnarmat og námsmöppur er að aukast sem ætti að vera heppilegt fyrir fullorðna námsmenn sem og aðra.

http://youtu.be/_Rxif1bnkU4

[google-drive-embed url=“https://docs.google.com/a/fas.is/presentation/d/1ynKcyTdGpCAaUD5Ou8EEZWSYRfB748u4LH0NCGbiRos/preview“ title=“Námsmat utan prófa.pptx“ icon=“https://ssl.gstatic.com/docs/doclist/images/icon_11_presentation_list.png“ width=“100%“ height=“400″ style=“embed“]

 

Skildu eftir svar