• Hér er þitt tækifæri til að æfa þig í íslensku tali

    Langar þig til að þjálfa og bæta færni þína í frásögn og samræðum í jákvæðu og hvetjandi námsumhverfi? Viltu skerpa á framburði, setningafræði og grundvallar […]

  • In reply to: Þórgunnur Stefánsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Ég er að nýta mér handbókina Business Model Canvas (Osterwalder, A., & Pigneur, Y, 2010) í tengslum vi […] View

    Sæl Þórgunnur.

    Reglulega áhugavert að lesa um Strigann. Takk fyrir þetta. Mörg góð og gagnleg ráð þarna í tengslum við almenna markaðssetningu og þess vegna höfðaði þetta reyndar mjög mikið til mín 🙂 þar sem ég hef áhuga á slíku. Mér þykir liður 4 sérstaklega áhugaverður Samskipti við viðskiptavini því þau þarf að grandskoða með þarfir þei…[Read more]

  • Við upphaf námskeiðs er svo sannarlega að mörgu að hyggja. Í þessu bloggi mínu langar mig  til að segja ykkur í mjög grófum dráttum hvernig tilhögun fyrsta morgunsins er hjá mér og hvaða þátta ég huga að með tilli […]

    • Sæl Ingibjörg og takk fyrir innlegg þitt, það er gagnlegt og gott. Ég hef litla sem enga reynslu af kennslu fullorðinna, en hef mikla reynslu af kennslu á öllum stigum grunnskólans, því kemur sér vel fyrir mig að heyra af reynslu þeirra sem starfa á akrinum. Ég hef þó fulla trú á að innlegg þitt nýtist öðrum sem hafa reynsluna því við erum öll ólík og gerum hlutina á mismunandi hátt. Eins lærir maður oftast eitthvað nýtt með þvi að kynnast því hvernig aðrir vinna og framkvæma hlutina.

      Áhugavert er að lesa um skiptingu Conty og Kolody um svokallaðar námstýpur því í raun sér maður strax í grunnskóla hvernig námstýpur hver og enn nemandi er. Þar skiptir líka miklu máli að skapa þannig andrúmsloft og aðstæður að nám geti farið fram en það miðast oft við að halda uppi ákveðnum aga og leitast við að koma til móts við þarfir hvers og eins.

      Bestu kveðjur og gangi þér vel,
      Þórgunnur

    • Takk kærlega fyrir þetta Ingibjörg, þetta er mjög gagnleg lesning.
      Ég hef ekki markvisst verið að kenna á námskeiðum og hef einmitt verið að huga að hvernig best er að hafa upphafið á námskeiðinu mínu. Þetta gagnast án efa í þeirri vinnu og mjög gott að fá innsýn í hvernig þú, svona reyndur kennari fullorðinna, skipuleggur þig.
      Ég hef einmitt gert ráð fyrir að þátttakendur myndu kynna sig og gera grein fyrir væntingum, reynslusögu og kanna líðan – en á eftir að útfæra það frekar.
      Kveðja,
      Hildur

    • Sæl Ingibjörg og kærar þakkir fyrir þetta framlag.
      Mér finnst það mjög hjálplegt þar sem ég hef litla sem enga reynslu af því að kenna fullorðnum. Sérstaklega finnst mér gott að geta tengt þetta við þá reynslu sem ég hef af því að kenna börnum og unglingum og er núna 🙂 að vinna að því að nýta þá reynslu og það sem ég hef verið að lesa um fullorðinsfræðslu til að skipuleggja námskeiðið mitt.
      Kv. Sólveig

    • Sæl Ingibjörg og kærar þakkir fyrir gott blogg 🙂
      Hér er margt áhugavert sem þú bendir á. Já upphafið skiptir svo sannarlega máli og getur hreinlega skipt sköpum fyrir framgang námskeiðsins. Mér fannst athyglisvert þar sem þú kemur inn á það hversu mikilvægt er að huga að aðbúnaði öllum með góðum fyrirvara. Stofunni, hitastiginu, kennslugögnum og tæknimálum. Allt þetta verður að vera á tæru fyrir hverja kennslustund. Það er afar þýðingarmikið. Námstýpurnar og hversu ólík við erum er nauðsynlegt að hafa á bak við eyrað þegar skipuleggja á námskeið fyrir fullorðna. Þá er líðan þátttakenda mjög mikilvægur þáttur og eitthvað sem við leiðbeinendur verðum alltaf að hafa í huga. Það fer nefnilega ekki fram neitt nám ef um mikla vanlíðan er að ræða hjá þátttakendum. Ég á sko sannarlega eftir að nýta mér ýmislegt fyrir námskeiðið mitt sem þú bendir á.
      Kærar þakkir fyrir og bestu kveðjur,
      Sigfríður

  • Þegar við kennarar eða leiðbeinendur undirbúum kennslu er að mörgu að hyggja. Þær aðferðir sem við veljum grundvallast af því hverju við ætlum að miðla, hvernig við gerum það og markmiðum kennslunnar […]

  •  

    Markmið aðferðarinnar :

    Markmið aðferðarinnar er að fá viðbrögð frá nemendum/þátttakendum á námskeiði.

    Tilgangur:

    Aðferðin er góð til að meta líðan fólks á námskeiði, hvernig því gengur og gefur […]

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site namfullordinna.is Æ fleiri þurfa að leiðbeina samstarfsfólki, flóttamönnum og öðrum innflytjendum í málinu. Kanski varstu að kynnast flóttamanni eða innflytjan […] View

    Snilld! Fæ að deila þessu til fólks innan geirans 🙂 Takk!

  • In reply to: Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Ég var að skoða efni á netinu sem tengist ýmsum spurnaraðferðum en rakst þá á þennan frábæra f […] View

    Sæl öll og takk fyrir ykkar innlegg í umræðuna.

    Það er alveg satt hjá þér Hildur að við þurfum örugglega öll að minna okkur reglulega á að æfingin skapar meistarann. Flott hjá þér að minna dóttur þína á þetta og það ættu allir foreldrar að gera.
    Já það er merkilegt Þorvaldur að Steve skyldi ekki átta sig á því sjálfur að það væri kominn tími…[Read more]

  • Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir commented on the post, Verkefnin mín, on the site 9 years ago

    In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Ég er að ganga frá endanlegu yfirliti yfir verkefni og fyrirkomulag námskeiðsins þessa dagana (20-22 janúa […] View

    Ég ákvað að uppfæra verkefnin mín eftir að hafa ákveðið endanlega hvað ég vil gera.
    Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum V2016
    Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir
    Verkefnin mín:

    A. Námskeiðsgerð og mappa 45%
    B. Markmið 5%
    C. Sjálfsmat 5%
    D. Skipulaning námsferils (samvinnuverkefni) 15%
    E. Þátttaka 10%

    F. Skrifa námskeiðsl…[Read more]

  • In reply to: Þórgunnur Stefánsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Svona af því að við erum líka að þjálfa okkur í að vera leiðtogar þá eru hér smá pælingar í samband […] View

    Mikið var gaman og fræðandi að lesa greinina þína Þórgunnur. Ég er sammála þér þegar þú segir að flestir ættu að geta þjálfað sig í að vera góðir leiðtogar. Sumir virðast þó einhvern veginn eiga auðveldara með að leiða hóp en aðrir og það er ekki nokkur vafi á því að persónuleiki fólks spilar þar stórt hlutverk.
    Þú talar um gjafmildi í r…[Read more]

  • Ég var að skoða efni á netinu sem tengist ýmsum spurnaraðferðum en rakst þá á þennan frábæra fyrirlestur sem mig langar að deila með ykkur. Tasha Eurich þjálfar leiðtoga í því að ná betri árangri í sínu starfi. […]

    • Takk fyrir þetta Ingibjörg, það var áhugavert að hlusta á þennan fyrirlestur og alltaf gott að fá hagnýtar aðferðir til að vinna með. Ég held að það sé hollt fyrir leiðtoga (eru ekki allir leiðtogar á einhvern hátt? :)) að þekkja sjálfa sig en þegar hún nefndi dæmið um Steve hugsaði ég með mér að það er ekki síður mikilvægt fyrir stjórnendur að þekkja fólkið sitt. Ég held að stjórnandi sem er vel meðvitaður um eigin styrkleika og veikleika og velur fólk í kringum sig sem vegur upp á móti honum (þ.e. eru ekki með sömu styrkleika) nái betri árangri en ella. Á sama tíma er hann heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og hópnum sínum að hann veit ekki endilega allt en hefur þann hæfileika að draga fram styrkleika fólks sem þannig nær sameiginlegum árangri.
      Ég er reglulega að minna dóttur mína á að æfingin skapar meistarann og til að verða betri í einhverju þarf maður að æfa sig – held að þessi fyrirlestur hafi verið ágætis áminning um að ég ætti að segja það oftar við sjálfa mig 🙂
      Kveðja,
      Hildur

    • Takk fyrir þetta Ingibjörg 🙂

    • Ted.com, Tasha Eurich
      Sæl Ingibjörg og takk fyrir að deila þessu með okkur.

      Tasha vinnur greinilega á sviði markþjálfunar og hefur bakgrunn í sálfræði. Vert er að velta fyrir sér hvað við tökum með okkur úr fyrirlestri hennar í tengslum við það að skipuleggja námsferli í fullorðinsfræðslu.
      Fyrir það fyrsta er það þörfin (e. need) til að læra eitthvað – ,,that thing you are dying to master“ og að verða ,,totally awsome in what you do“. Annað atriðið, og tengist hugtakinu ævinám (e. life long learning) er að enginn fjárfestir í þér (þ.e. þinni hæfni) nema þú sjálf/ur – ,,no one invest in you but you“. Í ljósi þátttöku á atvinnumarkaði þá berum við sjálf ábyrgð á okkar eigin starfsþróun og megum enn fremur búast við að gerðar séu til okkar kröfur um að þeirri þróun sé viðhaldið. Þetta er mikilvægt.
      Það er þó skondið í fyrirlestri Tasha að sagan um Steve bendir til mótsagnarinnar um okkur sjálf. Oft vitum við ekki að við þurfum að læra eitthvað, eða réttara sagt, að breyta einhverju. Í tilviki Steve þurfti hans eigin yfirmann. Hann kallaði Tasha til svo Steve tæki höfuð upp úr sandinum, enda búið að vera niðurgrafið í 20 ár! Vert er að hrósa þeim yfirmanni því allt eins er líklegt að Steve hefði engu breytt hjá sér önnur 20 ár.
      En af hverju fattaði Steve þetta ekki sjálfur? Ég meina, hann virtst ekkert gruna í 20 ár! Eins og Tasha segir þá lifum við því miður oft í sjálfsblekkingu um okkar eigið ágæti eða vanmátt. Viljinn til að breyta er kannski þrátt fyrir allt svo sjálfsagður. Í bókinni Switch: How to Change Things when Change is Hard? (Heath og Heath, 2010) segir að við festumst fremur auðveldlega í viðjum vanans (e. habit). Steve var ekki vandamálið. Það, án þess að það kæmi beint fram í fyrirlestri Tasha, var hins vegar orðið vandamál hjá undirmönnum hans og enginn virtist þora að segja neitt. Tasha fékk það ,,skemmtilega“ hlutverk, og hún gerði það með nokkuð hressilegum hætti. Hún höfðaði til tilfinninga (e. feelings) Steve, sbr. Heath og Heath, með því að segja beint við hann að undirmenn hans fyndust hann ömurlegur. Fyrir Steve hefur það verið álíka og að fá högg í magann. En það þurfti til fyrir hann til að ,,rífa höfuðið upp úr sandinum“.
      Á þessum tímapunkti var ég eiginlega búinn að afskrifa Steve. Var hann ekki bara þessi ,,stjórnunarfrík“ sem því miður allt of mikið er af í stofnanaheildum vítt og breitt? Nei, svo virtist nefnilega ekki vera. Steve var tilbúinn til að breyta. Hann var tilbúinn til að læra (nema að honum hafi þá verið hótuð uppsögn). Tasha skipulagði námsferli fyrir hann sem byggði á þessum þremur atriðum sem hún fjallaði um í fyrirlestri sínum: 1. þekktu sjálfa/n þig, 2. breyttu einum hlut í einu, og 3. æfðu þig daglega. Þannig gat Steve myndað nýtt vanamunstur sem Tasha kallaði hinn ,,nýja Steve“.
      Steve var heppinn. Hann fékk stuðning til breytingavinnunnar og lifði vonandi sæll í sínu. En hvað með þessa blessuðu undirmenn Steve? Var einhver þeirra í forystu eða þörf fyrir að breyta einhverju í kringum Steve? Var einhver þeirra ,,uppljóstrarinn“ (e. whistleblower) og kvartaði til yfirmanns Steve? Auðvitað kom það ekki fram hjá Tasha en það sýnir mikilvægi forystu á öllum sviðum. Hún er ekki endilega bara fyrir hendi hjá þeim sem stjórna eða leiða skipulagsheildir.

      Kær kveðja,
      Þorvaldur.

    • Ted.com, Tasha Eurich
      Sæl Ingibjörg og takk fyrir að deila þessu með okkur.

      Tasha vinnur greinilega á sviði markþjálfunar og hefur bakgrunn í sálfræði. Vert er að velta fyrir sér hvað við tökum með okkur úr fyrirlestri hennar í tengslum við það að skipuleggja námsferli í fullorðinsfræðslu.

      Fyrir það fyrsta er það þörfin (e. need) til að læra eitthvað – ,,that thing you are dying to master“ og að verða ,,totally awsome in what you do“. Annað atriðið, og tengist hugtakinu ævinám (e. life long learning) er að enginn fjárfestir í þér (þ.e. þinni hæfni) nema þú sjálf/ur – ,,no one invest in you but you“. Í ljósi þátttöku á atvinnumarkaði þá berum við sjálf ábyrgð á okkar eigin starfsþróun og megum enn fremur búast við að gerðar séu til okkar kröfur um að þeirri þróun sé viðhaldið. Þetta er mikilvægt.

      Það er þó skondið í fyrirlestri Tasha að sagan um Steve bendir til mótsagnarinnar um okkur sjálf. Oft vitum við ekki að við þurfum að læra eitthvað, eða réttara sagt, að breyta einhverju. Í tilviki Steve þurfti hans eigin yfirmann. Hann kallaði Tasha til svo Steve tæki höfuð upp úr sandinum, enda búið að vera niðurgrafið í 20 ár! Vert er að hrósa þeim yfirmanni því allt eins er líklegt að Steve hefði engu breytt hjá sér önnur 20 ár.

      En af hverju fattaði Steve þetta ekki sjálfur? Ég meina, hann virtst ekkert gruna í 20 ár! Eins og Tasha segir þá lifum við því miður oft í sjálfsblekkingu um okkar eigið ágæti eða vanmátt. Viljinn til að breyta er kannski þrátt fyrir allt svo sjálfsagður. Í bókinni Switch: How to Change Things when Change is Hard? (Heath og Heath, 2010) segir að við festumst fremur auðveldlega í viðjum vanans (e. habit). Steve var ekki vandamálið. Það, án þess að það kæmi beint fram í fyrirlestri Tasha, var hins vegar orðið vandamál hjá undirmönnum hans og enginn virtist þora að segja neitt. Tasha fékk það ,,skemmtilega“ hlutverk, og hún gerði það með nokkuð hressilegum hætti. Hún höfðaði til tilfinninga (e. feelings) Steve, sbr. Heath og Heath, með því að segja beint við hann að undirmenn hans fyndust hann ömurlegur. Fyrir Steve hefur það verið álíka og að fá högg í magann. En það þurfti til fyrir hann til að ,,rífa höfuðið upp úr sandinum“.

      Á þessum tímapunkti var ég eiginlega búinn að afskrifa Steve. Var hann ekki bara þessi ,,stjórnunarfrík“ sem því miður allt of mikið er af í stofnanaheildum vítt og breitt? Nei, svo virtist nefnilega ekki vera. Steve var tilbúinn til að breyta. Hann var tilbúinn til að læra (nema að honum hafi þá verið hótuð uppsögn). Tasha skipulagði námsferli fyrir hann sem byggði á þessum þremur atriðum sem hún fjallaði um í fyrirlestri sínum: 1. þekktu sjálfa/n þig, 2. breyttu einum hlut í einu, og 3. æfðu þig daglega. Þannig gat Steve myndað nýtt vanamunstur sem Tasha kallaði hinn ,,nýja Steve“.

      Steve var heppinn. Hann fékk stuðning til breytingavinnunnar og lifði vonandi sæll í sínu. En hvað með þessa blessuðu undirmenn Steve? Var einhver þeirra í forystu eða þörf fyrir að breyta einhverju í kringum Steve? Var einhver þeirra ,,uppljóstrarinn“ (e. whistleblower) og kvartaði til yfirmanns Steve? Auðvitað kom það ekki fram hjá Tasha en það sýnir mikilvægi forystu á öllum sviðum. Hún er ekki endilega bara fyrir hendi hjá þeim sem stjórna eða leiða skipulagsheildir.

      Kær kveðja,
      Þorvaldur.

    • Sæl öll og takk fyrir ykkar innlegg í umræðuna.

      Það er alveg satt hjá þér Hildur að við þurfum örugglega öll að minna okkur reglulega á að æfingin skapar meistarann. Flott hjá þér að minna dóttur þína á þetta og það ættu allir foreldrar að gera.
      Já það er merkilegt Þorvaldur að Steve skyldi ekki átta sig á því sjálfur að það væri kominn tími á breytta starfshætti. Sjálfsagt er það algengara en við höldum hvað fólk festist í viðjum vanans og sjálfsblekkingin er þá ekki langt undan. Takk fyrir að benda okkur á bókina Switch: How to Change Things when Change is Hard? Góð ábending.
      Ég hef heilmikið verið að velta því fyrir mér undanfarnar vikur hvað maður hefur nú ótrúlega gott af því að skoða kennsluhættina sína og velta því fyrir sér hvers vegna maður velur eitt fram yfir annað. Það er merkilegt hvað vaninn virðist vilja toga í mann og kannski einmitt vegna þess að hann veitir einhvers konar öryggistilfinningu. Þú kannt eitthvað vel, ert góð/ur í þessu, og þá fínt að vera þar. En það gerist nákvæmlega ekkert nýtt innan þægindarammans! Eða hvað? Sjálf hef ég svo oft rætt það við mína nemendur (sem eru fullorðnir innflytjendur) að þegar við förum út úr þessu boxi þá verðum við svo ánægð með okkur og finnum að við þroskumst. Já, við þurfum svolítið að þora.
      Við höfum gott af því þessi misserin að prófa okkur áfram í nýrri markmiðasetningu, gera tilraunir meðö nýjar kennsluaðferðir og skoða ólíkar nálganir í leiðtogahlutverkum okkar- og hvernig við getum bætt okkur á mismunandi hátt.

      Að lokum við ég taka að ofan fyrir Steve – hann á heilmikið hrós skilið fyrir að hafa farið að markþjálfunarráðum Töshu (sem eru góð og gagnleg) og hann horfðist í augu við eigin sjálfsblekkingu.

  • In reply to: Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Simon Sinek er enskur rithöfundur og þekktur fyrir bækur sínar Start with why: How great leaders in […] View

    Sæl Þórgunnur. Takk fyrir viðbrögðin við blogginu mínu 🙂

    Gott hjá þér að nýta söguformið með nemendum þínum. Algjör snilld hjá þér að nýta þér það í enskukennslu með nemendum á unglingastigi. Mér finnst flott hjá þér að ákveða að verkefnið átti að tengjast þeim sjálfum því sjálfið er þeim auðvitað næst og flestum finnst skemmtilegt að s…[Read more]

  • In reply to: Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Simon Sinek er enskur rithöfundur og þekktur fyrir bækur sínar Start with why: How great leaders in […] View

    Takk fyrir viðbrögðin Sólveig.
    Ég skil hvað þú meinar þegar þú segir að það geti verið snúið að stýra umræðum þannig að allir nemendur fái tækifæri til að tjá sig og hin haldi einbeitingu allan tímann. Ég var fyrir nokkrum árum að kenna 8 ára börnum og einnig 5-6 ára börnum í íslenskuvali. Þá miðaði ég stundum við hálfa til eina mínútu þegar vi…[Read more]

  • In reply to: Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Simon Sinek er enskur rithöfundur og þekktur fyrir bækur sínar Start with why: How great leaders in […] View

    Sammála þér Hildur að reynslan hefur meira vægi en menntun og gráður. Persónuleg þykir mér t.d. alltaf jafn gaman að segja mínum nemendum (sem eru útlendingar, flestir innflytjendur á Íslandi)
    að ég hafi líka verið í þeirra sporum eða nýbúi í Svíþjóð og farið á sænskunámskeið líkt og þau eru á núna. Síðan spjöllum við um kosti og galla þess að…[Read more]

  • Simon Sinek er enskur rithöfundur og þekktur fyrir bækur sínar Start with why: How great leaders inspire everyone to take action (2009) og Leaders eat last: Why some teams pull together and others don´t (201 […]

    • Takk fyrir þetta Ingibjörg. Þetta innlegg er mjög áhugavert og ég tengi það við sem hefur komið fram á námskeiðinu um „opnun“ eða byrjun á námskeiði og hversu mikilvægt er að undirbúa þann hluta vel. Mér finnst áhugavert að heyra um bakgrunn kennara en þá frekar um reynslu þeirra en menntun og gráður 🙂 Reynslan hefur í mínum huga meira vægi því þegar kennarar hafa reynt á eigin skinni það sem þeir eru að kenna eru þeir trúverðugri – þó að nám og fræðin séu auðvitað góður grunnur að byggja á.

      • Sammála þér Hildur að reynslan hefur meira vægi en menntun og gráður. Persónuleg þykir mér t.d. alltaf jafn gaman að segja mínum nemendum (sem eru útlendingar, flestir innflytjendur á Íslandi)
        að ég hafi líka verið í þeirra sporum eða nýbúi í Svíþjóð og farið á sænskunámskeið líkt og þau eru á núna. Síðan spjöllum við um kosti og galla þess að vera búandi í landi öðru en því sem við fæddumst/ólumst upp í. Öll eigum við oftast þá sameiginlegu reynslu að hjartað slær í heimalandinu okkar – ég get alltaf tengt við það hjá þeim þar sem árin mín úti í Gautaborg voru tæplega 7. Takk fyrir að bregðast við blogginu mínu hér kæra Hildur. Gangi þér vel í þínu!

    • Takk, Ingibjörg fyrir innleggið,

      Gaman að hlusta á Simon í þessum stutta og grípandi fyrirlestri og skemmtilegt þegar hann líkir kynningu við ferðalag með ákveðnum endapunkti þar sem allt kemur heim og saman.

      Söguformið finnst mér oftast standa fyrir sínu og líkt og Simon segir að fólk sé þá búið að æfa, eða segja öðrum söguna sína áður en hún er nýtt. Ég hef nýtt mér þetta form í byrjun kennslustunda með nemendum og fyrir stuttu þá nýtti ég hana í enskukennslu á unglingastigi. Nemendur áttu semsagt að flytja stuttan fyrirlestur og viðfangsefnið var frjálst nema að því leyti að það átti að tengjast þeim sjálfum. Ég byrjaði á því að segja þeim sögu af sjálfri mér frá grunnskólaárunum og sagan sló í gegn, ef svo má að orði komast. Í kjölfarið fékk ég frábær verkefni frá nemendum.

      Ég tek síðan undir orð Simon þegar hann segir að upptalning fyrirlesara á gráðum sínum o.s.frv. sé ekki sérlega grípandi í byrjun fyrirlestar en það eru ófáir fyrirlestrar sem ég hef verið viðstödd þar sem einmitt er byrjað á slíku. Slíkt ætti að koma síðar ef það er nauðsyn.

      Með kveðju, Þórgunnur

      • Sæl Þórgunnur. Takk fyrir viðbrögðin við blogginu mínu 🙂

        Gott hjá þér að nýta söguformið með nemendum þínum. Algjör snilld hjá þér að nýta þér það í enskukennslu með nemendum á unglingastigi. Mér finnst flott hjá þér að ákveða að verkefnið átti að tengjast þeim sjálfum því sjálfið er þeim auðvitað næst og flestum finnst skemmtilegt að segja frá eigin reynslu – af eigin skinni 😉 Gaman að heyra að þessi vinna gekk svona vel.

        Kær kveðja, Ingibjörg

    • Takk fyrir, Ingibjörg.
      Mér þótti þetta áhugaverður fyrirlestur og fékk mig til að hugsa um hve oft ég hef notað þessa byrjun með nemendum mínum – sem eru börn. Í kjölfarið vilja þau svo gjarnan líka segja frá og það getur virkað vel til að fá þau til að tengja við námsefnið. Það getur reyndar stundum verið snúið að stýra þessum frásögnum þeirra (sérstaklega ef þau eru ung) og passa upp á að allir fái að tjá sig og allir hlusti á hina 🙂
      Eitt sem ég tók eftir við fyrirlesturinn (og truflaði mig smá) var að Simon horfir ekki í myndavélina – ég fór meira að segja að spá í hvort að það væri viljandi og einhver kennslufræðileg rök að baki 🙂

      • Takk fyrir viðbrögðin Sólveig.
        Ég skil hvað þú meinar þegar þú segir að það geti verið snúið að stýra umræðum þannig að allir nemendur fái tækifæri til að tjá sig og hin haldi einbeitingu allan tímann. Ég var fyrir nokkrum árum að kenna 8 ára börnum og einnig 5-6 ára börnum í íslenskuvali. Þá miðaði ég stundum við hálfa til eina mínútu þegar við ætluðum að ræða eitthvað ákveðið og þá vorum við búin að koma okkur saman um þennan tíma þannig að allir virtu tímamörkin. 🙂
        Ég var líka búin að taka eftir þessu með Simon (reyndar í öðru youtube myndbandi þar sem hann er reyndar í viðtali) að hann horfði ekki á viðmælanda sinn. Ég hugsa að þetta sé feimni (jafnvel e-ð annað) en nei, líklegast ekki kennslufræðileg rök á bakvið þetta 😉 Gangi þér vel.

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 ATH þessi texti er í vinnslu… Pælingar um það hvernig maður raðar efni upp þegar maður skipuleggur nám […] View

    Mér heyrist Hank Green (í myndbandinu) nota húmor til að fanga athygli okkar! Hann notar einnig leikræna tilburði og sjónrænar stoðir 🙂

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 ATH þessi texti er í vinnslu… Pælingar um það hvernig maður raðar efni upp þegar maður skipuleggur nám […] View

    Takk kærlega fyrir þessa flottu samantekt á níu atburðum kennslu Roberts Gagné.
    Fyrir mitt leyti finnst mér góð tilfinning að átta mig á því að ég hef (óafvitandi) verið að fara eftir þessum níu atburðum kennslu síðustu fimm árin í mínu starfi.
    Fyrst þarf að ná athygli eða grípa athygli þátttakenda á námskeiðinu. Það getur verið hálfg…[Read more]

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site namfullordinna.is Þegar við hugsum um skipulagningu náms fyrir aðra þá spáum við gjarnan í ferlið sem fer af stað þegar við höfum ákveðið að það sé þörf fyrir ák […] View

    Skemmtilegt að skoða þjónustuna sem NDSU Extension Service í norður Dakota býður uppá og mikið þykir mér faglega unnið að þessu. Þessi tíu þemu eru spennandi og þeir sem hafa áhuga á að bæta við þekkingu sína ættu auðveldlega að finna eitthvað við sitt hæfi.
    Maður sér að þarna fer af stað ákveðin þarfagreining til þess að skoða og met…[Read more]

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Þegar við skipuleggjum nám fyrir aðra erum við að skipuleggja atburð eða ferli sem á að leiða til þess a […] View

    Sammála, það er einmitt málið að þægindaramminn felst oftast í mjög miklu skipulagi að hálfu kennarans! Persónulega finnst mér oft bestu mómentin hafa lifnað við þegar við förum út fyrir þennan blessaða ramma. Hvenær hefur þægindarammi gefið okkur svigrúm til þess að vera skapandi?! Svo er þetta spurning um að gefa nemendum/þátttakendum tæki…[Read more]

  • Load More