• Nú er langt liðið á áfangann og í dag áttaði ég mig eiginlega á því að ég hef lært ótrúlega mikið á síðustu vikum. Ég fékk nefnilega símtal frá samstarfskonu minni sem spurði mig hvort ég vildi ekki vera […]

    • Ég tengi sterkt við þetta. Hversu oft hef ég í hvatvísi minn sagt já ég er til, langar til að vera með, gerum þetta. Sem er út af fyrir sig kostur en svo þroskað skrefa að skoða aðeins betur út í hvað er verið að fara og gera áætlun fyrst til að framhaldið verði skýrara og auðveldara.

  • In reply to: Hildur Inga Magnadóttir wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða Nú er ég frekar mikill byrjandi í markaðsmálum og hef ekki hugað að markaðssetningu námskeiða fyrr en nú. Ég hafði ekki gert […] View

    Takk fyrir svarið Helle. Mér persónulega finnst einmitt á gráu svæði að nota influencer marketing til þess að auglýsa foreldranámskeið eins og fram kemur í blogginu. Ég tel samt að þannig væri einmitt hægt að ná til hóps einstaklinga sem halda að þeir þurfi ekki fræðslu. Mín hugmynd með þessu var að normalísera þessi námskeið, að foreldrar sæ…[Read more]

  • Nú er ég frekar mikill byrjandi í markaðsmálum og hef ekki hugað að markaðssetningu námskeiða fyrr en nú. Ég hafði ekki gert mér nokkra grein fyrir því hvað þarf að huga að mörgu við markaðssetningu. Mér […]

    • Mér finnst þetta áhugaverðar hugleiðingar hjá þér, Hildur, og ég held að það geti verið mikið til í þessu með að eigin fordómar eða viðhorfið í samfélaginu geti hindrað fólk í að taka þátt í fræðslutilboð. Það kemur líka vel heim og saman við þá kenningu að kauphegðun snúist ekki aðeins um einhverja rökrétta ákvörðun í huga neytandans (Information Processing Approach) heldur er þetta oft ákvörðun sem er lituð af menningu, samfélagi og ekki síst tilfinningum (Comsumer Culture Theory).
      Þegar þú íhugar að nýta þér áhrifavalda í markaðssetningu foreldrafræðslu þá er kannski líka vert að spyrja sig hvort þú náir til rétta fólksins þannig, þ.e. fólksins sem þarf á fræðslu að halda? Er það endilega fólkið sem eyðir miklum tíma á samfélagsmiðlum og fylgist með áhrifavöldunum? Ég veit það ekki því ég er ekki sjálf þar og ég velti stundum fyrir mér hvort ofuráhersla á markaðssetningu með áhrifavöldum (influencer marketing) gerir það að verkum að einhverjir markaðshópar „gleymast“ eða markaðssetningin „missir marks“ af því að hún gerir ekki ráð fyrir fólkinu sem er ekki virkt á samfélagsmiðlunum.

      • Takk fyrir svarið Helle. Mér persónulega finnst einmitt á gráu svæði að nota influencer marketing til þess að auglýsa foreldranámskeið eins og fram kemur í blogginu. Ég tel samt að þannig væri einmitt hægt að ná til hóps einstaklinga sem halda að þeir þurfi ekki fræðslu. Mín hugmynd með þessu var að normalísera þessi námskeið, að foreldrar sæju að þau væru fyrir hvern sem er, líka áhrifavalda. Foreldranámskeið eiga að að mínu mati að vera fyrir hvern sem er sem vill standa sig vel í uppeldishlutverkinu. Vissulega er alltaf einhver hópur sem fylgist ekki með áhrifavöldum og hægt væri að ná til þeirra með öðrum leiðum. Ég held samt að hægt væri að ná til mjög margra með þessari aðferð markaðssetningar.

    • Hildur Inga, þú segir: „Segjum sem svo að viðhorfið í samfélaginu sé þannig að þeir sem fara á foreldranámskeið hljóti að vera slæmir foreldrar. Hvergi mega sjást vankantar eða veikleikar í uppeldinu og foreldrar gætu talið að þeir yrðu stimplaðir sem vondir foreldrar með því að mæta. Mín upplifun er því miður sú að margir foreldrar láta einmitt þessi viðhorf samfélagsins hafa áhrif á skoðanir gagnvart foreldrafræðslu.“

      Mér finnst þetta athugavert og svolítið öfugsnúið, því að mér hefur aldrei dottið í hug að foreldrar sem sæki foreldranámskeið fái á sig stimpil sem slæmir foreldrar, heldur þvert á móti, hljóti það að vera fólk sem vill bæta sig, sem er alltaf gott. Ekkert okkar er fullkomið.

      Væri ekki sniðugt að fara af stað með herferð um það hvað þú hlýtur að vera æðislegur foreldri ef þú sækir foreldrafræðslu?

    • Ég er á svipuðum stað og þú Hildur Inga. Ég hallast meira og meira að því að hluta markaðinn niður t.d. foreldrar fósturbarna, foreldrar fótboltaiðkennda, foreldrar leikskólabarna osfrv.

  • Í upphafi námskeiðs er allt svo nýtt og spennandi og námsefni fyrstu vikunnar fékk mig virkilega til þess að hugsa. Ég hef lítið velt fyrir mér markaðsmálum þar til nýlega. Nú er ég að pæla í öllu því se […]

    • Eitt það sem reynist okkur sérlega erfitt í lífinu, er að vera sá sem við erum! Ætli það verði ekki enn erfiðara þegar við ætlum á markað með það sem við höfum fram að færa. Við reynum þá e.t.v. að vera eins og einhver annar sem við höldum að gangi vel, eða við þorum ekki að skoða nákvæmlega hvað það ER sem við höfum fram að færa og að rækta það. Það er nefnilega enginn annar ÞÚ til og engin/n sem getur boðið nákvæmlega það sama og þú… Það er eitt sem ég kann svo vel að meta við Seth Godin og hans vinnu. Hann er að tala við fólkið sem hefur eitthvað fram að færa og vantar svo herslumuninn til að bjóða það fram 😉

    • Góð lesning Hildur Inga. Mig langar að vita meira um fyrirtækið sem þú ert að tala um þ.e. markhóp, þarfir, virði osfrv.

    • Ég er svo sammála þér varðandi hvernig maður fer að sjá auglýsingar og markaðssetningu með öðrum augum. Bæði horfi ég á auglýsingar annarra með gagnrýnni hugsun, spái í þeim í víðara samhengi og kem auga á aðra hluti en áður og set núna endalaus spurningamerki við mína eigin markaðssetningu. Vonandi verður það til þess að ég geti unnið markvisst í virði námsins, boðið betri „vöru“ og náð athygli fleiri einstaklinga.
      Annars held ég að ég þurfi að taka þig til fyrirmyndar og taka meðvitaða ákvörðun að vera ekki alltaf að fylgja öðru fólki og straumum hjarðarinnar. Mér finnst ég betur sjá það núna að ég læt allt of oft glepjast af góðri markaðssetningu 🙂

  • Hildur Inga Magnadóttir became a registered member 3 years, 3 months ago