• In reply to: Hrannar wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða IKEA verslunin í Garðabæ (mynd frá Icelandic Times) Þegar ég las gegnum kafla 7 í Foundations of Marketing um virði gegnum þjónustu, sambö […] View

    Gott að heyra af fleirum sem eiga erfitt með að njóta ferðar í völundarhús IKEA 😉
    Mér fannst áhugavert það sem þú, Hrannar, skrifaðir um að „í stað þess að láta starfsfólk hafa samband við viðskiptavini, gerir völundarhúsið það að verkum að viðskiptavinurinn biður starfsólk um hjálp. Það að snúa þessu sambandi á hvolf hefur djúpa sálfræðile…[Read more]

  • In reply to: Helle Kristensen wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða Seth Godin stiklar á stóru í síðasta hlaðvarpsþætti sínum um „Seth Godins’ Startup School“ frá 1. júlí 2013: „Distinct and Direct̶ […] View

    MailChimp er í rauninni fullbúinn markaðssetningar-pakki sem gefur þér möguleika á að búa til herferðir og fá tölfræðileg gögn um virkni þeirra. Ég er sjálf stutt komin í að nýta mér allt það sem boðið er upp á, enda á þetta ekki allt við í mínu starfi. En ég hef nýtt mér verkfæri MailChimp sem snýr að hönnun tölvupósta til að búa til fréttabréf o…[Read more]

  • Seth Godin stiklar á stóru í síðasta hlaðvarpsþætti sínum um „Seth Godins’ Startup School“ frá 1. júlí 2013: „Distinct and Direct“. Aðal umræðuefnið er hvernig skapa megi tengsl við væntanlega viðskiptavini og […]

    • Spennandi.

      Ég er ekki ennþá farinn að skoða námskeiðin hjá Seth Godin, enda á ég nóg með sjálfan mig í augnablikinu – fullt af verkefnum og svo námið hjá HÍ. Þegar traffíkin minnkar væri örugglega gaman að skoða betur námskeiðin hjá honum. Mér líkar virkilega vel við það sem hann hefur fram að færa.

      Einnig áhugavert að heyra um MailChimp. Er það betra en Outlook og Gmail að einhverju marki?

      • MailChimp er í rauninni fullbúinn markaðssetningar-pakki sem gefur þér möguleika á að búa til herferðir og fá tölfræðileg gögn um virkni þeirra. Ég er sjálf stutt komin í að nýta mér allt það sem boðið er upp á, enda á þetta ekki allt við í mínu starfi. En ég hef nýtt mér verkfæri MailChimp sem snýr að hönnun tölvupósta til að búa til fréttabréf og mér finnst fréttabréfin fyrir vikið verða meira aðlaðandi og bjóða upp á aukin samskipti og samstarf (sem er í rauninni markmiðið). Þú getur séð dæmi um fréttabréf sem ég hef tekið þátt í búa til í MailChimp hér: https://www.fjolmennt.is/is/radgjof/frettabref-radgjafardeildar

  • In reply to: Hildur Inga Magnadóttir wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða Nú er ég frekar mikill byrjandi í markaðsmálum og hef ekki hugað að markaðssetningu námskeiða fyrr en nú. Ég hafði ekki gert […] View

    Mér finnst þetta áhugaverðar hugleiðingar hjá þér, Hildur, og ég held að það geti verið mikið til í þessu með að eigin fordómar eða viðhorfið í samfélaginu geti hindrað fólk í að taka þátt í fræðslutilboð. Það kemur líka vel heim og saman við þá kenningu að kauphegðun snúist ekki aðeins um einhverja rökrétta ákvörðun í huga neytandans (Inform…[Read more]

  • In reply to: Elín Yngvadóttir wrote a new post on the site Markaðssetning fræðslutilboða Ég velti því fyrir mér hvort nám, námskeið, námsframboð og boð um hvers konar fræðslu sé eins og hver önnur vara eða þjónusta sem boðin e […] View

    Áhugaverð ígrundun hjá þér, Elín. Ég hallast nú ennþá mest að því, eins og þú lýsir í byrjun, að markaðssetning fræðslutilboða hljóti að vera aðeins öðruvísi, kannski aðeins flóknari eða margslungnari, en markaðssetning hefðbundnari vöru eða þjónustu. Eins og einhver í hópnum okkar benti á þá eru ekki allir þátttakendur í fræðslutilboðum að fa…[Read more]

  • Seth Godin mælir með að einblína á hinn svokallaða „lágmarks lífvænlega markhóp“ (e. minimum viable audience) í staðinn fyrir fjöldann með þeim einföldu rökum að vandinn við fjöldann er meðaltalið. Þú neyð […]

    • Frábærar pælingar, Helle, ég hef einmitt heillast af þessari hugmynd um þennan þrönga markhop og að styðja hann i því að breyta lífinu til hins betra. Með því að deila því sem við kunnum og getum reynumst við þessum hópi leiðtogar og getum stutt hann í því að vera besta mögulega útgáfan af sjálfum sér.
      Malið hlýtur þá að vera að finna hvaða upplýsingar, hvaða leikni og hvaða viðhorf muni hjálpa þínum marhópi að reynast bestu stuðnings aðilar sinna skjólstæðinga og skapa tækifæri fyrir þau að tileinka ser og þjálfa þessa hæfni á hátt sem er árangursrikur og passar við aðstæður þeirra.

    • Auðvitað er þetta hárrétt.

      Ef við einbeitum okkur að þeim sem þurfa námstilboðið eða að þeim sem vilja þetta ákveða nám og sinnum þeim eins vel og við getum, þá fá bæði þeir og kennarinn miklu meira út úr reynslunni.

      Þetta finnst mér sérstaklega flott hjá Seth Godin í annarri færslunni sem þú vísar í:

      „Two things happen when you delight your minimum viable audience:
      – you discover it’s a lot larger group than you expected
      – they tell the others“

  • Helle Kristensen became a registered member 3 years, 3 months ago