-
Ragnhildur Gunnlaugsdóttir commented on the post, Nám á milli kynslóða (intergenerational learning). Blogg úr grein., on the site 7 years, 9 months ago
In reply to: Sóley Kjerúlf Svansdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Rethinking the role of adults for building the lifelong learning society. Monica Turturean (2015). […] ViewTakk fyrir þetta Sóley
Maður er alltaf að læra og tengja hluti saman sem maður les eða sér, að samfélagið hafi horft á foreldrar sem umönnunaraðila en ættu kannski frekar að horfa á þá sem kennara. Ja foreldrar eru fyrirmyndir barnanna og þau eru saman öllum stundum þannig foreldrar eru að vissu leyti kennarar. Ég hef ekki áður heyrt orðið kennar…[Read more] -
Ragnhildur Gunnlaugsdóttir commented on the post, Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger- og „Lake Wobegone“ áhrifin., on the site 7 years, 9 months ago
In reply to: Sigríður Ýr Unnarsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Ímyndaðir yfirburðir; Dunning-Kruger- og „Lake Wobegone“ áhrifin. Eru þeir vanhæfu of vanhæfir til þess að […] ViewSkemmtilegt blogg hjá þér 🙂
Já í gegnum árin hef ég öðru hvoru orðið vör við þetta í mínu vinnuumhverfi. Þegar við erum t.d. að auglýsa eftir deildarstjóra á leikskóla þá eru stundum fólk sem er hvorki með menntun né reynslu að sækja um og líka í sérkennslu. Þegar við tökum svo fólkið í viðtal er gaman að sjá hvað sumir eru öruggir og tala s…[Read more] -
Ragnhildur Gunnlaugsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 7 years, 10 months ago
Sæl öll saman.
Ég ákvað að stíga út fyrir þægindarammann og skrifa smá blogg.
Í kafli 6 í bókinni Adult learning er verið að tala um sambandið á milli reynslu og lærdóms og það eru nokkrir punktar sem s […]
-
Ragnhildur Gunnlaugsdóttir commented on the post, Nám fullorðinna: Hvað vitum við fyrir víst?, on the site 7 years, 10 months ago
In reply to: Þorvaldur H. Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Nám fullorðinna: Hvað vitum við fyrir víst? © Eftir Ron og Susan Zemke © Lauslega þýtt og ritstýrt á ísl […] ViewTakk fyrir þetta Þorvaldur 🙂
Þetta er mjög góð grein sem kemur með marga góða punkta um hvað gott er að hafa í huga er varða nám fyrir fullorðna. Maður þarf að vera vakandi fyrir fjölbreytileika fólks, við erum öll með mismunandi bakgrunn og hvernig námskeið er byggt upp skiptir miklu máli. Mér fannst þessi efnisgrein góð lýsing á því hvernig é…[Read more] -
Ragnhildur Gunnlaugsdóttir's profile was updated 7 years, 10 months ago
-
Ragnhildur Gunnlaugsdóttir changed their profile picture 7 years, 10 months ago
-
Ragnhildur Gunnlaugsdóttir became a registered member 7 years, 11 months ago
Það er ekki að sjá að þetta sé út fyrir þinn þægindaramma Agga.
Vel skrifað og góð samantekt á 6.kafla í þessar bók.
Góð samantekt á Reflective Practice kenningunni sem að mínu mati er góð vitnun í foreldrafræðslu.
Áhugaverð lesning, meira svona 🙂
– Berglind Berndsen
Þetta eru mjög áhugavert. Ég hef í mínu starfi einmitt velt mikið fyrir mér hvernig sé best að koma til móts við fullorðna nemendur svo reynsla þeirra fái að nýtast þeim sem best. Fræðimenn virðast leggja misjafnan skilning í hvernig nám byggt á reynslu fer fram. (sjá 7. kafla í bókinni Learning in Adulthood, Reynsla og nám) en þar koma m.a. fram sjónarhorn Dewey, Kolb og Fenwick o.fl. sem vekja upp spurningar um eðli reynslunnar. Ég hef alltaf verið hliðholl námskenningunni um hugsmíðahyggju en þar er m.a. lögð áhersla á að einstaklingurinn byggi upp þekkingu á þeim reynsluheimi sem hann lifir í, ígrundi reynslu sína og skapi nýja þekkingu út frá ígrundun sinni.
Mjög fín samantekt hjá þér Agga.
Mér fannst kenningin um communities of practies í lokinn áhugaverð og fékk mig til að hugsa um það sem við höfum áður lært um foreldrafræðslu. Það að vettvangur foreldrafræðslu (sem er hluti af fullorðinsfræðslu) sé þannig að foreldrar fái tækifæri til að koma saman og ræða um foreldrahlutverkið og uppeldi. En eins og þú talar um geta umræður þróast þannig að rætt er um hluti sem eru ekki endilega sannir eða samkvæmt óáræðanlegum heimildum. Þess vegna er mikilvægt að það sé einhver sem getur stýrt umræðunni og getur vitnað í fræði og hvað rannsóknir hafa sýnt fram á sbr. foreldrafræðari.
Frábær samantekt á sjötta kafla Agga, og ég er sammála ykkur stelpur Agga og Sigrún varðandi tækifæri til að tala saman. Mér finnst einnig mikilvægt að það sé e-h sem hefur umsjón með þeim samræðum því oftar en ekki eru umræðurnar eins og þið töluðu um jafnvel ekki sannir eða byggðar á röngum grunni, að mínu mati geta þetta líka verið tilfinningahlaðnar umræður og of auðvelt að rata af sporinu.
Bara frábært hjá þér! Þú ert nú bara fæddur bloggari 😉
En er líka sammála ykkur um hversu mikilvægt það er fyrir foreldra/fullorðna að fá að koma saman og ræða reynslu og upplifanir. Einnig að það sé einhver sem er að stýra umræðunum sem hefur vitneskju (fræðin) á bak við sig, því eins og er sagt í bókinni er erfitt að segja hvað sé rétt eða rangt um það sem fólk er að segja.
Virkilega gott blogg hjá þér Agga 🙂
Mér finnst þetta góður punktur hjá Knowles „að í gegnum árin göngum við í gegnum allskonar lífsreynslur sem geta dregið úr lærdómi en einnig lífsreynslur sem ýta undir lærdóm“. Einmitt þetta að við erum með svo svakalega breiðan hóp af fólki sem hefur allskonar reynslu, og þar kemur inní okkar meðvitund til annarra til að gera námskeið sem hæfir svona breiðum hóp.