• Edda Dröfn Daníelsdóttir posted an update 7 years, 5 months ago

    Training within the industy
    Ég fékk frábært tækifæri í vinnunni að fara í Training within the industry þjálfun í tengslum við starfið mitt. Þjálfunin stóð yfir í fimm daga og sá sem stóð fyrir þjálfuninni heitir John Vellema og kemur frá Danmörku. Hann hefur þjálfað starfsfólk í mörgum fyrirtækjum í Evrópu. John er menntaður verkfræðingur og vottaður TWI þjálfari frá Bandaríkjunum.

    Hvað er TWI þjálfun?
    TWI stendur fyrir Training Within the Industry og á upptök sín í Bandaríkjunum í kringum seinni heimsstyrjöldina. Hugmyndafræðin snýr að hvernig á að kenna starfsmönnum þannig að allir geri hlutina eins og að vinna hraðar. Konur sem fóru að vinna í verksmiðjum í Bandaríkjunum fengu TWI þjálfun þegar eiginmenn þeirra fóru burtu í stríðið. Í lok stríðsins höfðu 1,6 milljónir starfsmanna lokið TWI þjálfun. Fyrirtæki á borð við Toyota, Lego, Coca- Cola og fleiri stór fyrirtæki eru að nýta sér þessa aðferðarfræði við þjálfun starfsfólks í dag.
    Það eru 4 mismunandi aðferðir í TWI:
    Job Instruction (JI): Reyndir og þjálfaðir leiðbeinendur kenna óreyndum starfsmönnum að vinna hraðar. Leiðbeinendum hefur verið kennt að brjóta starfið niður í minni atriði eða skilgreind skref. Kennari sýnir verkleg og útskýrir helstu atriði og ástæður fyrir þessum helstu atriðum. Næst þá prófar nemandi og þjálfari fylgist með. Þetta þarf að endurtaka eins og oft og þörf er á. Hér er oft notað „ef starfsmaðurinn hefur ekki lært, þá hefur kennarinn ekki kennt“.
    Job Methods (JM): Hér er verið að kenna starfsmanni að skoða starfið sitt út frá hagkvæmni og koma með hugmyndir af umbótum. Hér er einnig verið að vinna með „Job Breakdown“ en hér er verið að greina hvert skref og athuga þurfum við virkilega að gera það eða getum við hætt því, breytt því, einfaldað, sameinað o.s.frv.
    Job Relations (JR): Þetta var yfirmönnum eða verkstjórum kennt til þess að koma fram við starfsmenn á réttan máta. Hér er gildir lögmálið „People must be treated as individuals“.
    Program Development (PD): Þetta er þeim kennt sem sjá um þjálfun en kennslan fellst í því að hjálpa framlínu starfsmönnum að leysa vandamál með þjálfun.

    TWI og fullorðnir
    Eftir að hafa farið í gegnum fimm daga TWI þjálfun, sá ég strax tengingu við fullorðinna og þjálfun þeirra til dæmis í verknámi og þá aðallega í tengslum við Job Instructions (JI). Eins og fram kom að ofan þá fer þjálfunin fer fram með eftirfarandi hætti :
    • Starfið er brotið niður í minni atriði
    • Verkleg atriði sýnd
    • Helstu atriði útskýrð
    • Ástæður fyrir helstu atriðum útskýrðar
    Gullna reglan er að „if the worker hasn´t learned, the instructor hasn´t taught“ sem þýðir að endurtaka þarf þjálfunina aftur ef nemandinn er ekki búinn að ná tökum á henni.
    Þegar ég var í þjálfuninni þurfti ég að prófa sjálf að þjálfa aðra undir handleiðslu kennara. Þetta gerðir ég þrisvar sinnum og í augum sumra getur þetta ef til vill virkar mjög auðvelt í framkvæmd en í raun var þetta mjög erfitt. Það þarf að passa ýmsa hluti eins og orðalag, ekki flækja hlutina of mikið og einblína á að halda sig við handritið. Eins þarf að passa upp á hagnýtt atriði eins og að vera í eins raunverulegum aðstæðum og hægt er. Hér á ég við að ef ég væri að þjálfa einstakling í hvernig á að nota skrúfjárn þá verð ég að vera með skrúfjárn í þjálfuninni. Það dugar ekki að vera með penna og „leika“ að penninn sé skrúfjárn. Eins þarf að passa upp að staðsetningu nemandans og þjálfarans. Betra er að hafa nemandann sér við hlið í stað þess að hafa á móti sér. Það eru mjög mörg atriði sem þarf að huga að áður en þjálfunin getur farið fram og þess vegna er mikilvægt fyrir þjálfarann að vera vel undirbúinn.
    Þegar kemur að fullorðnum þá tel ég þetta vera mjög árangursríka leið til að kenna/þjálfa. Með því að brjóta niður verkþætti, útskýra helstu atriði og ástæður á bak við helstu atriði tryggir örugga og einstaklingsmiðaða þjálfun. Ég sé til dæmis fyrir mér að ég gætti nýtt mér TWI aðferðarfræðina í starfi mínu. Stór hluti starfsfólks Landspítalans eru fullorðnir með mismikið tölvulæsi sem þurfa að læra á mörg mismunandi rafræn kerfi. Margir finna fyrir óöryggi þegar kemur að tæki og tölvum en með notkun TWI er hægt að kenna/þjálfa fullorðna á árangursríkan og öryggan hátt.
    Ég veit að vinnustaðurinn minn er að skoða hvernig hægt er að nýta TWI þjálfun fyrir starfsfólk sitt og ég hlakka til að fylgjast með þeirri þróun. Það eru margir góðir kostir við TWI þjálfun en einn helsti ókosturinn er sá að þetta er mjög tímafrek aðferð þar sem einungis er hægt að þjálfa einn einstakling í einu.
    Heimild:
    http://www.twi-institute.org/