• Sigríður Konráðsdóttir posted an update 11 years, 6 months ago

    Sæl !

    Kannski er ég bara að tala við sjálfa mig hérna. Veit ekkert hvert þetta fer. Bendi á það eru fínar leiðbeiningar varðandi stillingar í Word og allt mögulegt á síðunni. Aðferðir sem spara tíma á síðari stigum. Stendur reyndar að rétt sé að slá bara einu sinni á bilslána, líka á eftir punkti. Veit ekki hvenær það var „rétt“ og erfitt að venja sig á það. Gæti eins reynt að venja mig á skrifa stafinn m með 2 bungum í stað 3.
    Gríðarlega mikil áhersla á lokaverkefnið í mastersnámi. Ég gerði mér ekki grein fyrir því. Það er einhvernveginn upphaf og endir alls í náminu en þó um afmarkað efni.

    • hvort það sé gríðarlega mikil áhersla á meistaraverkefnið veit ég ekki… en það ER jú lokapunkturinn, í náminu og alveg óháð því hvar þú ert í starfi í tengslum við menntamál og fræðslu… eða hvar sem er annarstaðar, þá eru gífurlega miklar líkur á því að manneskja með 4-5 ára háskólanám þurfi að skrifa mikið í vinnunni. Og þegar ég horfi á sumt sem meistaranemar þurfa að eyða tímanum sínum í að læra meðfram því að ná utan um innihald ritgerðarinnar (Nota ritvinnsluforrit, leita heimilda ná netinu, vitna rétt í heimildir, nýta sér gagnagrunn til að halda utan um heimidir, læra að nota hugbúnað til að greina gögn (töluleg – megindleg …SPSS eða textaleg – egindleg – NVIVO) þá hugsa ég með mér af hverju ekki að gera aðeins meira til að fá ykkur til að læra þessa hluti meðfram léttum verkefnum á námskeiðunum 🙂
      ég vona að það minnki álagið og auðveldi vinnuna á endasprettinum…

      • Heill og sæll !

        Þetta var bara vangavelta fyrstu dagana í kennaraskólanum. Ég er mjög ánægð með að þurfa að bæta við mig tækniþekkingunni og hef setið yfir leiðbeiningunum á vef sviðsins ásamt því að lesa í kennslubókinni og reyna að komast að niðurstöðu um það hvað ég á að taka fyrir í 50% verkefninu. Nú er ég að pakka viðtölunum mínum inn í þetta form. Það er mikið nám fólgið í því að þurfa að setja sig í allt aðrar stellingar en venjulega. Ég lauk háskólanámi í íslenskum bókmenntum og málfræði. Þar var mikill texti en frjálslega með hann farið og mikil áhersla á túlkun.
        Síðan tók ég diplóma í opinberri stjórnsýslu og þá tók maður mest próf. 80% skriflegt próf í stjórnsýslurétti, upplýsingalögunum og fleira. Það reynir ekki svo mikið á mann. Lestur og mætt í próf. Þarf ekki svo mikið að hugsa í raun.

        Það sem ég hef áhyggjur af er það að við séum að fjöldaframleiða meistaranema sem hafa framleitt gríðarlegt magn meistararitgerða eftir sömu formúlu. Ég las í sumar og haust 3 ritgerðir, 70 til 100 síðna langar. Um útiveru barna, launakerfi og leshömlun. Ólíkt efni en mjög miklar endurtekningar sérstaklega í 2 tilvikum.

        Með kveðju,

        Sigga