-
thorunn wrote a new post on the site Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra 10 years ago
Í þessari kynningu fjalla ég um þá þætti sem hafa áhrif á fullorðna námsmenn. Innri hvatir og utanaðkomandi áhrif hafa mikil áhrif á framvindu náms. Ég fjalla um þær hindranir sem geta verið á vegi fullorðinna […]
-
thorunn commented on the post, Um það að fylgjast með í kennslu, on the site 10 years, 1 month ago
In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site namfullordinna.is Eitt af verkefnum námskeiðsins snýst um það að fylgjast með öðrum kenna. Ein af þeim leiðum sem við notum oftast til að læra eitthvað er að […] ViewÉg verð að segja að þetta er besta nám sem ég hef farið í lengi. Ég hef unnið sem leikskólakennari í 18 ár. Núna er ég hins vegar að byrja kenna sem grunnskólakennari í 1. bekk. Það sem er sérstakt við það er að við vinnum saman 4 sem teymi og skiptum með okkur verkefnum og nemendum. Þó þannig að ég er ekki alltaf með sömu verkefni og ekki…[Read more]
-
thorunn changed their profile picture 10 years, 3 months ago
-
thorunn became a registered member 10 years, 3 months ago
Takk Þórunn fyrir góða skýrslu.
Það sem vekur athygli mína er m.a. eftirfarandi og langar að leggja orð í belg:
1. Styrkir og þróunarverkefni virðast ekki byggja á langtímahugsun: Íslensk menning hefur átt í vandræðum með langtímahugsun. Þetta er djúpstæður og sálfræðilegur þáttur sem snýr kannski að ófyrirsjáanleika í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar um aldir og óblíðri náttúru. En í heimi alþjóðavæðingar dugar ekki annað en að kunna að hugsa til framtíðar, þar sem ,,afturblik“ einkennir hegðun okkar meira eða minna. Hver er tilgangur menntunar og annarra hluta yfirleitt til einhvers X tíma? Þjálfa verður færni í áætlunargerð og það að meta árangur með reglubundnum hætti. Annars er hætta á ,,hipsumhapshugsun“, sbr. heimsókn okkar í Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, þar sem ekki var hægt að fá upplýsingar í hvað peningar til endurmenntunar fara í hinum og þessum sjóðum. En kannski er bara gott að hafa slíkt tilviljunarkennt? Það virðist þó ekki vera hægt að staðfesta það heldur!
2. Efling náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum: Nauðsynlegt er að efla þennan þátt enn betur í grunnskólakerfinu sérstaklega. Þar er virkileg vöntun á því að aðstoða nemendur með framtíðarhugsun og það að kunna að vera góðir námsmenn. Að læra að læra. Ógnanirnar eru þær að náms- og starfsráðgjöf kostar peninga (merkilegt nokk) og það þarf pólitískan vilja á sveitarstjórnarstigi til að efla þennan þátt enn frekar. Enn ein ógnunin er hvað náms- og starfsráðgjafar festast í ,,öðrum“ störfum en því sem þeir ættu að vera sinna. Oft eru þeir ígildi sálfræðinga í lausn agavandamála.
3. Niðurstöður rannsóknar Jóhönnu Rósu Arnarsdóttur sýnir hvað það eru margar breytur sem liggja til grundvallar því að fullorðið fólk fer í nám: Fullorðið fólk er með allskonar ,,námsverkefni“ í huga. Og það besta er að margir velja að læra eitthvað sem þeir telja best fyrir sig en ekki fyrir einhverja aðra. Það þarf ekki endilega að vera bundið einhverri æðri siðferðilegri skyldu um að standa skil á hinu eða þessu. Það gæti allt eins verið spennan við að uppgötva eitthvað nýtt og upplifa skemmtun. Þetta er eitt af mikilvægum atriði í tilvist námssamfélags síðnútíma (learning society). Nám er staðfesting á því að vera til!
4. 38% þátttakenda í rannsókn Jóhönnu Rósu Arnardóttur og Jóns Torfa Jónassonar frá árinu 2004 höfðu ekki áhuga á að fara á námskeið: Það samræmist ekki hugsjóninni um nám alla ævi en það er líka áhugavert að skoða námskeið sem miðlun náms, sem einkennist oftar en ekki af einstefnumiðlun. Þarna geta sem sagt verið um að ræða margar hindranir fyrir því að fólk vilji ekki mæta, það sem Illeris kallaði ekki-nám. Gæti verið að fólkið óttaðist námskeiðsformið vegna neikvæðrar reynslu úr skólagöngu? Kannski finnst þeim bara þeir þekkja til efnisins og hafa engan áhuga á að læra eitthvað nýtt í öðru samhengi? Rannsóknir meðal kennara í grunnskólum sýna m.a. að einstefnumiðlun á borð við námskeið gagnast allra minnst í námi fullorðinna sem námsleið, sérstaklega ef þeir hafa enga aðkomu að námskeiðinu (val, segja skoðun, bera ábyrgð). Samt er verið að eyða miklum peningum og tíma í að halda fyrirlestra, námskeið og ráðstefnur án þess að fólk hafi nokkuð um það að segja.
5. Að 35% kvenna á aldrinum 24-65 ára hafi einungis lokið grunnskólaprófi er athyglisverð staðreynd: Þó gögnin sem byggt er á séu orðin nokkurra ára. Hugtakið ævimenntun er í andsstöðu við þessa staðreynd og full ástæða að rannsaka þetta betur. Félagsleg staða yrði þá væntanlega í fókus.
6. Stefna stjórnvalda varðandi það að aðgerðir gegn brotthvarfi hefjist í grunnskóla: Hljómar mjög vel. Kannanir sýna að það þarf að hefjast handa nokkuð snemma á skólagöngunni því margir 10. bekkingar vita ekki hvað þeir ,,ætla að verða“ í framtíðinni. Val þeirra á framhaldsskólum markast af því. Og sömu rannsóknir sýna að líklega er orðið of seint að hafa áhrif á val þeirra í 10. bekk. Þannig að hér er verk að vinna.
Þorvaldur.