• In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Á þriðjudagsfundinum 15. mars var málið að skoða námsumhverfið. Upptökurnar eru hér Við byrju […] View

    Takk fyrir fundargerðina.

    Það er fátt mikilvægara en upphaf námskeiðs. Þar kemur soldið í ljós hvernig restin verður, ekki satt?

    Samt er eins og þetta klikki svo oft!

    Ég var nýlega á fundi þar sem fyrirlesari var fenginn til að tala um ákveðið málefni. Fundarstaður og tími var ákveðinn með ágætis fyrirvara án þess þó að málefnið væri sérs…[Read more]

  • In reply to: Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Ég var að skoða efni á netinu sem tengist ýmsum spurnaraðferðum en rakst þá á þennan frábæra f […] View

    Ted.com, Tasha Eurich
    Sæl Ingibjörg og takk fyrir að deila þessu með okkur.

    Tasha vinnur greinilega á sviði markþjálfunar og hefur bakgrunn í sálfræði. Vert er að velta fyrir sér hvað við tökum með okkur úr fyrirlestri hennar í tengslum við það að skipuleggja námsferli í fullorðinsfræðslu.

    Fyrir það fyrsta er það þörfin (e. need) til að lær…[Read more]

  • In reply to: Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Ég var að skoða efni á netinu sem tengist ýmsum spurnaraðferðum en rakst þá á þennan frábæra f […] View

    Ted.com, Tasha Eurich
    Sæl Ingibjörg og takk fyrir að deila þessu með okkur.

    Tasha vinnur greinilega á sviði markþjálfunar og hefur bakgrunn í sálfræði. Vert er að velta fyrir sér hvað við tökum með okkur úr fyrirlestri hennar í tengslum við það að skipuleggja námsferli í fullorðinsfræðslu.
    Fyrir það fyrsta er það þörfin (e. need) til að lær…[Read more]

  • In reply to: Þorvaldur Halldór Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Að búa til námsmarkmið kemur á milli tveggja mikilvægra skrefa í framkvæmd kennslu. Annars vegar s […] View

    Takk fyrir Elín. Það gleður mig að þér fannst þetta góð og gagnleg lesning. Gott dæmi sem þú tiltekur af yngsta stigi, sem glæðir vonir um að það sé verið að vinna góða vinnu í markmiðssetningu. En, án efa liggja mikil tækifæri í styrkja nám og kennslu almennt með því að styrkja vinnu í gerð námsmarkmiða, gera hana markvissari í skólakerfinu í hei…[Read more]

  • In reply to: Þorvaldur Halldór Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Að búa til námsmarkmið kemur á milli tveggja mikilvægra skrefa í framkvæmd kennslu. Annars vegar s […] View

    Sæl og takk fyrir þetta Anna.

    Já, við þurfum virkilega að huga betur að Aðalnámskránni okkar (sem er jú samræmd frá leikskóla og fram yfir framhaldsskóla) og þeirri aðgerð að búa til eigin skólanámskrá, hver skóli. Eins og þú segir þá er þetta ekki hrist fram úr erminni og kennarar verða að fá bæði svigrúm í tíma og faglegan stuðning til að…[Read more]

  • In reply to: Þorvaldur Halldór Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Að búa til námsmarkmið kemur á milli tveggja mikilvægra skrefa í framkvæmd kennslu. Annars vegar s […] View

    Sæll Gunnar og takk kærlega fyrir góðar og gagnlegar athugasemdir. Já, þetta er athyglisvert mál sem er þarna á ferðinni. Sérstaklega fannst mér þetta með stærðfræðina umhugsunarvert. Augljóslega er pottur brotinn þarna og í raun gjaldfelling á náminu. Kannski skýrir þetta að hluta til brottfall fyrsta árs nema í framhaldsskólakerfinu?

  • In reply to: Þorvaldur Halldór Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Að búa til námsmarkmið kemur á milli tveggja mikilvægra skrefa í framkvæmd kennslu. Annars vegar s […] View

    Sæl. Nú væri gaman að fá smá umræðu um þetta efni en það tengist fjórða þema námskeiðsins – ,,Markmið“. Sérstaklega væri gaman að fá innblik í skoðanir þeirra sem eru á öndverðum meiði, þ.e. telja að höfundur bloggsins hafi rangt fyrir sér í meginatriðum. Að námsmarkmiðsgerð í grunnskólum sé í góðu lagi osfrv. Ekki væri þá verra að fá dæmi um slí…[Read more]

  • Að búa til námsmarkmið kemur á milli tveggja mikilvægra skrefa í framkvæmd kennslu. Annars vegar skrefinu sem fjallar um greiningu á því hvort kennsla sé yfirhöfuð nauðsynleg í lausn einhvers vandamáls (e. a […]

    • Sæl. Nú væri gaman að fá smá umræðu um þetta efni en það tengist fjórða þema námskeiðsins – ,,Markmið“. Sérstaklega væri gaman að fá innblik í skoðanir þeirra sem eru á öndverðum meiði, þ.e. telja að höfundur bloggsins hafi rangt fyrir sér í meginatriðum. Að námsmarkmiðsgerð í grunnskólum sé í góðu lagi osfrv. Ekki væri þá verra að fá dæmi um slíkt, sé það fyrir hendi. Kveðja – Þorvaldur.

    • Sæll Þorvaldur
      Velti hérna upp nokkrum atriðum sem ég tengdi við á einhvern hátt í skrifum þínum.

      Þú segir: „Getur verið að kennarar séu vanir því að lýsa námsmarkmiðum sem ferli (e. process) í stað sýnilegs atferlis (e. behaviour), sem aftur á að leiða til niðurstöðu (e. outcomes)? Tengist það gloppu í starfsþróun kennara?“

      Tek hjartanlega undir þessa hugleiðingu hjá þér. Fannst koma bersýnilega í ljós í markmiðaverkefninu að ég þyrfti að bæta lýsingu mína til handa nemendum hvað þetta atriði varðar. Er nokkuð viss um að ég hafi lýst námsmarkmiðum minna áfanga hingað til frekar sem ferli. Þarf að breyta því hjá mér.

      Þú segir: „Eigi árangur að nást verður kennarinn (og nemandinn) að vita nokkuð nákvæmlega hvert skal stefna að svo hægt sé að mæla árangurinn.“

      Einnig áhugavert og þar ég tel einnig að sá tími sem fer í að kynna markmið áfanga þurfi að vera umfangsmeiri og undirbúinn á mun faglegri hátt en gert er. Mín upplifun er oft sú að námslýsingum, áætlunum og þar með markmiðum áfanga sé „hent í nemendur“ eða jafnvel eingöngu bent á að hægt sé að nálgast slík gögn á innra neti skólans. Og oftar en ekki er þetta eingöngu gert í upphafi annar. Það þarf að fara yfir markmiðin ítarlega og reglulega yfir námstímann hverju sinni. Auðveldar kennurum og nemendum að meta stöðuna.

      Þú segir:Það er munur á áformaðri námskrá eins og aðalnámskrá (e. intended) og hinnar virku námskrár (e. implemented) sem aftur ræður ríkjum í kennslustofunni

      Sjálfur hef ég skoðað þessi mál nokkuð og þó ég hafi eingöngu kennt í framhaldsskóla er það er mín tilfinning að þessi munur skuli vera eins lítill og hægt er þar sem hinni virku námskrá hætti til að verða yfirgripsminni en hin áformaða. T.d. er það mín upplifun af grunnskólastærðfræði að „erfiðari “ þáttum virðast þar oftar sleppt en hinum auðveldari. Þar með er ekki prófað úr þeim, sem gerir það að verkum að einkunnir verða hærri en ella. Þetta kemur síðan alvarlega í bakið á nemendunum þegar í framhaldsskóla er komið, þar sem byggt er á grunnþekkingu nemenda skv. áformaðri námskrá.

      Kær kveðja, Gunnar Friðfinnsson

      • Sæll Gunnar og takk kærlega fyrir góðar og gagnlegar athugasemdir. Já, þetta er athyglisvert mál sem er þarna á ferðinni. Sérstaklega fannst mér þetta með stærðfræðina umhugsunarvert. Augljóslega er pottur brotinn þarna og í raun gjaldfelling á náminu. Kannski skýrir þetta að hluta til brottfall fyrsta árs nema í framhaldsskólakerfinu?

    • Sæll Þorvaldur, flott vangavelta hjá þér:-) þú færð ekki andmæli frá mér í sambandi við framsetningu námsmarkmiða. Ég starfa í leikskóla og hef nú ekki gert mikið af því að setja fram námsmarkmið fyrir nemendur mína,þ.e. mína deild sérstaklega, starfa eftir skólanámskránni. Leikskólastjóri setti fram þá beiðni síðast liðið haust að deildarstjórar gerðu námskrá fyrir sína deild. Ég setti mína fram, hæst ánægð með sjálfa mig og mitt fína plagg en sé í dag að ég þarf að bæta hana. Sé það eftir markmiðavinnuna í þessu námskeiði að góð markmið er ekki auðvelt að setja fram. Og markmiðin eru mismunandi eftir skólastigum, það er mismunandi þekking og færni sem börnin okkar eiga að ná á hverju skólastigi. Það er ekki auðvelt að setja fram skýr markmið, eins og við höfum öll fengið skilning á síðustu vikur og í skólum landsins eru kennarar sem hafa ekki þá þekkingu sem við höfum núna á markmiðagerð, við ættum kannski að bjóða fram aðstoða okkar:-) kveðja Anna

      • Sæl og takk fyrir þetta Anna.

        Já, við þurfum virkilega að huga betur að Aðalnámskránni okkar (sem er jú samræmd frá leikskóla og fram yfir framhaldsskóla) og þeirri aðgerð að búa til eigin skólanámskrá, hver skóli. Eins og þú segir þá er þetta ekki hrist fram úr erminni og kennarar verða að fá bæði svigrúm í tíma og faglegan stuðning til að sinna þessu mikilvæga verkefni. Þetta er mál sem brennur á fleiri þjóðum en okkar hef ég grun um og engin töfralausn komin fram. En, auðvitað byrja breytingarnar smátt og vaxa eftir því sem þær ,,smitast“ á milli okkar. Við erum kannski hluti af því framtíðarferli, hver veit?

        Kveðja,
        Þorvaldur.

    • vá… ég segi ekki annað!
      Rosalega flottar pælingar og MIKLAR!
      Ég hef átt mjög erfitt með að átta mig almennilega á nýju aðalnámsskránni. Gott að fá þennan samanburð á henni við það sem fræðimenn í markmiðagerð setja fram. Ég er að átta mig betur á eins og aðrir hér hversu mikið ég þarf að efla sjálfa mig í að sjá fyrir mér hvert markmiðið er og hvernig ég get haft mælanleikan skýran fyrir nemendum líka.
      Ég sá t.d. ótrúlega flott plagg á vegg í 3. bekk. Þar var verið að taka fyrir hvernig sögugerð er metin. Það voru nokkrir þættir teknir með s.s. myndskreyting, stafsetning, skrift og fleira. En á eftir hverjum matsþætti var búið að setja inn dæmi og stigafjölda. T.d. í myndskreytingu fær maður 3 stig fyrir að nota 4 liti eða fleiri, 2 stig fyrir að nota 2 liti og þess háttar (man þó ekki alveg tölurnar). Þarna er verið að vinna með ungum börnum, en strax þarna í 3. bekk verða þau meðvituð um hvað er ætlast til af þeim þegar þau skrifa sögur. Mér fannst þetta plagg svo mikil snilld þegar ég sá það uppi á vegg, en áttaði mig ekki á því fyrr en nú að þetta er bara ótrúlega mikið í anda fræðimannanna „okkar“ .
      Ég hef því miður ekkert komment sem er á öndverðum meiði við bloggið, en er þakklát fyrir pælingarnar sem sitja eftir í kollinum mínum.

      • Takk fyrir Elín. Það gleður mig að þér fannst þetta góð og gagnleg lesning. Gott dæmi sem þú tiltekur af yngsta stigi, sem glæðir vonir um að það sé verið að vinna góða vinnu í markmiðssetningu. En, án efa liggja mikil tækifæri í styrkja nám og kennslu almennt með því að styrkja vinnu í gerð námsmarkmiða, gera hana markvissari í skólakerfinu í heild.

        Bestu kveðjur,
        Þorvaldur.

  • In reply to: Þorvaldur Halldór Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Mynd 1. Úr bók Hróbjartar Árnasonar og Stig Skovbo (2010). Ég var búinn að lofa mér því að skoða þ […] View

    Takk fyrir kommentið 🙂

  • In reply to: Þorvaldur Halldór Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum 2016 Mynd 1. Úr bók Hróbjartar Árnasonar og Stig Skovbo (2010). Ég var búinn að lofa mér því að skoða þ […] View

    Takk fyrir kommentið. Já, ég er sannfærður um að fundurinn verði dýnamískari fyrir vikið. En, auðvitað verður aðferðin að hæfa tilefninu. Miðlunaraðferðin gagnast kannski ekki alltaf.

  • Mynd 1. Úr bók Hróbjartar Árnasonar og Stig Skovbo (2010).

    Ég var búinn að lofa mér því að skoða þarfagreiningu (e. needs analysis) fljótlega í tengslum við verkefnavinnuna mína í SFFF, þetta fyrsta stig kennsl […]

    • Virkilega gaman að lesa þetta hjá þér Þorvaldur. Þetta hefur greinilega verið velheppnaður fundur. Ég held (veit í mínu tilviki) að við séum svo fljót að grípa í það sem við kunnum. Okkur langar að breyta til en svo leggur maður ekki í það, það gæti misheppnast. Svo við höldum áfram að gera það sem við þekkjum og kunnum þrátt fyrir að það gangi kannski ekki sértaklega vel, oft gengur það vel – ekki misskilja mig:-) Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér starfsmannafundum í vinnunni, þeir eru alltaf eins. Leikskólastjórinn reynir að halda stjórn, gengur það nú ágætlega, hún sendir alltaf út dagskrá fundarins og svo er hún útprentuð á að borðum fyrir þá sem vilja skoða. Ég ætti kannski að fá að prufa, setja dagskrána upp svona, hafa spurningu til að svara, gera eitthvað til að gera fundinn „huggulegri“ og sjá hvort hann verði þá „efnismeiri“ ef svo má segja. Tek þig mér til fyrirmyndar Þorvaldur, spjalla við stjórann á morgun og sé hvort ég geti ekki gert eitthvað sniðugt á starfsmannafundi í næstu viku:-) kveðja Anna

    • Til hamingju með þetta Þorvaldur og gaman að fá innsýn í þennan flotta fund hjá þér 🙂 Já við erum svo föst í daglegum venjum og rútínum okkar og þess vegna er svo frábært að fá tækifæri til að spreyta okkur á því sem við erum að læra. Þetta gefur manni sko byr undir báða vængi. Takk fyrir 🙂

    • Takk fyrir þetta Þorvaldur. Virkilega góð leið til að ná til allra fundarmanna og vekja áhuga á málefninu. Síðast en ekki síst að fólk finni að þeirra framlag/skoðun skiptir máli.
      Kv. Sigurborg

    • Gaman að heyra af því hvernig þú nýtir miðlunaraðferðina og virkjar þar með fundarmenn til þátttöku Þorvaldur. Þetta er eitthvað sem mætti gera meira af á fundum almennt. Áhugavekjandi og sjónrænt 🙂

      ,,Enginn einn yfirgnæfði fundinn með sínum eina rétta sannleika heldur tóku allir þátt og allir komu skoðunum sínum á framfæri.“ Mjög góður punktur!

      Kv. Þórgunnur

  • Tímapöntun, veffundur:
    17. mars: Kynning á þema/grein.
    28. apríl: Kynning á þema/grein.
    kv.
    Valdi.

  • In reply to: thorunn wrote a new post on the site Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra Í þessari kynningu fjalla ég um þá þætti sem hafa áhrif á fullorðna námsmenn.  Innri hvatir og utanaðkomandi áhrif hafa mikil áhrif á […] View

    Takk Þórunn fyrir góða skýrslu.

    Það sem vekur athygli mína er m.a. eftirfarandi og langar að leggja orð í belg:

    1. Styrkir og þróunarverkefni virðast ekki byggja á langtímahugsun: Íslensk menning hefur átt í vandræðum með langtímahugsun. Þetta er djúpstæður og sálfræðilegur þáttur sem snýr kannski að ófyrirsjáanleika í grunnatvinnuve…[Read more]

  • Ritdómur um bók Knud Illeris, Voksenuddannelse og voksenlæring.

    Sjá hér.

    • Athyglisverð umfjöllun. Vekur mann til umshugsunar um stöðu fullorðinsfræðslunnar og hvað stýri henni. Sérstaklega er það athyglisvert hvernig hann stillir upp atvinnulífinu annars vegar og hins vegar hinu persónulega sjálfi og samfélaginu. Það er mikið til í því sem hann er að segja. En hann er greinilega þunglesinn og talar til fræðimanna.

  • In reply to: Eyjólfur Guðmundsson wrote a new post on the site Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra Er kominn með í hendurnar bók Illeris sem heitir Adult Education and adult learning.  Ég hlakka til að lesa bókina og mun […] View

    Sæll Eyjólfur.
    Er með sömu bók á dönsku. Hafði hugsað mér að gera um hana ritdóm en ekki að kynna bókina neitt sérstaklega. Þannig að það er flott ef þú tekur að þér þann lið. Spurning hvort þú skoðaðir að bæta kenningakerfi hans inn á Wikisíðurnar okkar?

    Kv.
    Þorvaldur.

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra Ég var að hlusta á þetta myndskeið um uppbyggingu heilans. Þið gætuð haft gaman að því líka. Eitt af því sem er vert að s […] View

    TED.com er afar góður námsvefur. Þetta myndskeið um heilann er mögulega gott innlegg í pælingar um hvað virkar í kennslu eða hvað ekki virkar á nemendur. Það var þó ekki síst áhugavert að sjá hve lítið er vitað um heilastarfsemina (mörg grá svæði ólituð enn sem komið er). Svona er það nú.

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra Fólk sem lærir um og rannsakar nám fullorðinna er fyrst og fremst upptekið af skipulögðu námi fullorðinna – og þá sérstaklega n […] View

    Frábærar pælingar sem ýta undir athygli okkar á því námi sem fer fram utan ,,skíðabrautanna“. Mikilvægt.

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra Var að birta stuttan pistil  um stéttarfélög og fræðslumál ásamt leslista og viðtali við Árna Stéttarfélö […] View

    Það er athyglisvert að hlusta á viðtal við formann SFR í ljósi þess að stéttarvitund á vinnumarkaði minnkar ár frá ári. Stéttarfélög eru í varnarbaráttu á vettvangi margræðni vinnuaflsins og sérþekking er í hávegum höfð. Það er eins og að ára verkalýðsbaráttunnar sé ekki lengur fyrir hendi, að berjast fyrir bættum kjörum og sameiginlegri stéttar…[Read more]

  • In reply to: Sif Böðvarsdóttir wrote a new post on the site Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra   Nokkrir mjög hráir punktar úr viðtalinu, vonandi gagnast þeir einhverjum 😉 Byrjaði sem starfsnám fyrir stuðningsful […] View

    Takk fyrir þetta.

  • Load More