Hver er ég |
Sæl og blessuð ég heiti Soffía og starfa í Keili þar sem ég sé um nám á Háskólabrú. Það er nám sem er ætlað fullorðnu fólki og að námi loknu öðlast nemendur ígildi stúdentsprófs. Ég lærði ferðamálafræði í Salzburg, tók Ba-próf í félagsfræði og MPA nám í stjórnsýslufræðum frá HÍ. Ég hef starfað í einkageiranum og hinum opinbera. í vor mun ég ljúka langþráðu kennsluréttinda námi. Fyrir 12 árum þegar ég starfaði sem kennslustjóri ferðagreina í MK hóf ég nám í kennsluréttindum. Átti ég eftir 2 áfanga þegar ég fluttist til Danmerkur. Þá var ég sannfærð um að ég þyrfti ekki að ljúka þessu prófi þar sem ég ólíklega færi að kenna eða starfa í skóla. En engin veit sína ævina fyrr en öll er! Hér er ég og nýt þeirra forréttinda að geta verið að vinna og stunda skemmtilega áfanga sem gefa mér mikið í minni vinnu. Hlakka til haustannarinnar!
|