• Sigríður Konráðsdóttir posted an update 7 years, 11 months ago

    Ein lítil spurning varðandi fræðilegu skrifin. Í þessum íslensku ritgerðum er mjög gjarna enska orðið í sviga …individual growth (e. vöxtur einstaklingsins)….
    Ég gerði það sumsstaðar í síðasta verkefni till útskýringar, aðallega þegar ég var sjálf að þýða eitthvað og var ekki viss um að ég væri með hefðbundnu þýðinguna svona fræðilega séð. Þú nefndir í umsögninni að ég þyrfti ekki að segja frá orðaforðanum. Áttirðu við þetta, þessar orskýringar? Er í lagi að sleppa þeim bara?

    • málið með orðaforðann var… að mér fannst þú hefðir mátt einbeita þér – í þessum stutta texta – að viðfangsefninu í stað þess að tala um ritun verkefnisins (s.k. metaumræðu, umræðu um það sem maður er að gera. Hún á stundum rétt á sér, en þegar maður hefur svona lítið pláss… trúlega ekki ;-)…

      Stundum þegar maður þýðir ensk orð þá er ekki úr vegi að setja þýðingu (e. translation) orðsins í sviga á eftir Í FYRSTA skipti sem maður notar orðið, og ekki aftur. En bara til að tryggja skiljanleika.