• Voksenundervisning
    Formidling i praksis

    Höfundar: Mogens Christiansen og Gert Rosenkvist.
    Hans Reitzels Forlag, Kaupmannahöfn 2008.
    ISBN: 978-87-412-5155-4.
    Þegar að ég í lok janúar hélt aftur til Spánar […]

  • Sæl.
    Auk minna 70% er ég að hugsa um að hafa mín valfrjálsu 30% með eftirfarandi hætti:
    5%: Þjónustuverkefni; skýrsla af fyrstu staðlotu.
    10%: Bókarkynning á „Læring“ eftir Knud Illeris. Skilað á […]

  • Bókadómur

    Auður Leifsdóttir

    Wahlgren, Bjarne: Voksnes læreprocesser. 2010 Akademisk Forlag, København. 221 síður, kilja.

     

    Bjarne Wahlgren er prófessor í fullorðinsfræðslu og yfirmaður á Nationalt […]

  • Viðtal við Inga Vífil Guðmundsson um Facebook og Linkedin.
    Ég var svo heppin að hitta ungan mann sem heitir Ingi Vífill Guðmundsson og starfar við markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Til þess að fræðast um […]

  • Þegar að ég fór að leita og lesa aðeins um markaðsmiðlun á netinu, birtist hugtakið „Multi-level marketing“ fljótlega. Greinin sem ég las heitir „Multi-level marketing, familiens sorte får?“. Multi level marketing […]

  • Teaching for transfer.

    Ég er í þessari viku búin að vera að lesa töluvert í fræðunum okkar, bæði bókunum og efni sem vísað er í. Eitt hugtakið sem birtist aftur og aftur er hugtakið „transfer“ og þá í […]

    • Frábærar pælingar Auður. OG takk fyrir að setja slóðir í efnið sem þú varst að skrifa um með í póstinn.
      Ég leyfi mér að bæta aðeins við:
      Hér er hugarkort frá mér um yfirfærslu náms… þ.e.a.s. Hvernig stuðlar kennari að því að það sem nemandi hans lærir leiði til þess að það beytist eitthvað í vinnunni eftir námskeiðið?
      Svo er hér það sem ég hef safnað í Diigo safnið mitt um yfirfærslu

    • Takk fyrir þetta Auður. Ég var að ljúka við að horfa á þessi myndskeið. Þetta er mjög fróðlegt og ótrúlegt hvað netið er mikill hafsjór af gagnlegu efni fyrir okkur. Maður gæti verið að skoða þetta allan sólarhringinn.
      Það sem mér fannst gagnlegast úr fyrirlestri Bjarne Wahlgreens er eftirfarandi:
      Til að hvetja til þess að yfirfærsla (transfer) eigi sér stað eru nokkur atriði sem skipta máli.
      Hver er tilgangurinn með náminu? Markmið og tilgangur þess sem verið er að læra þarf að vera skýr í upphafi.
      Hvers vegna er erfitt að nota það sem við lærum?
      Vani, erfitt að breyta venjum og gera e-ð nýtt. Hvort sem það eru góðar eða slæmar venjur. Ég er vön að gera þetta svona og það virkar, það er svo mikið vesen að breyta því (sbr. kennsluaðferðir t.d.).

      Mikilvægt að setja sér markmið.

      Tenging á milli þess sem verið er að kenna og aðstæðna sem á að nota það í.

      Gott ef kennarinn getur verið “back up” persóna þegar kemur að því að nota það sem maður lærði í raunverulegum aðstæðum.

      Upprifjun á því sem maður lærði er gagnleg, talaði hann um einhverskonar upprifjun c.a. 2 vikum eftir námskeiðið.

      Stuðningur, að geta rætt námsefnið

      Við leggjum of mikla áherslu á kennsluna, það þarf að leggja meiri áherslu á notagildið.

    • Takk fyrir þetta innlegg þitt Auður um yfirfærslu. Ég er ein af þeim sem er mjög dugleg að sækja námskeið í símenntun enda er það hluti af mínum kjarasamningum sem grunnskólakennari. Námskeiðin sem ég sæki eru af ýmsum toga og gæði þeirra jafnframt. Oft stend ég mig að því að fara á námskeið t.d. Tove-Krogh þroskapróf (vinnuveitandi sendi mig) hef full réttindi til að leggja fyrir þetta próf en hef aldrei lagt það fyrir nemendahóp og ég spyr mig „til hvers kann ég þetta“. Það eru ekki öll námskeið í símenntun sem kveikja neistann að halda áfram með efnið þegar á vettvang er komið en sem betur fer eru það þó einhver. Þegar námsmaður hefur nám eftir langt hlé sbr. viðmælendur Kristínar Aðalsteinsdóttur í Lífsfyllingu þá er allt annað upp á tengingnum, að mínu mati, því þá er námsmaðurinn „sólginn“ í fræðslu. Fullorðnir einstaklingar með reynslu af vinnumarkaði, fjölskyldu og fleiri skuldbindingar. Það að sækja sér menntun hefur einhvern tilgang fyrir þá og yfirfærslan verðum þeim auðveldara í mörgum tilfellum því það er grunnur til staða til að byggja á. Mér dettur stundum í hug orð föður míns varðandi stærðfræðinám mitt „þú byggir ekki píramídann frá toppi og niður“ og þess vegna átti ég að leggja rækt við stærðfræði námið strax frá upphafi. Það má heldur ekki gleyma að ef námið gengur vel þá eflist sjálfstraustið, gagnrýnin hugsun og námsmaðurinn öðlast persónulegan þroska og etv. breytt viðhorf til menntunar. Lykillinn fyrir okkur í þessu sambandi og jafnframt þrautin er að átta okkur á hvernig við sem kennarar stuðlum að breytingum / yfirfærslu hjá þeim sem sækir námskeið hjá okkur.

    • Langar að leggja orð í belg.

      Ég hef verið að lesa bók, sem kannski er ekki svo fræðileg en heitir „How tp Teach Adults“. Hún er skrifuð af Dan Spaldin háskólakennara nokkrum sem kennt hefur „eldri“ nemendum í mörg ár. Hann s.s hefur tekið saman í bók hin ýmsu mál sem við koma fullorðinsmenntun út frá sjónarhorni kennarans. Þetta er mjög áhugavert því við eru svo mikið að fókusera á nemandann sjálfan en eins og hefur komið upp í spjalli hjá okkur þá þarf líka kennara með vissa þekkingu til að kenna fullorðnum. Spaldin segir einmitt snemma í bók sinni að það að vera sérfræðingur á einhverju sviði gerir mann ekki að góðum kennara.

      Þar nefnir hann einmitt líka hugtakið „Transmitting information“ í því samhengi að fyrsta hlutverk kennara er að yfirfæra þekkingu/upplýsingum til nemenda. Í framhaldi af því segir hann að til þess að nemandi geti meðtekið og nýtt sér þessa þekkingu (svo ekki komi til þessi sem Auður nefnir hér að ofan:….“Ef þessi yfirfærsla tekst ekki, þá á nemandinn erfitt með að skilja gagnsemi námsins og verður fráhverfur náminu.“) er mikilvægt að kennari geti sett sig í spor nemenda og séð hlutina út frá þeirra sjónarhorni. Þannig getur kennari hámarkað lærdóminn. „The ability to imagine is one of our most important teaching skills“ eru orð hans.

      • Ég var að kíkja í þessa bók í gær. Ég er sammála þér um að hún er kannski ekki fræðileg. En það eru samt margir áhugaverðir punktar í henni sem gerðu það að verkum að mig langar að lesa hana.

  • Undanfarna daga hef ég verið á bólakafi í að setja mig almennilega og enn frekar inn í hugtakið „markaðssetning“. Án þess að hafa vitað af því, hef ég oft gert markaðsáætlanir og langbest hefði verið fyrir mig að […]

  • Ég var í morgun að lesa um hugtak sem mér skilst að sé mjög útbreitt og þekkt og heitir „content marketing“. Í stuttu máli fjallar það um að fræða viðskiptavininn um vöruna, m.ö.o. að búa til þekkingu um ágæti […]

    • Frábært innlegg! Þetta finnst mér nefnilega mjög skemmtilegt fyrirbæri sem er alveg þess virði að skoða nánar. Þegar menn tala um „Content Marketing“ eru menn reyndar fyrst og fremst að tala um að „Markaðssetja innihald“ eða þekkingu, fræðslu. Það er fjöldinn allur af fólki sem heldur úti vefsíðum þar sem þeir „gefa“ fullt af upplýsingum um sit fag, fræða lesendur sína um ákveðna hluti og bjóða þeim svo að kaupa meira og/eða dýpra innihald, stuðning, handleiðslu o.s.frv.
      Svo eru líka margir farnir að tala um að námskeið séu ný leið til að selja eða markaðssetja vörur og þjónustu 😉

      ATH… munið endilega eftir að setja slóð í bloggfærsluna sem þið eruð að vísa í 😉

      • Sæl öll, enn og aftur.
        Auðvitað fann ég ekki akkúrat þann stað þar sem ég fann þessi skrif, en ég googlaði „marketing i Danmark“, en skal svo sannarlega setja hér eftir inn hlekki sem ég skoða. Það sem að mér fannst svo áhugavert við þetta hugtak fyrir okkur í okkar samhengi, er að yfirleitt er einhver aðdragandi að því að fólk fer í nám. Hugmyndin kviknar og þá er lag fyrir okkur að fræða fólk t.d. í bloggi, um hitt og þetta í sambandi við menntun; lítil frásögn um námsferli sem endar vel, spennandi samsetningar/tækifæri í námi, hvernig er hægt að púsla saman réttindanámi með vinnu, svo dæmi séu tekin. Og smátt og smátt síast það inn hjá þeim sem af tilviljun hefur rekið augun í þessar athugasemdir í „Bloggpóstinum“ að það sé etv. möguleiki að öðlast ákveðin réttindi, og tveim árum síðar, þá er það Bingó, og einstaklingurinn sér inn í t.d. MSS.
        Kveðja,
        Auður

      • ég var einmitt að velta þessu hugtaki fyrir mér; content marketing. Flott að fá samantekt um það. Í tilfellli MSS gæti það t.d. falist í fróðleiksmolum sem við setjum frá okkur í mismunandi formi; blogg, myndbrot af námskeiðum, póstar á feisbók og s.frv. Við höfum líka skoðað sérfræðiþekkingu innan stofnunarinnar, þar gæti ýmislegt legið sem vert væri að nota sem kveikju að því að fá fólk á námskeið. Í sambandi við það að miðla hugmyndum um áhrif menntunar þá er það einmitt hluti af því sem ég vil koma í verk, þarf að koma því úr hugmynd í framkvæmd.

  • Auður Leifsdóttir became a registered member 10 years, 3 months ago