• Helena Gunnarsdóttir posted an update 7 years, 9 months ago

    Sæl öll

    Ég er í MA námi í þroskaþjálfafræði. Útskrifaðist með BA í uppeldis- og menntunarfræði í fyrra vor. Ástæðan fyrir því að ég fór í þroskaþjálfafræði er sú að mér fannst það sem ég lærði í grunnnáminu mínu ekki ná að fara yfir allan þann fjölbreytta nemendahóp sem stundar nám á öllum skólastigum, allt frá leikskóla og upp í háskóla. Ég hef mikinn áhuga á að tengja efni námskeiðsins við fræðslu og menntun fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun eða aðrar skerðingar og finnst sérstaklega áhugavert að skoða t.d. diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun sem Menntavísindasvið HÍ býður upp á. Ég hef einnig áhuga á að skoða önnur náms- og fræðslutækifæri sem þessum hópi býðst til dæmis eftir að framhaldsskóla lýkur. Fyrir mér snýst menntun og það að hafa val um menntun á fullorðinsárum, fyrst og fremst um mannréttindi.

    Ég hlakka til að vinna með ykkur á næstu mánuðum 🙂
    Kær kveðja, Helena