Söguleg smásaga – staðlota 1 FNA 2012
Private Group active 12 years, 1 month agoStílfærð lýsing á staðlotu 1 – FNA haust 2012. Fyrir þátttakendur námskeiðsins „Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra“.
Tilgangurinn að búa til lokaðan vettvang fyrir þá sem eru að reyna að hella sér í lestur um efni námskeiðsins og byrja að taka viðtöl, skrifa prófíla eða bókadóma og þar fram eftir götunum eftir fyrirfram gefinni forskrift eða formúlu.
Þetta er nokkurskonar upphitunartexti fyrir nemendur með ritstíflu. Formið er frjálst en fyrsti hlutinn fjallar um staðlotu 1 sem er nýlega afstaðin.
Hugmyndin er að áhugasamir sameinist um einn léttan texta sem er ekki skylda en tengist kúrsinum á einhvern hátt.
Svo þjálfast maður í þessari vefnotkun, sérstaklega þeir sem lærðu ritvinnslu á venjulega ritvél á áttunda áratugnum eða þaðan af fyrr.