Your site
18. apríl, 2024 22:29

Innlifunaraðferð og tjáning

Aðferð: Biblíódrama (Söguspuni sem aðferð í fjölmenningarfræðslu fullorðinna)

Flokkur: Innlifunaraðferð og tjáning

Tilgangur við kennslu:

o   Virkja þátttakendur

o   Skapa námsandrúmsloft

o   Vekja áhuga

o   Ýtir undir samræður

o   Úrvinnsla námsefnis (fjölmenningar og trúarbragða)

o   Efla skapandi hugsun

o   Tilbreyting

o   Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum

o   Byggja brýr brýr milli notenda sagnaspuna

 

 

Virkni nemenda  Nauðsynleg hjálpargögn og tæki  Efni sem kennari hefur tekið saman (t.d. setningar úr námsefninu)
X Sjálfstæðir og virkir
X Virkir
X Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími   kennslustund
Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda    
Nemendur Óvirkir Best með hópi frá ca 7

Markmið aðferðarinnar

„Biblíódrama, sem byggir á hlutverkaleik trúarlegs texta, virðist vera ákjósanleg aðferð til að ná markmiðum millimenningarlegra en umfram allt þvertúarlegra samræðna.“ (Orðið og verkið)

Með því að nota Biblíódrama sem aðferð í millimenningar- og þvertúarlegri menntun er verið að sýna viðleitni til að mæta félagslegri andúð á „hinu frábrugðna“ og „hinu framandi“ sem oft virðist vera birtingarmynd ýmis konar öfgahegðunar sem að öllu jöfnu krefst afdráttalausra viðbragða. Með því að nota hana er verið að byggja brýr milli notenda sagnaspuna.Bibliódrama er tæki til notkunar í kennslu um fjölmenningu og trúarbrögð.

Lýsing

Sagnaspuni er aðferð til að setja lykilsögur og persónur  á svið og er tæki til að auka skilning á textum.  Með því að nota aferðina fær fólk tækifæri til að endurspegla reynslu sína og tilfinningar í gömlum lykilsögum og þeirri lífsspeki sem birtist í fornum ritum og mótar enn sjálfsmynd okkar. Bibliódrama er samheiti yfir nokkrar aðferðir sem eru kennslufræðilega ólíkar en hafa allar
skilað verulegum árangri við að auka skilning fólks á trúarlegum textum, jafnt textum eigin
trúarbragða sem annarra. Í biblíódramasmiðjum fá þátttakendur að leika hlutverk persóna úr heilagri ritningu og setja biblíusögur á svið. Af því leiðir að þátttakendur fá tækifæri til að upplifa og skilja betur það sem Biblían hefur að geyma.

Nokkrar stefnur eru innan Biblíódrama t.d. stefna byggð á geðleik (frjáls túlkun á texta með hlutverkaleik ) og biblíóloggi (sem gengur út frá nákvæmri greiningu á Orðinu með því að leggja spurningar fyrir persónur úr völdum texta og svara spurningum fyrir þeirra hönd).

Uppbygging tímans fer eftir því hvaða stefnu (aðferð) innan Biblíódramans er beytt. Sem dæmi um uppbyggingu í tengslum við geðleik þá eru stigin þrjú og skiptast í upphitun, leik og samantekt á ferlinu. En meginhluti biblíódramtíma felst í því að leika atriði úr sameiginlega völdum og upplesnum texta. Orðið er upphafspunktur spuna sem fær alla til að taka þátt, er gagnvirkur og gefur þátttakendum tækifæri til að takast á við ólíkar túlkanir og viðhorf. Íhugun í lok tímast er mikilvægur þáttur í ferlinu. Hún getur verið í formi umræðu eða listræn athöfn sem gefur svör við þeim lykilspurningum sem voru til grundvallar verkefnisins.

Afbrigði

Leikræn tjáning- er aðferð innan innlifunar og tjáningarflokksins sem hefur það að markmiði að efla ímyndunarafl og sköpunargáfu ásamt því að efla skilning á mismunandi aðstæðum og hæfni nemenda til að setja sig í spor annarra. Ennfremur skerpir hún athyglisgáfu og skjynjun. Mögulegt er að nota aðferðina í fjölmörgum námsgreinum og er meginkostur hennar talinn vera að nemendur eru virkir og þeim er gert mögulegt að nálgast námsefnið með lifandi hætti. Fjölmargar kennsluaðferðir falla undir leikræna tjáningu samkvæmt bók Ingvars Sigurgeirssonar (Litróf kennsluaðferðanna) s.s. leikrænar æfingar, tengsla- og traustsæfingar, leikspuni, skynjunar- og einbeitingarleikir.

Heimildir

Björg Árnadóttir og fl. 2013. Orð og gjörð. Biblíódrama sem aðferð í fjölmenningarfræðslu fullorðinna. The Bielsko Artistic Associoation Grodzki Theatre.

 

Ingvar Sigurgeirsson. 2013. Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan.

Lifelong learning programme. (2013). Um biblíódrama og BASICS verkefnið. Sótt af: http://www.basicsproject.eu/index.php?lang=is

Skildu eftir svar