Your site
16. apríl, 2024 07:11

Hlutverkaleikur

Kennsluaðferð 2

Aðferð:    Hlutverkaleikur

Flokkur:   1. Umræðu og spurnaraðferðir

Tilgangur við kennslu:

 

Þessi aðferð er sérstaklega góð vegna þess hve auðvelt er að koma því umræðuefni að sem skiptir máli innan hópsins hverju sinni. Með þessari aðferð geta nemendur líka fengið tækifæri til að taka þátt í skipulagi áfangans og ákveða markmið hans. Það er t.d. hægt á auðveldan hátt að taka lýðræðislega ákvörðun um lengd kaffitíma með þessari aðferð. Þessa aðferð er hægt að nota á hvaða tímapunkti sem er í kennslunni, þó þarf að gæta þess að nægur tími sé gefin ef farið er af stað.

Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Spjöld eða hattar í réttum litum  Pappír og skriffæri
x Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Ca. 40 min
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir 6-10 10 manns

 

Markmið aðferðarinnar

Að vekja til umhugsunar og þjálfa gagnrýna hugsun. Góð aðferð til að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar og taka tillit til skoðan annarra. Góð aðferð til að efla lýðræði innan hópsins í ákvarðanatökum um ýmiss málefni t.d. ef einn þátttakandi telur sig talsmann hópsins eða annar vill stjórna því hverjir lenda í hópi saman.

 

Lýsing

Sex hatta – hlutverkaleikurinn byggist á því að hattarnir sex hafa sinn hvorn litinn. Og litur hvers hatts ræður því á hvaða hátt sá sem hefur hattinn á höfði talar um málefnið sem til umræðu er. Hér á eftir er lýsing á eiginleikum hattanna. Þessi leikur byggist á aðferð sem kallast „sex-hatta-aðferðin“ og er höfundur hennar Edward de Bono.

  • Hvíti hatturinn þýðir að sá sem er með hann verður að tala um staðreyndir málsins og þarf að gæta hlutleysis. Hvíti hatturinn þýðir í raun „skoðum hvaða gögn við höfum og drögum ályktun af því“
  • Rauði hatturinn talar fyrir tilfinningum og innsæi án þess að viðkomandi hatteigandi þurfi nokkuð að rökstyðja sína skoðun.
  • Svarti hatturinn túlkar gagnrýni og varkárni. Þessi hattur á að benda á af hverju hlutirnir gangi ekki eins og til er ætlast miðað við væntingar og staðreyndir málsins. Sá sem ber svarta hattinn þarf ætíð að færa rök fyrir sínu máli.
  • Guli hatturinn boðar bjartsýni, nýjar hugmyndir og lausnir. Sá sem gula hattinn ber á að sjá það jákvæða og góða í öllu og beina athygli viðkomandi að því.
  • Græni hatturinn boðar nýja sýn t.d. skapandi hugsun og ferskar uppástungur. Með þennan hatt á höfði má leyfa sér að hugsa stórt.
  • Blái hatturinn stjórnar. Sá sem er með bláa hattinn ræður hvaða hattur fær að tjá sig fyrst og í hvaða röð þeir tala. Hann tekur saman og heldur utan um efni umræðunnar.

 

Leikurinn felur í sér að þátttakendur fá ákveðið umræðuefni til að tala um. Stjórnandinn ber bláa hattinn og stjórnar tímanum og í hvaða röð hattarnir fá að tala en tekur að öðru leiti ekki þátt í umræðunni. Ágætt er að gefa hverjum hatti ca. 5 mín til að tala um efnið. Þátttarstjórinn verður að stoppa leikinn ef umræðan er að fara út af sporinu eða sá hattur sem hefur orðið hverju sinni er að gleyma sér og er farinn að tala máli annarra.

Hér má hugsa sér að kennari geti tekið hvaða viðeigandi málefni sem er og fengið þátttakendur til að ræða um. Það getur t.d. verið lengd á kaffitímum, eiga þeir að vera í 10 eða 20 mín? Á að seinnka innlögn í kennslustund vegna þeirra sem mæta alltaf of seint? Er sýnikennsla nauðsynleg fyrir nemendur til að skilja innihald áfangans? Mælir eitthvað með eða móti jafningjamati?

 

Heimildir

Bono. de. E. Sótt af vef 15.03.2016. http://www.debonoforschools.com/asp/six_hats.asp

Helga Björk Pálsdóttir. Lausnaleikir í námi fullorðinna. (2007). Sótt af vef http://www.frae.is/media/70890/13-f3f3d3f8-101a-4f10-b849-d108fa5a413f-_gatt2007_59-61.pdf

Ingvar Sigurgeirsson. Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík. Æskan. (1999).

Ingvar Sigurgeirsson. Að mörgu er að hyggja. Rykjavík. Æskan. (1999).

Sigrún Jóhannesdóttir. Handbók um aðferðir. (2009). (Óútgefið efni).

 

 

Skildu eftir svar