Your site
28. mars, 2024 11:13

Ráðstefnan: Nordisk konferanse om innsatser for sosialt entreprenørskap og sosial innovasjon

20160310_105414

Hvernig getum við búið í haginn fyrir félagslega frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun? Hvað hefur gengið vel og hvað getum við lært af þeim verkefnum sem unnin hafa verið að á þessu sviði? Hver er staða frumkvöðla í nútíð og framtíð? Ofangreint voru helstu viðfangsefni ráðstefnunnar: Nordisk konferanse om innsatser for sosialt entreprenørskap og sosial innovasjon en ég var bæði þátttakandi á ráðstefnunni en ég flutti einnig erindi á fyrri degi ráðstefnunnar.

Breytingar, m.a.lýðfræðilegar, tæknilegar, kalla á nýjar lausnir og nýsköpun við þróun og framkvæmd þjónustu og efni ráðstefnunnar á því brýnt erindi til samtímans. Auk þess er mikil þörf á að miðla þekkingu um þá möguleika, áskoranir og hugsanlegar takmarkanir sem upp geta komið innan velferðarþjónustunnar. Upplýsingar til notenda um tækifærin sem í þessu kunna að felast eru einnig nauðsynlegar. Hér er að finna nánari umfjöllun um ráðstefnuna.

Skildu eftir svar