Your site
28. mars, 2024 12:44

Hópavinna fullorðna námsmanna

Favor, J. K., & Kulp, A. M. (2015). Academic Learning Teams in Accelerated Adult Programs Online and On-Campus Students’ Perceptions. Adult Learning, 26(4), 151-159.

 

Höfundar greinar og listi yfir helstu greinar

 

Dr. Judy Favor er með B.S. í íþróttakennslu, M.S. gráðu í námsráðgjöf og Ph.d. í

Judy Favour hefur auk þessarar greinar skrifað:

Favor, J. (2012). Adult students’ perceptions of long-functioning cooperative teams in accelerated adult degree programs. Journal of Continuing Higher Education, 60, 1- 8.

Lumpkin, A., & Favor, J. (2012). Comparing the academic performance of high school athletes and non-athletes in Kansas in 2008-2009. Journal of Sport Administration & Supervision, 4, 41-62.

Favor, J.K (2011). The relationship between personality traits and coach ability in NCAA Divisions I and II female softball athletes. The International Journal of Sport Science and Coaching, 6, 301-314.

Favor, J.K. (2011). Evaluating coach ability in prospective college athletes. Journal of Coaching  Education, 4, 65-82.

 

Samkvæmt scholar.google.com eru engar tilvitnanir í greinina, en greinin var fyrst birt í júní 2015.

 

Rannsóknin og rannsóknarspurningar

Í þessari rannsókn var verið að meta viðhorf fullorðna fjarnema og staðnema í viðskiptagreinum til hópavinnu. Rannsóknin náði bæði til grunnnema sem og fjarnema. Viðskiptafræði námið í Midwestern háskólanum, þar sem rannsóknin var gerð, er byggt á hraðnámskeiðum sem nemendur taka og vara þau yfirleitt í 5-8 vikur . Staðnemar mæta í tíma á kvöldin og geta því verið í vinnu samhliða náminu. Fjarnemar vinna alla vinnuna í gegnum tölvu og hitta því hvorki samnemendur né kennara á meðan námskeiði stendur.

Í viðskiptafræðináminu byggist námið upp á mikilli hópavinnu. Hóparnir samanstanda af þremur til sex nemendum í hóp sem byrja að vinna saman í fyrsta tímanum og halda þau hópinn út námskeiðið. Flest hraðnámskeið fela í sér fleiri en eitt hópverkefni en vægi þeirra er að hámarki 40%. Höfundar greinarinnar halda því fram að jákvæð áhrif hópverkefna hafa verið skoðuð vel en flestar þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið eru um yngri námsmenn og í lengri námskeiðum. Því er lítið vitað um áhrif hópverkefna á fullorðna námsmenn sem stunda nám í hrað námskeiðum líkt og þessi rannsókn gerir.

 

Þær spurningar sem höfundar leituðust svara við voru eftirfarandi:

  1. Líkuðu við hópinn sinn
  2. Væntingar til afkastagetu hópsins
  3. Vinnuálag væri dreift milli hópmeðlima
  4. Skynja/meta ágreining
  5. Vilja frekar vinna í hóp
  6. Trúa að hópavinna bæti meira við námið

Rannsóknaraðferð

 

Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og var þetta þversniðsrannsókn. Gögnum var safnað á rafrænan hátt en send voru spurningarblöð á grunn- og framhaldsnemendur í viðskiptafræði í Midwestern háskólanum.


Niðurstöður

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddi í ljós að ekki skipti máli hvort nemendur væru grunn- eða framhaldsnemar, fjar- eða staðnemar þegar kom að viðhorfum nemenda til hópavinnu, væntinga þeirra til hópsins, ágreinings og/eða verkaskiptingu. Rannsakendur benda þó á að fjarnemar vilja fremur einstaklingsverkefni heldur en staðnemar sökum þess að þeim þótti hópverkefni ekki auka þekkingu þeirra á viðfangsefninu.

Niðurstöður sýndu að nemendur, hvort sem þeir stunduðu stað- eða fjarnámi eða væru í grunn- eða framhaldsnámi, voru almennt með jákvætt viðhorf til hópavinnu og hópmeðlima. 64%-65% nemenda töluðu um að lítið væri um ágreining milli nemenda í hópnum. Grunnnemar sem voru í staðnámi voru líklegri til að upplifa jákvæðar væntingar þegar kom að afkastagetu hópsins (64%) heldur en þeir grunnnemar sem voru í fjarnámi (57%). Þetta snérist við hjá mastersnemum, þar sem fjarnemar voru líklegri (63%) til þess að upplifa meira samræmi milli væntinga og afkastagetu heldur en staðnemar (59%). 70% grunnnema í fjarnámi og 63% framhaldsnema í fjarnámi fannst vinnuálag vera jafnt skipt milli hópmeðlima. Á meðan 63% af staðnáms grunnnemum fannst það jafnt skipt samanborið við 59% af framhaldsnemum í staðnámi.

Meiri munur sást milli hópa þegar kom að gagnsemi hópverkefna og nýtingu þeirra. En 24% grunnnema í fjarnámi og 41% grunnema í staðnámi vildu frekar vinna í hóp heldur en einir. 30% grunnnema í fjarnámi töldu hópavinna hjálpa þeim í námi og 52% grunnnema í staðnámi. Af mastersnemum óskuðu 38% af fjarnemum eftir hópavinnu og 46% af staðnemum. 39% af fjarnemum upplifðu hópavinnu hjálpa sér í námi og 52% af staðnemum.

 

Í greininni fjalla höfundar um mikilvægi þess að kennarar sem vinna með fullorðnum námsmönnum ættu ekki að gera ráð fyrir því að nemendur gætu skipt verkefnum jafnt á milli. Kennarar ættu heldur ekki að búast við því að væntingar nemenda sinna til námsins séu þær sömu hjá öllum eða að hvatinn fyrir því að fá háar einkunnir þegar kemur að því að vinna hópverkefni sé til staðar. Þessi rannsókn bendir til að fullorðnir nemendur séu almennt metnaðarfullir en það getur þó valdið gremju hjá þeim að vinna hópverkefni með nemendum sem eru ekki með sömu markmið og væntingar til námsins og þeir sjálfir. Kennarar ættu einnig að hafa það hugfast að fullorðnir nemendur gætu þurft sömu aðstoð, leiðbeiningar og/eða inngrip og aðrir nemendur.

Þegar kennari sem kennir í fjarnámi setur fyrir hópverkefni er æskilegt að hann þrói leiðir til að aðstoða nemendur til að koma sér í samband við aðra með til dæmis föstum umræðutímum. Án þeirra getur verið erfitt fyrir fjarnema að mynda hóp og getur það valdið gremju ef nemendur fá ekki svar frá samnemendum sínum þegar kemur að hópamyndun.

Umræða sem höfundar segjast bæta við viðfangsefnið

 

Niðurstöður þessarar rannsóknar geta aðstoðað kennara til að skilja betur hvernig fullorðnir námsmenn upplifa hópaverkefni og námið sitt í gegnum hópavinnu, burt séð frá hvernig kennsluform er notað, þá fjarnám eða staðnám. Auk þess varpar hún ljósi á þær væntingar og þau viðhorf sem nemendur hafa til hópavinnu hefur áhrif á upplifun þeirra á námið. Mikilvægt er að kennarar geri sér grein fyrir og skilji áhrif hópaverkefna á nám fullorðinna og hanni því verkefni með það að leiðarljósi að minnka gremju meðal nemenda og auki afkastagetu í námi.

Álit þitt á framlagi greinarinnar til fræðanna?

 

Þessi grein gefur margt til fræðanna. Hún gefur okkur vísbendingar um hvað þarf að hafa í huga við hönnun námsferla og hvað kennarar þurfa að hafa í huga þegar kemur að aðstoð til nemenda. Einnig sýnir þessi grein okkur mikilvægi þess að skoða einstaklingsmun nemenda á því hvort hópverkefni hennti eða ekki. Ekki hentar það sama öllum og því er gott að gefa nemendum möguleika á að velja.

Skildu eftir svar