Your site
19. apríl, 2024 09:13

Stéttarfélög og fræðslumál

Eitt sem má hrósa íslenskum stéttarfélögum fyrir er það hvernig þau hafa tekið á menntunar og fræðslumálum. Flest stéttarfélög og sérstaklega regnhlífasamtökin hafa verið mjög virk í því að auka veg og virðingu náms, fræðslu og menntunar almennt innan sinna vébanda. Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins sagði mér eitt sinn að hann væri með það á hreinu að kjör rafiðnaðarmanna hefðu batnað til muna eftir að sambandið stofnaði Rafiðnaðarskólann og tók að hvetja og styðja félagsmenn til aukinnar menntunar. Ég þykist vita að óvíða hafi samstarf samtaka vinnuveitenda annars vegar og samtaka launþega hins vagar, um mennta og fræðslumál, hafi óvíða í heiminum gengið gengið jafn vel og hér á landi.

Um þessar mundir vinn ég með Menntanefnd BSRB sem er að undirbúa vinnu við nýja menntastefnu samtakanna. Sem liður í því átti ég viðtal við Árna Stefán Jónsson formann SFR um það hvers vegna stéttarfélög hafi verið að vinna í menntamálum.

Smelltu á myndina til að hlusta á viðtalið:

Árni Stefán Jónsson á vefstofu.

Árni Stefán Jónsson á vefstofu.

Það eru mörg mál sem vert er að skoða varðandi menntun og fræðslustarfsemi á vegum stéttarfélaga. Eitt sem er deginum ljósara er að störfin sem fólk vinnur eru óðum að verða flóknari og kröfurnar sem gerðar eru til fólks breytast hratt.

Það sem stéttarfélög virðast glíma við er annars vegar nýjar kröfur til hæfni félagsmanna til að sinna störfum sínum og hins vegar skilningur, vinnuveitenda og stjórnenda á nauðsyn þess að styðja við og hvetja starfsfólk sitt til að auka hæfni sína. Það sem flækir myndina enn meira er að betur menntaður starfsmaður kostar gjarnan meira og stofnanir sem fá afmarkað fé frá ríki til að reka sína starfsemi virðast þurfa að velja á milli þess að hafa hæft fólk í vinnu eða ódýrt…

Um þessar mundir er ég að vinna með stéttarfélagi í tengslum við menntastefnu þeirra. Hér er leslistinn minn:

 

Skildu eftir svar