• Hvernig fæ ég fólk á námskeiðið mitt?

    Spurningin beinir kastljósinu að markhópi námskeiðsins og að koma til hans nokkuð einföldum og skýrum upplýsingum. Samkvæmt Hróbjarti Árnasyni (2017) felur það í sér að […]

    • Þú ert alveg að selja mér þetta námskeið 🙂 Hef reyndar alltaf viljað fræðast um Olweusar áætlunina – og á vonandi eftir að gera það einhverntíman. Ég myndi samt gjarnan vilja vita hvenær námskeiðið yrði og hversu langan tíma hvert skipti væri – þ.e. svo ég geti ákveðið hvort ég komist 😉
      Kv. Björk

  • Read all about it! Sjá pdf.skjal hér.

  • In reply to: Aníta Jónsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Hér verður fjallað um bók eftir Robert F. Mager sem ber nafnið How to Turn Learners on…without turning them off: Ways […] View

    Vel gert Aníta 🙂
    Mager er sannarlega höfundur sem er samkvæmur sjálfum sér í að vekja áhuga á efninu. Svo þessi áhersla á hvað kennarinn ætlar einhvern veginn ,,að gera við“ nemandann en ekki ,,með“. Mig langar virkilega að lesa þessa bók eftir að hafa lesið bókadóminn. Minni svo á að ,,danska – kemur þér lengra!“. Það var lengi vel mottó í d…[Read more]

  • In reply to: Drífa Þórarinsdóttir wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Hvernig lærir fólk Að vinna með reynslu Ég var að lesa bókina „Working with experience̶ […] View

    Takk fyrir gott innlegg.

    Þetta á vel við hugmyndina að valdefla fólk (e. empower) eða að það valdeflist t.d. í störfum sínum. Það á ágætlega við kennarastéttina og þetta minnir mig á þátt dómgreindar í starfi sem Hargreaves og Fullan telja einn af þremur mikilvægum þáttum í myndun fagmagns (e. professional capital). Efling dómgreindar…[Read more]

  • Um bókarýni

    Heath, Dan og Chip. 2010. Switch: How to change things when change is hard. Broadway Books: New York. 320 síður.

    Fyrst var ég efins um að þessi bók hefði eitthvað með fullorðins […]

    • Sæll Þorvaldur.
      Takk fyrir mjög svo fína bókarýni. Mér finnst þetta efni mjög áhugavert og umfjöllun þín skýr og góð.
      Umræðan um fílatemjarann höfðaði sérstaklega til mín, ekki síst þegar fjallað var um lausnaleit, fornleifauppgröft og ofhugsun. Það var skemmtilegt og ég ætla að taka það til mín.
      Ég er í óða önn að skrifa bókarýni og finnst mjög gott að sjá hvernig þú hefur unnið þetta verkefni.
      Aníta Jónsdóttir.

  • Lesa sem pdf.skjal

    Switch! Á hverju þarft þú að kveikja í forystu og á vettvangi þegar breytingar eru óumflýjanlegar?

    Þorvaldur H. Gunnarsson

    Menntavísindasviði, Háskóla Íslands, Reykjavík, Ísla […]

  • Ritrýni – rannsóknargrein

    Þorvaldur H. Gunnarsson

    Farið á dýptina

    Leiðsögn um almenn námsmarkmið og sértæk atferlismarkmið áður en kennsla hefst

    Tög: Námsmarkmið; Learning Outcomes; Learning Objectiv […]

  • In reply to: Þorvaldur H. Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Markmiðsgerð og gildi námsmarkmiða í hönnun námsferla. Námsmarkmið eru ekki bara einhverjar létt […] View

    Sælar Drífa og Rakel og takk fyrir góðar athugasemdir.
    Gaman að fá sjónarhorn leikskólans í umræðuna. Þið nefnið báðar mikilvægi þess að fá nemendur til að vinna með í markmiðssetningunni. Þetta hefur mjög oft verið til umræðu en einhvern veginn ekki náð að festast almennilega í sessi. Séð út frá grunnskólanum þá er stýringin í námi…[Read more]

  • Markmiðsgerð og gildi námsmarkmiða í hönnun námsferla.

    Námsmarkmið eru ekki bara einhverjar léttvægar skylduupplýsingar um það sem er að fara að gerast í ákveðnu námsferli. Þau eru grunnurinn að sjálfu fe […]

    • Sæll Þorvaldudur og takk fyrir mjög svo greinagóða kynningu á rannsóknargreininni. Þú talar skýrt, röddin er þægileg og þú ert hnitmiðaður og með skýra kynningu sem gefur manni góða mynd af rannsókninni og niðurstöðum hennar.
      1.Hvað er athyglivert í niðurstöðum rannsóknarinnar?
      Það var í sjálfu sér ekki margt sem mér þótti athyglisvert en niðurstöður styðja mikilvægi þess að nemendur séu meðvitaðir um þau námsmarkmið sem lögð eru til grundvallar kennslu eins og kemur fram í námsefninu. Eins og kemur skýrt fram í Adult learnin bókinni, að byggja ofan á þá þekkingu sem þátttakendur taka með sér inn í kennsluna. Mér þótti áhugaverð umræða þín um gerð markmiða og stýringu að ofan. Við í leikskólunum höfum námsskrá og yfirmarkmið eru skýr en við höfum aðeins frjálsari hendur en t.d. grunnskólastigið hvað varðar markmiðasetningu og leiðir til árangurs. Hvað varðar mikilvægi þess að nemendum sé gerð grein fyrir markmiðum kennslunnar þá sjáum við það strax í leikskólanum hvað börnunum gengur betur ef þau vita hvað býður þeirra. Að fara inn í verkefni með börnunum með því að upplýsa þau um markmið dagsins og hvaða leiðir verða farnar til að ná þeim veitir öryggiskennd og því meiri líkur á að börnin nái markmiðunum og séu sátt. Þetta á því við um öll skólastig og ekki síður fullorðinsfræðslu eins og rannsóknin sýnir greinilega.
      2.Hvað getum við lært af rannsókninni?
      Ég held ég hafi lært að einblína á mikilvægi þess að setja skýr markmið og að upplýsa þátttakendur um markmiðin og leiðir að þeim. Já og ekki er síðra ef þátttakendur fá tækifæri til að hafa áhrif á hvaða leiðir þeir fara til að ná markmiðunum – að boðið sé uppá fjölbreyttar aðferðir og verkefni. Talandi um stýringu að ofan og vandkvæði tengdum þeim af hálfu kennarastéttarinnar sem þú nefndir, þá á sama við um nemendur. Þeir þurfa að fá tækifæri til að taka þátt í markmiðasetningu fyrir sitt nám að einhverju leiti til að auka líkur á að áhugi verði til staðar og auknar líkur séu á að þeir nái markmiðunum. Skólar eru farnir að horfa meira á þátttöku nemenda í markmiðasetningu sem er jákvætt en passa þarf samt að þetta verði ekki yfirborðskennd vinna þar sem nemendur upplifa að sveigjanleikinn og fjölbreitnin sé nánast engin og allir enda með nánast sömu markmið.
      Kveðja Drífa

    • Hvað er athyglivert í niðurstöðum rannsóknarinnar?
      Í Rauninni fanst mér ransókninn stiðja við það sem maður þegar veit en er kannski ekki duglegur að gera sjálfur. Þetta var því mjög góð áminning um mikilvægi námsmarkmiða. Ég tek undir með Drífu hvað varðar að byggja ofan á þá þekkingu sem þegar er og taka með sér í kennsluna. Ég er einnig sammála Þorvaldi að hvað varðar að námsmarkmið séu oft ofanfrá, háleit og að mínu mati jafnvel óskiljanleg fyrir lesandann. Því tel ég að það sé afar mikilvægt að nemendur séu þátttakendur í eigin námsmarkmiðum.
      Til gamans þá las e-h tíman grein um að það er einnig gott að ákveða hvað þú vilt fá í verkefni eða prófi áður en þú ferð að læra undir það eða skrifa verkefnið því þá ert þú að senda þau boð til heilans að hann þurfti að taka svona vel eftir til að uppfilla þau markmið/kröfur sem þú ert að setja þér. Ég man ómögulega hvar þetta kom fram en ef ég finn það deili ég því með ykkur. Hugsunin þar var að í stað þess að husga sér alltaf lægstu einkun þá að setja sér hærri markmið um betri einkun.

      Hvað getum við lært af rannsókninni?
      Fyrir mig var þetta áminning um mikilvægi markmiða eins og ég tók fram og einmitt að þau þurfa að vera skýr eins og við höfum verið að læra. Mér finst það einnig tengjast inn á innri drifkraftin okkar að þegar við byggjum markmið út frá okkar innri drifkrafti þá erum við líklegri til að ná þeim. Þannig markmiðin þurfa að tengjast okkur persónulega. Ég tel því afar mikilvægt að nemendi fái að taka þátt í eigin námi og sinni markmiðsetninguni líkt eins og Drífa talar um til að virkja innri drifkraft og hvata til að nám eigi sér betur stað.

    • Sælar Drífa og Rakel og takk fyrir góðar athugasemdir.
      Gaman að fá sjónarhorn leikskólans í umræðuna. Þið nefnið báðar mikilvægi þess að fá nemendur til að vinna með í markmiðssetningunni. Þetta hefur mjög oft verið til umræðu en einhvern veginn ekki náð að festast almennilega í sessi. Séð út frá grunnskólanum þá er stýringin í námi nemenda afar mikil og ,,of mikið frjálsræði“ er fljótt að verða stimplað sem einhver lausung. Skipulagsheildir eru íhaldssamar í eðli sínu og berjast af kjafti og klóm gegn breytingum á sama tíma og kvartað er yfir stöðnun. Víða er þó verið að gera góða hluti og skólaþróun er vissulega í gangi en ég held að við sem störfum í skólakerfinu séum of oft ginkeypt fyrir skjótfengnum lausnum á kostnað ígrundunar um skólastarf og þrautseigju í framkvæmd þess.
      En aftur að þessu með nemendur og markmiðssetningu. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að þeir geti komið að gerð markmiða í námsferlinu, þ.e. verið sannur samstarfsaðili kennarans? Það gæti gengið í fullorðinsfræðslunni en ég er mjög efins þegar kemur að börnum og unglingum í sambandi við það að byggja ofan á fyrirliggjandi þekkingu. Meira að segja í fullorðinsfræðslunni verðum við að ,,aflæra“ ýmislegt sem við kunnum nú þegar. Er það ekki sitthvor hluturinn að búa til námsmarkmið fyrir námsferli annars vegar og svo hins vegar að styðja við markþjálfun eins og mér sýnist Rakel vera tala um varðandi það að ákveða hvaða einkunn maður vill fá í verkefni eða prófi? Verður það ekki alltaf svo að námsferli (á hvaða stigi sem það er) er hannað til að uppfylla ákveðnar þarfir eða vandamál en, eins og Drífa kemur inn á, þá er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir og möguleika fyrir nemendur svo áhuga og virkni sé viðhaldið?

      Bestu kveðjur,
      Þorvaldur.

    • Sæl Þorvaldur
      Já skemmtilegar pælingar. Varðand markmið fyrir námsferil þá er þau gerð af kennaranum og kannski ekki miklir möguleikar fyrir nemendur að hafa bein áhrif því hendur kennarans eru að mörgu leiti bundnar (að ofan). Möguleiki er samt að nemendur geri ákveðin markmið um væntingar til eigin frammistöðu t.d. hve margar bækur hann hann stefnir á að lesa á viku, hvað hann stefnir á að ná mörgum atkvæðum á mínútu, hvað hann stefnir á að synda margar ferðir á ákveðnum tíma eða jafnvel gert sér tímaáætlun um hvenær hann ætlar að vera búinn að ná ákveðinni færni s.s. að læra margföldunartöfluna eða setja sér markmið um ákveðna lokaeinkunn. Hvað leiðir eru farnar að markiðunum er kannski eitthvað sem nemendur á öllum aldri geta mótað með kennara sínum. Hann hefur möguleika á að velja sér ákveðin verkefni og þá út frá áhugasviði og færni. Einnig í hvaða röð hann skilar ákveðnum fjölda verkefna. Svo er það auðvitað kennarans að útfæra fjölbreytt verkefni eins og við höfum rætt til að viðhalda áhuga fyrir viðfangsefninu. Allt tekur þetta tíma og eins og þú nefndir þá erum við ginkeypt fyrir skjótfengnum lausnum því verkefnin eru mörg og kennari þarf að forgangsraða, þannig er bara raun-staðan. En já allavega eru margir að gera góða hluti í skólaþróun og gaman að fylgjast með.. vega og meta.
      Með kveðju
      Drífa

    • Sæll Þorvaldur og takk fyrir skýra og nákvæma kynningu á þessari rannsókn.
      Mér fannst hún vera góð upprifjun á markmiðum og leggja meiri áherslu á hversu mikilvæg markmið eru. Ég er sammála umræðunni hérna að ofan að þau eru oft háleit og óskiljanleg fyrir námsmanninn. Þetta þarf maður að taka með sér í gerð námskeiða.

    • Skemmtinlegt að þú skyldir velja þér grein frá Niegeríu. Það er ekki oft eða ég held bara að ég hafi ekki lesið greinar frá Afríku 😉
      Niðurstöður styðja við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar og því koma þær ekki á óvart. En það sýnir okkur þegar við erum að balsa við námsmarkmiðin hversu mikilvægt er að hafa þau skýr fyrir nemendurna. Þar sem kemur fram hversu mikilvægt það er fyrir þá að vita hvað þeir eru að fara að læra og hver útkoman á að vera.
      Þetta hvetur til þess að námsmarkmið séu vel skrifuð og skiljanleg fyrir kennara og nemendur.

    • Sæll Þorvaldur.
      Takk fyrir að deila þessari áhugaverðu rannsóknargrein og niðurstöðum hennar með okkur.
      Ég er sammála þér um að niðurstöður rannsóknarinnar koma ekki á óvart. Það er virkilega mikilvægt fyrir nemendur að vita hver markmið námsins eru þannig að þeir viti hvert þeir eru að stefna og hvaða kröfur eru gerðar um árangur.
      Í starfi mínu sem grunnskólakennari hef ég unnið mjög mikið með markmið og tekið þátt í að búa til ,,skiljanleg“ markmið fyrir nemendur mína. Þá á ég við að búta hæfniviðmið Aðalnámskrár Grunnskóla niður í smærri einingar og orða þannig að nemendur og foreldrar skilji þau vel.
      Ég kenni íslensku og skipti námi vetrarins niður í lotur þar sem verið er að vinna með ákveðna þætti aðalnámskrár. Nemendur mínir eru til dæmis að vinna með ritun og lestur í þeirri lotu sem við erum stödd í núna. Í byrjun hverrar lotu útskýri ég lotuna, hver markmiðin eru, námsmat, námsefni og skipulag kennslunnar. Í lok hverrar lotu skrái ég árangur nemenda í Mentor þar sem námsmarkmiðin mín eru og nemendur og foreldrar geta þannig fylgst vel með hvernig staðan er. Mér finnst nemendur mínir vera meðvitaðir um hvernig þetta námsmat virkar og til hvers markmiðin eru. Nemendur vilja ná markmiðunum og leggja sig fram.
      Aníta.

  • Þarfagreining með Miðlunaraðferðinni (Metaplan)

    Ég var búinn að lofa mér því að skoða þarfagreiningu (e. needs analysis), fyrsta stig kennsluhönnunar (e. instructional design). Þetta blogg fjallar að mestu […]

    • Þetta var skemmtileg frásögn og sniðug hugmynd hjá þér að nota miðlunaraðferðina þarna. Ég hef aldrei notað þessa aðferð sjálf en held að miðað við þessa sögu, þá megi nota þessa aðferð í miklu víðara samhengi. Takk fyrir að deila þessu úr reynslubankanum 🙂

    • Takk fyrir þetta Þorvaldur. Skemmtileg frásögn og góð hugmynd að nota miðlunaraðferðina á þessum fundi, góð leið til þess að fá alla til þess að taka þátt.

  • eru gloppur í skólanámskrárgerð og hönnun námsmarkmiða?

    Að búa til námsmarkmið kemur á milli tveggja mikilvægra skrefa í framkvæmd kennslu. Annars vegar skrefinu sem fjallar um greiningu á því hvort kennsl […]

    • Áhugavert að lesa og vekur eðlilega bara upp fullt af spurningum.
      Hvað er hæfni? þetta hugtak er alltaf að koma upp og flækjast fyrir og orðnottkunin og skilningur á þessu er oft á tíðum eitthvað sem ekki er alveg á hreinu. Í því sambandi er vert að huga að þessum viðmiðum sem sett eru fram í aðnámskrá um þekkingu skilning og hæfni og hvernig eigi að raða þessu upp í áfangalýsinu framhaldskóla til dæmis. Hefur mér fundist það vefjast töluvert fyrir. En einhver breyting/gerjun er eflaust að eiga sér stað. Ég hef bara ekki verið kennari svo lengi að ég geti almennilega skilgreint þetta. Hinsvegar svona eftir því sem ég kynni mér þettta þá sýnist mér að hæfnihugtakið hafi í gegnum árin verið nýtt til að skilgreina afrakstur náms. kemur það þá á eftir þekkingu og skilningi og þýðir í raun að nemandi geti beitt vittneskju og skilningi á viðfangsefninu.

      Spurningin hjá mér er því þessi. Þurfum við ekki að skoða hæfnihugtakið og greina það? að mínu mati er það flott viðbót við fagmennskuna því það vísar í athöfn ekki satt? það sem á að kunna eða geta.
      Markmiðið náms hlýtur því að vera að auka skilning og hæfni nemans til að tileinka sér námsefnið og öðlast hæfni í að bæta því sem lært var.

  • In reply to: Þorvaldur H. Gunnarsson wrote a new post on the site Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum Nám fullorðinna: Hvað vitum við fyrir víst? © Eftir Ron og Susan Zemke © Lauslega þýtt og ritstýrt á ísl […] View

    Sæl öll. Takk fyrir öll kommentin. Mér finnst einmitt þessi grein vera svo gagnleg sem yfirlitsgrein í fullorðinsfræðslunni. Gott að þetta nýtist vel 🙂

  • ,,Undgå at blive smittet med
    stress” er grein eftir © Hans Toft Nielsen sem birtist 20. janúar 2017 á dönsku heimasíðunni Lederweb. Hún er þýðing greinarinnar  ,,Make yourself immune to secondhand stress”, ásam […]

    • Skemmtilegur pistill Þorvaldur og vert að hafa í huga þegar við ætlum að huga að góðu námsumhverfi 🙂

    • Frábært! Mér finnst einmitt svo mikilvægt að maður láti ekki stress annarra hafa áhrif á sig og mjög góðir punktar þarna úr jákvæðu sálfræðinni sem talað er um að virki vel í sambandi við þetta. Er sammála þér þegar þú nefnir í byrjun að stjórnendur verði að hafa varann á varðandi þetta. Ég held að því miður gerist það alltof oft að stjórnendur og leiðtogar láti stress ná tökum á sér og það hefur oft mjög neikvæð áhrif á upplifun annarra á annars ágætu fólki 🙂

    • Mjög áhugaverður pistill og ég hef velta þessu fyrir mér og skoðað út frá meðvitund eða núvitund. Mér finnst mjög áhugavert að mæta streitunni í hlutleysi án þess að dæma hana sem gefur svigrúm til að velja viðbragð eins og lýst er í greininni.

  • Þorvaldur H. Gunnarsson changed their profile picture 7 years, 2 months ago

  • Nám fullorðinna: Hvað vitum við fyrir víst?
    © Eftir Ron og Susan Zemke

    © Lauslega þýtt og ritstýrt á íslensku – Þorvaldur H. Gunnarsson, 2017

    Greinin birtist upphaflega í bók Bill Brandons og félaga Compute […]

    • Góð þýðing hjá þér Þorvaldur 🙂
      Þetta eru góðir punktar hjá þeim Zemke hjónunum og gefa skemmtilega og einfalda innsýn inn í viðfangsefnið „fullorðnir námsmenn“.

      • Þegar ég var að lesa yfir þessa þýðingu rifjaðist margt upp fyrir mér sem ég var að lesa á námskeiði hjá Hróbjarti á haustmisseri en alltaf sér maður eitthvað nýtt eða eitthvað sem vekur mann til umhugsunnar. Fullorðnir námsmenn eins og fram kemur hér að ofan vilja læra á sínum forsendum á sinn hátt. En samt sem áður sækja þeir námskeið, eða námsleiðir sem eru ekki það sem hentar þeim best. Það sem mér fannst forvitnilegt er að sjö á móti einum kjósa sjálfsnám fram yfir hópavinnu, en sækja þó fyrirlestra eða stutt námskeið til þess að stytta leiðinna að settu markmiði.
        Það sem kemur ekki á óvart er að tímasetning á því sem fullorðinn námsmaður lærir skiptir miklu máli. Þeim nýtist best að fá fræðslu strax í upphafi þegar verið er að byrja á nýju verkefni því þá skilar fræðslan sér inn í verkefnið. Ef Það kemur seinna virðist fræðslan ekki skila sér inn í verkefni.
        Þetta með sjálfsnám er líka áhugavert. Það er svo auðvelt að afla sér þekkingar í því samfélagi sem við búum í dag. Það er nánast hægt að læra hvað sem er á netinu og bæði formleg og óformleg kennsla þar. Man bara sjálf eftir því þegar ég var að rifja upp hvernig ætti að prjóna hæl á sokk… ég youtubaði það og sokkurinn varð til.

        • Það að flestir fullorðnir kjósi sjálfsnám fram yfir hópavinnu er í takt við það sem ég er að lesa núna. Ég ákvað að taka bókina „How learning works“ eftir Ambrose o.fl í bókagagnrýni og þar eru settar fram dæmisögur (ekki raunverulegar en byggðar á reynslu höfunda) í upphafi hvers kafla. Í einni þeirra kvartar prófessor yfir því að nemendur sem skili góðum einstaklingsverkefnum, sýni mun lélegri vinnubrögð þegar þeir vinna saman í hóp. Hann ályktaði sem svo að margir færir nemendur ættu að verða ennþá færari í hópavinnu en reyndin varð önnur. Höfundar bókar nota þessa dæmisögu m.a til að minna á að hópavinna krefst annars konar færni til viðbótar, s.s. að útdeila verkefnum, samhæfa aðgerðir, leysa ágreining og byggja verkefnið þannig upp að allir taki þátt. Um leið og tíminn fer í að byggja upp hópavinnuna, er hætta á að gæði einstaklingsvinnunar verði minni þar sem nemendur hafa oft nóg með námsefnið sjálf.
          Það að vinna með öðrum gefur mikið og að fá sjónarhorn annara á hlutina verður oft til þess að maður sér hlutina í öðru ljósi og fær jafnvel nýjar hugmyndir um hvernig hægt er að nálgast hlutina eða leysa þá. En þegar við erum að púsla tímanum í námi saman við vinnu, fjölskyldu o.s.frv, þá virðist praktískast tímalega séð að að vinna hlutina einn.

    • Hef verið að velta fyrir mér hvaða drifkraftur er að verki þegar fullorðnir fara af stað í formlegt nám. er það til að landa góðri vinnu eða er það til valdeflingar. Margir vilja stytta sér leið og fara hratt í gegn til að ná sér í starfsrétindi og er það yfirleitt bara gott. En það þarf að liggja þekking og kunnáttta að baki ekki bara prófgráða. Svo bara ræðst það hvort viðkomandi hefur einhverju bætt við sína fyrri þekkingu og getur nýtt sér í starfinu. Óformelgt nám er auðvelt að nálgast á þeim tímum sem við lifuum á t.d. eru Googel og og fleiri síður viskubrunnur þegar kemur að því að ná sér í þekkingu það er nánast hægt að læra hvað sem er á netinu elda, prjóna, tungumál og að gera kvikmyndir endalausir möguleikar og alltaf nýjir að bætast við. Alltaf eru að bætast fleiri möguleikar á óformelgu námi án þess að það þurfi að greiða fyrir það sem er jú gott. Síðan er ég að hugsa um alla þá sem ákveð að eyða frítíma sínum í formlegt nám. Ákveða að fræðast um áhugasvið sitt og leggja á sig vinnu og gefa tíma sinn til að öðlast meiri þekkingu. Það er eitthvað sem er gjöfult finnst mér. Þess vegna er ég í þessu námi og er þó stundum ansi hugsi yfir því. æji er það ekki bara gaman að vera í þessu stússi.

      !

    • Takk fyrir þetta Þorvaldur 🙂
      Þetta er mjög góð grein sem kemur með marga góða punkta um hvað gott er að hafa í huga er varða nám fyrir fullorðna. Maður þarf að vera vakandi fyrir fjölbreytileika fólks, við erum öll með mismunandi bakgrunn og hvernig námskeið er byggt upp skiptir miklu máli. Mér fannst þessi efnisgrein góð lýsing á því hvernig ég held að það sé að vera með fullorðinsfræðslu: „Að hjálpa fullorðnum námsmönnum að öðlast nýja færni og þekkingu er í senn gefandi, pirrandi, erfið og döpur leið til tekjuöflunar. Það þarf þolinmæði, þrautseigju, sveigjanleika, húmor og óbilandi trú á verkefninu. Svo lengi sem við reynum, potum, prufum og reynum aftur þá er jafnvel hægt að snúa listformi fullorðinsfræðslu upp í ákveðin vísindi“.
      Kveðja Ragnhildur (Agga)

    • Kærar þakkir fyrir þetta Þorvaldur 🙂

    • Þakka þér fyrir greinina Þorvaldur 🙂 Alveg frábært að fá svona yfirlit og ekki skemmir fyrir að fá svona mörg flott hugtök þýdd á íslensku.

    • Frábær samantekt hjá þér Þorvaldur!
      Mér finnst frábært hvað það er hægt að koma miklum upplýsingum fram á einfaldan og aðgengilegan hátt með því að stikla á stóru.
      Áhugavert að greinin er yfir 20 ára gömul en eldist greinilega mjög vel.

      Það sem ég hef aðeins verið að velta fyrir mér undafarnar vikur er hvernig það er hægt að yfirfæra efnið á svo margan hátt; Hvort sem þú ert framhaldsskólakennari, námskeiðahaldari, fyrirlesari eða til dæmis eins og ég lít á sjálfa mig – kennara barna en hvernig á ég að ná til foreldra þeirra? Þar finnst mér „facilitation“ passa svo vel við. Við kennum ekki foreldrum, við leiðbeinum þeim. Þá er svo frábært hvað kennsluhugtökin eiga vel við, foreldrar þurfa að hafa áhuga, „námið“ er yfirleitt vandamála miðað, reynslan skiptir máli, umhverfið þarf að vera öruggt og svo framvegis mætti telja áfram.

    • Takk fyrir þessa umfjöllun Þorvaldur. Þetta er mjög góð samantekt um nám fullorðina og svo margt í greininni sem ég næ að tengja við, bæði það sem Hróbjartur hefur fjallað um í fyrirlestrum og það sem maður hefur lesið í námsefninu. Til dæmis að breytingar í lífi fólks hvetji það út í nám og að fyrri reynsla skipti máli hvernig maður lærir.

    • Sæl öll. Takk fyrir öll kommentin. Mér finnst einmitt þessi grein vera svo gagnleg sem yfirlitsgrein í fullorðinsfræðslunni. Gott að þetta nýtist vel 🙂

  • Þorvaldur H. Gunnarsson became a registered member 7 years, 3 months ago