• Vefstjori wrote a new post on the site namfullordinna.is 5 years, 5 months ago

    Á Menntakviku 12.10.2018 – fór fram málstofa um háskólakennslu. Háskólakennarar kynntu rannsóknir sínar á eigin kennslu, rannsóknir um viðhorf og þarfir nemenda, viðhorf kennara til hlutverka sinna og nýja […]

  • Velkomin hingað, á námskeiðsvef námskeiðsins Skipulagning og framkvæmd náms með fullorðnum! Á þessum vef birtum við bloggfærslur í tengslum við námsefni námskeiðsins og bjóðum upp á umræður um þær bloggfæ […]

  • Vefstjori wrote a new post on the site namfullordinna.is 6 years, 2 months ago

    Svona skráir þú þig á vef námsleiðarinnar Nám Fullorðinna, og öll námskeið hennar:
    ATH: Hugmyndin með þessu vefsvæði er að búa til starfssamfélag þar sem fólk sem hefru áhuga á námi fullorðinna getur unnið […]

  • Við hittumst á fundi á morgun klukkan. 15:00-16:30. Við erum enn stödd á þannig stað á námskeiðinu að við erum að ná útan um efnið…. viðfangsefnin og hvernig við viljum vinna.
    Þess  vegna býð ég ykkur […]

  • Velkomin á námskeiðsvefinn. Hér birtist námsefni námskeiðsins og sum verkefni nemenda. Hér reynum við að búa saman til spennandi umræðuvettvang um skipulagningu náms fyrir aðra. Vefurinn byrjar frekar einfald […]

  • Hér fer samvinna okkar fram. Þátttakendur á námskeiðinu eru því beðnir um að skrá sig á vefinn. 

    Þú gerir það með því að smella á „Register“ hér vinstra megin ofarlega:

    Búðu þér til notendanafn (EKKI […]

  • Vefstjori replied to the topic in the forum Members 8 years, 2 months ago

    Oh, and this is what a reply looks like.

  • Vefstjori replied to the topic in the forum Members 9 years, 2 months ago

    Oh, and this is what a reply looks like.

  • Mynd CC ..Russ.. á Flickr

    Hvaða verkfæri gagnast við markaðssetningu?
    Hvernig notar maður verkfærin?
    Hvaða verkfæri nota ég hvenær og til hvers?

    Þetta eru spurningar sem er eðlilegt að spyrja sig þe […]

  • In reply to: Hróbjartur Árnason wrote a new post on the site Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra Var að birta stuttan pistil  um stéttarfélög og fræðslumál ásamt leslista og viðtali við Árna Stéttarfélö […] View

    flott!
    annað hvort sem nýjum pósti á þessum vef, eða sem comment við póstinum með viðtalinu á namfullorðinna.is.

  • Govanhill photoshoot at the Arches, Glasgow: Laughing
    Eitt af því sem ég geri oft þegar ég byrja námskeið að spyrja þátttakendur hvernig þeir vilji að námskeiðið verði…

    Svarið sem kemur oftast fyrir er „Skemmtilegt„!
    …svo ræðum við um það, hvað  skemmtilegt námskeið er…

    Hér er kanski auðveldara verkefni en þau sem þegar eru komin…

    Segðu okkur frá skemmtilegu námskeiði sem þú hefur einhvern tíman verið á og af hverju það var skemmtilegt. Prófaðu svo að bregðast við einhverjum samnemanda þínum sem hefur svipaða eða mjög ólíka upplifun…

    Svaraðu með því að nota athugasemdakerfið: „Leave a Comment“

    • Í vor var ég á skemmtilegu námskeiði sem hét Fötlun í menningu samtímans. Þar var skoðað hvernig fötlun hefur birst í gegnum tíðina, alveg frá árdögum, í bókmenntum, listum, fjölmiðlum og annari menningu samtímans. Það var skemmtilegt vegna þess að það var skemmtilega framsett og fjölbreytt efni sem verið var að vinna með og lét mann sjá hlutina frá mismunandi sjónarhornum, sem maður hafði aldrei spáð í áður 🙂

    • Í vor fór ég á námskeið í málun hjá Tækniskólanum. Ég hélt að ég væri ágæt í að mála enda hafði ég aðeins stundað það fyrir nokkrum árum. Mér til mikilla vonbrigða var ég ekki eins góð og ég hafði haldið! Ég þurfti því að glíma við vanmátt minn gagnvart viðfangsefninu og varð fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig. Mér fannst ég bara verða 10 ára gömul á ný og var mjög gagnrýnin á sjálfa mig og langaði mest til að hætta í námskeiðinu.
      Ég ákvað samt að þrauka og þetta reyndist hið skemmtilegasta námskeið þar sem mér tókst, með hjálp kennarans, að yfirstíga margar hindranir og lærði helling.
      Í lokin hafði ég málað 2 fallegar myndir sem ég er meira að segja búin að hengja uppá vegg!

    • Ég var áðan búin að skrifa langan pistil um eigin reynslu, en týndi því, svo líklega er best að stytta mál sitt. Sjálf hætti ég í skóla eftir að grunnskólanámi lauk og fékk vinnu á skrifstofu, þar sem ég vann almenn skrifstofustörf og lærði ýmislegt sem hefur komið sér vel síðar í lífinu. Hins vegar fann ég fljótlega að þessi vinna varð frekar leiðigjörn og einhæf til lengri tíma. Ég fór því fljótlega að sækja námsskeið sem juku færni mína í ýmsum skrifstofustörfm, og svo fór að ég sagði upp skrifstofustarfinu eftir 3 ár, fluttist til Danmerkur og hóf nám til stúdentsprófs. Þar opnaðist mér nýr heimur! Öfugt við „farangurinn úr grunnskólanum“ fannst mér flest fögin spennandi og áhugaverð, að ég tali nú ekki um hversu mjög það kom mér á óvart að mér gekk vel, já mjög vel. Eiginlega var skortur á sjálfstrausti minn helsti „Akkilesarhæll“; ég þorði varla að trúa því að mér væri í raun að ganga svona vel og að kennararnir væru örugglega að gera einhver mistök með þessum háu einkunnum! Í dag er ég vissulega búin að kveða minnimáttardrauginn í kútinn, en hann lætur ekkert tækifæri framhjá sér fara til að minna á sig.
      Það er auðvitað erfitt að alhæfa í þessum málum frekar en öðrum, en ég held að fullorðnir hafi í mjög mörgum tilfellum sterkari vitund um mikilvægi þess að auka þá þekkingu og víðsýni sem menntun getur gefið. Á hinn bóginn eru fullorðnir ekki jafn „bremslulausir“ þegar kemur að því að bera vanþekkingu og skilningsleysi á því sem námið fjallar um. Og að þessu sögðu vil ég bæta við orðunum „margir“ og „sumir“ og „stundum“!

    • Námskeið sem hafa áhrif á mann eru skemmtileg. Þau skilja eitthvað eftir sig sem maður nýtir lengi vel á eftir. Og sá sem heldur slíkt námskeið hefur undirbúið sig vel að mínu mati (líkt því að setja upp sýningu). Eitt slíkt námskeið sem ég fór á fyrir nokkrum árum var ,,Þú ert það sem þú hugsar“ með Guðjóni Bergmann. Á þessu tveggja daga námskeiði tókst honum að koma til skila kjarnanum í því að skilja sjálfan sig og hvað þarf til að ná árgangri í lífinu. Ég segi kjarnanum því augljóst var að Guðjón var ekki að bjóða upp á ný fræði. Hann bauð upp á sína (íslensku) útgáfu af því sem margir hafa rætt og fjallað um í hundruðir ára á allskonar vettvangi. Námskeiðið var fjölbreytt, m.a. fléttaði Guðjón jógafræðin inn í námskeiðið, skriflegar æfingar, hljóðefni ofl. En það var ekki bara þetta. Honum tókst að skapa stemningu sem sameinaði hópinn! Hún fólst í umgjörðinni sem tók mið af þörfum fólks. Námskeiðið var haldið á hóteli (sem strax framkallaði jákvæð hugrenningartengsl m.a. um gæði og það að vera einhvern veginn mikilvægur), umhverfið sem sagt aðlaðandi og öruggt. Rólegheit og haldið utan um þátttakendur m.a. í mat og drykk (Guðjón borðaði auðvitað sjálfur með þátttakendum og spjallaði), passað upp á hlé, byrjað á réttum tíma, engar óþarfa truflanir, tæknimál í toppstandi, sýndi nærgætni í samræðum (merki um umhyggju og áfram gæði). Afslappandi tónlist var spiluð í upphafi námskeiðsins, í hléum osfrv. Það voru þessi litlu atriði sem Guðjón passaði upp á (sem án efa hafa þurft sinn undirbúning). Og að lokum, það sem hafði ekki síst áhrif var hann sjálfur sem fyrirlesarinn/fyrirmyndin og miðlari námskeiðsins í einu og öllu – fagmannlegt yfirbragð án þess að hlutirnir virtust ýktir eða of ,,æfðir“. Eftir þessa tvo daga var maður svo endurnærður og uppfærður að lífið lék við hvurn sinn fingur. Ef það er ekki námskeið sem skilaði sínu þá veit ég ekki hvað.
      Mkv.
      Þorvaldur.

    • Ég fór á skemmtilegt námskeið síðastliðinn vetur en það var námskeið í Baujunni fyrir fagfólk. Það var haldið í heimahúsi sem gerði andrúmsloftið mjög svo heimilislegt. Við vorum fjórar á þessu námskeiði og í stofunni heima hjá höfundinum sátum við og lærðum um aðferðir Baujunnar, sem er mjög áhugaverð aðferð til sjálfsstyrkingar og til að komast í tengsl við tilfinningar. Námsefnið er að mestu ætlað grunnskólanemendum, en ég hef t.d. sjálf geta nýtt mér aðferðirnar í daglegu lífi. Andrúmsloftið á námskeiðinu var þægilegt, við kynntumst vel og lærðum mikið en námskeiðið stóð yfir í 3 daga. Við gerðum m.a. margar „role play“ æfingar og slökunaræfingar.

    • Ég fór á skemmtilegt námskeið í fyrra sem tengdist nýsköpun. Námskeiðið var fjölbreytt; það var fræðilegt, gagnlegt, skemmtilegt og á námskeiðinu sköpuðust góð tengsl í hópnum. Ég er svo sammála því að námskeið þurfi að vera skemmtileg en það felst svo mikið í því að námskeið sé skemmtilegt – skipulag, nytsemi, fræði o.fl. Þetta helst allt í hendur og er auðvitað ögrun fyrir alla sem standa fyrir námskeiðum af hvaða tagi sem þau eru.

    • Undafarin 4 ár hef ég verið á mjög skemmtilegu námskeiði, sem er saumaskapur á Faldbúningi. Námskeiðið skiptist í nokkur minni námskeið og er ætlunin að fara á síðasta námskeiðið í þessari runu námskeiða núna í október. Á þessu námskeiði höfum við fylgst að 7 konur og hvatt hvor aðra áfram við saumaskapinn. Því að á milli námskeiðslota eru margra klukkutíma vinna. Námskeiðin hafa verið fjölbreytt því það er margt ólíkt handbragðið sem þarf að læra þegar saumaður er faldbúningur.

    • Ég áttaði mig á að umfjöllunin átti að vera um námsskeið sem hefði verið skemmtilegt, en ekki almennt um fullorðna námsmenn og eigin reynslu af því. Á þessu verður því gerð bragarbót hér og nú. ´
      Ég hef verið svo gæfusöm að hafa átt kost á þáttöku í endurmenntunarnámsskeiðum Félags dönskukennara sem haldin eru í Danmörku annað hvert ár. Umsjónarmenn námsskeiðsins sjá um að fjármagna námsskeiðin með styrkjum og þ.a.l. greiðir þátttakandinn einungis ferðakostnað á staðinn. Námsskeiðin eru alla jafna blanda af þarlendum fyrirlestrum um allt sem hugsast getur og lýtur að kennslu og miðlun danskrar tungu og menningar á Íslandi og vettvangsferðum á stofnanir og staði sem tengjast starfinu sem dönskukennari. Sannkallað hlaðborð af menningu, fræðslu og þjálfun! Dagskráin er alla jafna mjög stíf og þátttakendur yfirleitt þreyttir en sælir þegar vikan er liðin og námsskeiðinu lokið. Oftar en ekki hefur, af hálfu styrkveitenda, verið bent á möguleikann á að halda þessi námsskeið heima á Íslandi og fá fyrirlesarana hingað í stað þess að kosta allan hópinn í „rándýrt“ uppihald í Danmörku. Sem þátttakandi, og í einu tilfelli líka skipuleggjandi, leyfi ég mér að fullyrða að slíkt fyrirkomulag yrði nánast andvana fæðing. Í því andstreymi sem dönskukennsla oft býr við, verður nám og kennsla í dönsku að verulegu leyti að byggja á andagift kennarans; inspirasjóninni! Við verðum að hafa fingurinn á púlsi danskrar menningar til að geta höfðað til ungmenna í framhaldsskólanámi. Því – þó svo að okkur sem kennum dönsku þyki Kim Larsen alltaf skemmtilegur, þá er ýmislegt annað sem höfðar meir til ungmenna nútímans þegar litið er til alls þess sem er að gerast í dönsku menningarlífi. Svo dæmi sé tekið þótti íslenskum nemendum mínum mikið til rapparans Yahya Hassan koma, og voru mjög ánægð með að ég væri að láta þau vinna með „strák“ sem var lítið eldri en þau. Ég er ekki frá því að þau hafi líka verið impóneruð yfir að ég, kona á mínum aldri, hefði innsýn og skilning á þeim gjörningi sem þessi „innflytjenda gaur“ var að fremja. Ef ég hefði ekki fengið kynningu á honum í Danmörku og fræðst og fylgst með fréttum um málið þar, er ég ekki viss um að ég hefði getað „kveikt í“ nemendum mínum.

    • Í gegnum árin hef ég sótt hin ýmsu námskeið, bæði vegna vinnu sem og vegna óslökkvandi námsþorsta míns. Námskeiðin hafa spannað allt frá lögfræði yfir á áfallahjálp og ýmislegt þar á milli.
      Að sækja námskeið að eigin frumkvæði gerir þau iðulega skemmtileg að mínu mati. Það kemur stundum önnur vænting uppí í manni þegar námskeið er „skilda“ en svo getur það vissulega breyst þegar námskeiðið hefst. En það er einmitt námskeiðið í áfallahjálpinni sem stendur dálítið uppúr hjá mér. Þar vorum við stödd um 20 sálir frá ca 11-12 mismunandi störfum/fyrirtækjum. Þetta gerði það að verkum að sýn okkar varð mjög misjöfn á sama efni. Reynslan sem lá að baki okkar allra spannst svo áhugavert inní fræðin og kennsluefnið að maður lærði mun meira en kennsluefnið sjálft. Það var ekki komist hjá því að ræða um viðkvæm mál og upplifanir og gerði það þennan misleita hóp ansi náinn á stuttum tíma. Ekki spillti að kennarar voru vel undirbúnir og mjög vel að sér komnir í kennsluefninu enda með áralanga reynslu á þessu sviði.

      • Kannast einmitt við að vera á námskeiði þar sem nándin verður sterk vegna sameiginlegrar reynslu og mikils áhuga allra þátttakanda. Í raun verður námskeiðið að handleiðslu þar sem flestir taka þátt í að kommentera á reynslu annarra eða stinga upp á úrræðum við vandamálum osvfr. Það getur framkallað dýrmæta þekkingu og það hlýtur að vera gaman að kenna á svona námskeiði. Sumir halda að það sé jafnvel létt verk en ég hugsa að það sé einmitt kúnst að stýra slíkum umræðum og halda þeim innan ákv. ramma.
        Þorvaldur.

    • Skemmtilegar pælingar. Frábært að heyra að þið hafið góðar minningar af námskeiðum. Og þær eru svo ólíkar. Í sumum kemur fram hvers vegna ykkur fannst námskeiðin skemmtileg… ekki gleyma að taka það sérstaklega fram 😉

    • Fyrir rúmu tók ég þátt í námskeiði þar sem við rifum í sundur tölvu og settum hana saman aftur. Verkið var unnið í þriggja manna hópum þar sem við hjálpuðumst að. Við þurftum líka að fletta upp á netinu til að skoða bækling um tölvuna. Það var stórskemmtilegt að setja tölvuna síðan í gang og setja hana upp frá grunni – og allt virkaði.

    • Skemmtilegt námskeið segirðu. Já, ég hef setið nokkur slík og það er vel til fundið að byrja þetta á því að renna yfir þau í huganum.

      Eitt það skemmtilegasta var Efnismenning kennt af Valdimar Hafstein. Það sem gerði það svona skemmtilegt var hversu yfirgripsmikið það var efnislega en innihaldið skilaði sér alla leið þar sem skipulagið var þaulhugsað og framvindan í röklegu samhengi bæði hugmyndafræðilega og eins hvað varðar stígandina í verkefnunum. Bara kennsluáætlunin ein og sér var skemmtileg, lýsandi, fræðandi og styðjandi. Svei mér ef ég á hana ekki einhvers staðar 🙂 Og þverfaglegt var það líka. Sem er algerlega í anda hnattvæðingar. Sem sagt vel skipulagt, innihaldsríkt og þverefaglegt.

      Annað frábært námskeið var Íslenskar þjóðsögur sem Terry Gunnell stýrði. Það var skemmtilegt vegna þess að það var einmitt alveg á hinum endanum – flæðandi og skapandi. Efnistökin voru allt annað en þverfagleg, enda grunnnámskeið í skylduhlutanum. Hins vegar var kennsluformið þannig að við lásum heima og komum svo í tíma tilbúin í samræður og greiningavinnu. Þannig komu fram mjög mörg sjónarhorn sem getur aldrei verið annað en skemmtilegt.

    • Ég fór á námskeið á vegum vinnunnar (grunnskóli) um Uppbyggingu sjálfsaga fyrir svona 8 árum síðan. Þetta eru fræði þar sem sagt er að öll hegðun einstaklinga sé miðuð að því að uppfylla eina af fimm grunnþörfum einstaklings (Þörf fyrir gleði, ábyrgð, að tilheyra, sjálfstæði og öryggi). Í stuttu máli á þetta að útskýra hegðun fólks, góða eða slæma og galdurinn er að finna hvaða þörf sé verið að reyna að uppfylla og reyna svo að hjálpa einstaklingnum við það og um leið að gera hann ábyrgan fyrir eigin líðan og að þekkja sjálfan sig.
      Þetta virkilega vakti áhuga minn vegna þess að það virtist smella vel að vinnunni – reyna að skilja hvers vegna nemendur bregðast við hlutum á ólíkan hátt og hvers vegna sumir hegða sér á ákveðin hátt, góðan eða verri 🙂 – reyna að finna leiðir til að láta þeim líða vel. Við höfum svo unnið með þetta í skólanum hjá okkur síðan og mér finnst þetta virka vel. Mér finnst alltaf gott, gaman og gagnlegt að fara á námskeið í Uppbyggingu.

    • Þetta er erfitt verkefni því það er margt sem kemur upp í hugann. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það Dale Carnegie námskeið sem ég sótti fyrir þremur árum. Ég var lengi búin að velta því fyrir mér hvort þetta væri etv. eitthvað fyrir mig en mínir eigin fordómar gagnvart “ hókus pókus“ námskeiðum stoppuðu mig af. Vinkona mín dró mig með sér á kynningarfund og þar með var boltinn farinn að rúlla, vinkona mín aftur á móti gugnaði og fór ekki fyrr en tveimur árum seinna. Af hverju var þetta námskeið skemmtilegt ? Það er vegna þess að það var krefjandi og ég þurfti að leggja mig alla fram. Ég hef aldrei átt í vandræðum með að koma fram og segja skoðanir mínar en það sem kom mér þægilega á óvart var að námskeiðið var ekki bara æfing í því að halda ræður, langt í frá. Tækifærið sem ég fékk var fyrst og fremst að leggja rækt við sjálfa mig, fjölskylduna og vanda mig í því að verða betri manneskja. Þegar Þorvaldur og Katrín tala um nánd sem getur skapast á námskeiðum þá á það vel við um Dale Carnegie námskeiðið sem ég sótti. Á þeim vettvangi opnar fólk sig alveg gagnvart ókunnugum fólki og verður berskjaldað fyrir vikið en í því felst vöxtur hvers og eins sem manneskju. Okkur var vissulega í sjálfsvald sett hversu einlæg og opin við vorum en ég held að þeir sem sækja Dale Carnegie sannfærðir um að fá mikið út úr námskeiðinu, leggja allt í sölurnar og stíga ærlega út fyrir þægindarammann eru þeir sem uppskera. Námskeiðið var gott, þarft og skemmtilegt vegna þess að það líður varla sú vika að ég hugsi ekki til baka og reyni að læra af dagsins amstri, fólkinu í kringum mig og þeim sem veita mér innblástur og til þess nota ég verkfærin sem námskeiðið færði mér.

  • Vefstjori changed their profile picture 9 years, 11 months ago

  • Vefstjori wrote a new post on the site namfullordinna.is 11 years, 6 months ago

     

    Eftir hádegi verða nokkur spennandi verkstæði þar sem þátttakendur fá tækfæri til að kafa dýpra og prófa sig áfram með tilteknar aðferðir eða tækni til að styðja við kennslu sína og nám nemenda […]