Your site
19. apríl, 2024 19:33

Samræðuaðferð (stýrð umræða)

Markmið

Markmiðið í samræðuaðferðinni er að efla áhuga nemenda, fá þá til að skiptast á skoðunum og rökræða, velta fyrir sér mismunandi hliðum tiltekins máls, vega það og meta og kryfja efnið.

Samræðuaðferðin er hægt að nota í kennslu í flestum námsgreinum á öllum skólastigum. Stundum hentar vel að byrja viðfangsefni á umræðum. Einnig er hægt að skipuleggja umræður þegar viðfangsefnið er komið vel á veg. Auk þess passar það stundum að enda kennslu með markvissum umræðum um tiltekið viðfangsefni.

 

Lýsing

  1. Upphaf. Athygli nemendanna er beint að viðfangsefninu og er leitast við að vekja áhuga þeirra. Mikilvægt er að nemendum sé ljós tilgangur umræðunnar og tengsl hennar við námið. Í upphafi umræðunnar er oft spurðar spurninga eins og: Hvað finnst ykkur um….? Hvað var það í…sem vakti mesta athygli ykkar?
  2. Reglur og útskýringar. Það þarf að gera nemendum grein fyrir þeim reglum sem kennarinn vill að séu til staðar. Dæmi um reglur eru að vel sé hlustað á það sem aðrir hafa fram að færa, ekki sé gripið fram í og nauðsynlegt sé að vera stuttorður og gagnorður. Það þarf stundum að athuga hvort að nemendur skilji ákveðin hugtök eða hugmyndir sem umræðan fjallar um.
  3. Könnun málsins. Þetta er aðalkafli umræðunnar. Kennarinn varpar fram spurningum og fær nemendur til að velta málunum fyrir sér og skiptast á skoðunum. Hér þurfa nemendur að útskýra mál sitt, nefna dæmi, benda á heimildir, hugsa málið út frá öðrum sjónarhornum, velta fyrir sér orsökum og afleiðingum, tengja umræðuefnið við hugtök, hugmyndir og eigin reynslu. Hér er mikilvægt að virkja alla nemendur og verður því kennarinn markvisst að draga sig í hlé. Andrúmsloftið þarf að vera þægilegt og þarf nemendunum að finnast auðvelt að tjá sig. Það gæti verið gott að rjúfa umræðu í stórum hópi þegar kaflaskil verða og skipta nemendum í minn hópa til að ræða ákveðin atriði.
  4. Niðurlag. Í lok umræðunnar skal leitast eftir því að taka niðurstöðurnar saman og tengja efnið við það sem á eftir kemur. Þetta er mikilvægt svo að nemendur skilji hvernig umræðan tengist námi þeirra. Það getur verið gagnlegt að láta nemendur taka niðurstöðurnar saman.

 

Athugasemdir

Samræður er stór þáttur í lífi fólks. Því er mikilvægt í skólastarfi á öllum skólastigum að þjálfa nemendur í umræðu, tjá sig, rökræða og hlusta á aðra.

Í samræðuaðferðinni er mikilvægt að huga að uppröðuninni í skólastofunni þannig að nemendur sjái hver framan í annan. Það er gott að sitja í hring eða í skeifu. Í byrjun er kennarinn oft við stjórnvöldin en æskilegt er að nemendur fái einnig að spreyta sig í að stjórna umræðum.

 

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Æskan.

Skildu eftir svar