Your site
19. apríl, 2024 08:47

Leitaraðferð

Aðferð: Leitaraðferð

Flokkur: Lausnaleitarnám (Problem Based Learning)

Tilgangur við kennslu:

o   Skapa námsandrúmsloft

o   Vekja áhuga

o   Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni

o   Úrvinnsla námsefnis

o   Efla leikni

o   Tilbreyting

o   Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum

Leitaraðferðir í kennslu gera nemendum kleyft að að tengja nám fyrri reynslu og hvetja nemendur til sjálfstæðra vinnubragða. Þær eru taldar auka rökhugsun hjá nemendum.

Lausnaleitarnám byggist á því að nemendur glíma við raunveruleg viðfangsefni og reyna að finna viðunandi lausn á þeim undir handleiðslu kennara. Námið grundvallast á því að aðferðirnar byggjast á því að líkt er eftir vinnubrögðum fræðimanna.

 

Virkni nemenda Nauðsynleg hjálpargögn og tæki  Forvitnileg/ ögrandi spurning eða vandamál
X Sjálfstæðir og virkir
X Virkir
X Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími  Getur verið ein kennslustund eða verkefni í lengri tíma
Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda    
Nemendur Óvirkir Mismunandi eftir verkefniÍ launaleitarnámi er talað um 5- 8 nemendur Getur verið einstaklingsverkefni en líka hópverkefni

 

 Markmið aðferðarinnar

Markmið leitaraðferða er fyrst og fremst að virkja nemendur, vekja þá til umhugsunar og þjálfa þá í rökhugsun og fræðilegum vinnubrögðum. Aðferðinni er ætlað að stuðla að sjálfstæði í námi og búa nemendur undir að takast á við flókin viðfangsefni og leysa þau.

Lýsing

Lausnaleitarnám grundvallast á umræðum og þekkingarleit til lausnar á raunverulegum vandamálum.

Framvinda lausnaleitarnáms er í grófum dráttum með þeim hætti að til að byrja með er viðfangsefni, sem yfirleitt er í formi spurningar eða vandamáls, skilgreint. Kennarinn er til að byrja með í hlutverki leiðbeinanda. Viðfangsefnið þarf að vera ögrandi, óvenjulegt, nýstárlegt og nægilega flókið til að vekja áhuga og löngun til frekari rannsókna. Viðfangsefnið verður að vekja áhuga nemenda á að velta því fyrir sér og skoða það frá ýmsum hliðum. Þar að auki þarf viðfangsefnið að byggja á almennri þekkingu ásamt því að tengjast námsefninu sem unnið er með hverju sinni. Nemendur fara í upplýsingaöflun sem getur verið byggð á athugunum, könnunum, tilraunum eða heimildakönnun. Þeir safna saman hugmyndum sínum og fyrri þekkingu og setja fram tilgátur um lausnir. Síðan fer fram úrvinnsla gagna og dregnar eru ályktanir. Gera má ráð fyrir að nýjar spurningar vakni við þetta sem þarf að leita svara við. Ef umfang verkefna er viðamikið þykir vænlegt að kennari sé í reglulegu sambandi við nemendur. Stundum halda nemendur dagbækur í ferlinu og skrá í þær íhuganir sínar, hugmyndir og framvindu verkefnisins.

 

Afbrigði

Efnis- og heimildakönnun (project work) er leitaraðferð sem byggir á því að nemandi þarf að afla upplýsinga um tiltekið verkefni. Verkefnið getur verið hvað sem er annað hvort verkefni sem nemandanum er úthlutað eða e-ð sem hann velur sjálfur. Nemendur geta aflað upplýsinga/ heimilda á margvíslegan hátt og á mismunandi vettvangi. Dæmi: bækur, tímarit, netið, vettvangsheimsóknir, viðtöl, skoðað myndir. Þegar nemandi hefur unnið úr efninu er því skilað með formlegum hætti sem getur jafnframt verið margvíslegur. Dæmi: munnleg skil, skrifleg, á tölvutæku formi eða hvaðeina sem nemendur, í samráði við kennara, dettur í hug.

 

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan.

Ingvar Sigurgeirsson (1999). Að mörgu er að hyggja. Handbók um undirbúning kennslu. [3. útgáfa]. Reykjavík: Æskan.

Þórunn Óskarsdóttir. (2003). Lausnaleitarnám  Problem- Bsed- Learning. Sótt af: http://www.pbl.is/master/lausnaleitarnam.htm

Þórunn Óskarsdóttir. (2005). Færni til framtíðar. Netla – veftímarit um uppeldi og menntun. Rannsóknarstofnun Kennarahákóla Íslands. Sótt af: http://netla.hi.is/greinar/2005/006/index.htm

 

 

Skildu eftir svar