Your site
28. mars, 2024 22:39

Gæðamál í brennidepli

Á vormissseri er námskeiðið „Gæðastjórnun í Símenntun“ á dagskrá námsleiðarinnar. Um er að ræða námskeið þar sem við tökum fyrir bæði alls konar gæðastjórnunarmódel, skoðum þau og greinum hugmyndir að baki þeim og hvernig má útfæra þær í reynd. Sömuleiðis munum við kafa á dýptina í leiðir til að meta gæði námskeiða og námsleiða. Þar styðjumst við hugmyndir Kirkpatrick sem hafa haft gífurleg áhrif á það hvernig fólk metur gæði í fræðslu.

Námskeiðið verður skipulagt með þátttakendum, en reiknað er með að það fari fyrst og fremst fram í gegnum fjarkennslubúnað, þannig að þátttakendur geta setið við tölvu á sínum vinnustað og tekið þátt í áhugaverðum samræðum með kollegum um allt land.

Nánari lýsing er hér

Skildu eftir svar