Your site
24. apríl, 2024 17:53

Fiskabúrið – Fish Bowl – óformleg aðferð til að meta námskeið

Þó svo að „fiskabúrið“ sé aðferð sem er fyrst og fremst hugsuð er til að halda utan um umræður í stærri hópum, tel ég að hún gæti nýst til að þátttakendur geti metið námskeið og efnisþætti þess með óformlegum hætti. Aðferðin býður upp á að hægt sé að kryfja ákveðna efnisþætti og sjá hvort þátttakendur hafi tileinkað sér þá þekkingu sem ætlast er til. Einnig er hægt að nota sömu aðferð til að fara yfir námskeið í heild eða einstaka efnisþætti þess í lokin. Hægt er að kryfja efnið og vinna ítarlegar með efnisþætti námskeiðsins. Ég tel aðferðina gagnlega til þess þar sem hún bíður upp á virkar umræður í stórum hóp, tryggir aðkomu og þátttöku allra og býður upp á endurgjöf og íhugun um efni námskeiðsins.

Lýsing:

Fiskabúrið er aðferð sem bæði má nota í fræðslustarfi og á fundum eða í öðru samhengi þar sem vinna þarf í og með hópum. Aðferðin býður upp á ítarlega umræðu um ákveðið efni, með áherslu á hvernig hópurinn getur unnið með það á uppbyggjandi hátt.

Fish_bowl

Framkvæmd

  • Þátttakendum er skipt í 5-6 manna hópa (hámark 30-50 manns í heildina).
  • Umræðuefni er annaðhvort fyrirframákveðið af leðbeinandanum eða fundið saman af heildarhópnum.
  • Hóparnir undirbúa umræðurnar og finna 8-10 lykilspurningar út frá umræðuefninu sem þeir vilja ræða raðað eftir mikilvægi.
  • Einn hópur situr í miðjunni í einu og ræðir efnið hinir sitja í ytri hring og fylgjast með.
  • Hver hópur er með umræðustjóra sem kynnir vinnu hópsins og heldur utan um umræðurnar.
  • Leiðbeinandinn virkar sem tímavörður og tekur saman helstu atriði umræðunnar í lokinn.
  • Umræður taka síðan 20-25 mínútur í hverjum hóp, hóparnir skiptast á að vera í miðjunni eftir því sem tíminn leyfir.
  • Allir þátttakendur í hópnum fá tækifæri til að tjá sig í 30 sek í lokinn.

Umræðureglur:

Fyrir innri hring:

  • Skiptast á að tala
  • Ekki grípa fram í eða trufla þann sem er með orðið
  • Byggja á og bregðast við því sem áður hefur verið sagt
  • Hlusta
  • Spyrja spurninga til að færa umræðuna áfram
  • Allir fá að tjá sig einu sinni áður en aftur er tekið til máls

Fyrir ytri hring:

  • Hlusta
  • Taka niður punkta
  • Fylgjast með umræðunni og geta gefið endurgjöf að henni lokinni

Að lokinni hverri umferð gefst þeim sem sitja í ytri hring tækifæri á að koma með endurgjöf við umræðunni.

Ýmsar útfærslur

  • Í lokinn er hægt að gefa tækifæri á umræðum í öllum hópnum eða endurtaka „leikinn“ og skipta á þeim sem sitja í miðjunni þangað til allir hafa verið í innri hringnum.
  • Hægt er að skipta út þátttakendum í miðjunni ef ljóst er að allir nái ekki að taka þátt.
  • Hægt að ræða, hvernig var umræðan í hringnum? Hvernig var að fylgjast með?
  • Hægt er að skilja eftir 1-2 sæti í miðjunni og leyfa þeim sem fylgjast með að skiptast á að setjast í innri hring ef þeir vilja koma einhverju að í umræðunni. Einnig er hægt að bjóða upp á að hægt sé að klappa þátttakendum á öxlina og skipta við einhvern í innri hring, þó eftir að allir hafa fengið að tala að minnsta kosti einu sinni.
  • Leiðbeinendur taka ekki beinan þátt í fiskabúrinu heldur fylgjast með umræðum, sjá til þess að allir fylgi reglunum og passa upp á að allir virði tímamörk.
  • Einnig getur leiðbeinandi stjórnað umræðum að lokinni hópumræðu.

Afhverju fiskabúr? 

  • Getur hentað þegar krifja þarf mál í stórum hópum, hægt að tryggja samtal í minni hópum þó með virkri þátttöku allra. Með því að rýna umræðuna eftir á er hægt að setja hana í samhengi og svara spurningum.
  • Það má læra margt af því að sitja í „ytri hringnum“ fylgjast með öðrum tala og koma með uppbyggjandi endurgjöf á umræðuna í „innri hring“.
  • Aðferðin þjálfar þátttakendur í að taka þátt í uppbyggjandi samræðum, þjálfar virka hlustun og tryggir þátttöku allra.

Heimildir

Annenberg Learner – Teacher Recources – Teaching Strategies – Fish Bowl, Shirley Sterling & Laura Tohe

Priles, M. A. (1993). The Fishbowl Discussion: A Strategy for Large Honors Classes. The English Journal,82(6), 49–50. 

Smart, K.L & Featheringham, R (2006). Developing Interpersonal Communication And Discussion Skills í Business Communication Quarterly  2006 (1), bls. 276-283. 

 

Skildu eftir svar