Your site
29. mars, 2024 11:19

Lýsing á fræðimanni

fræðimaður
Umfjöllun um áberandi fræðimann sem hefur verið virkur á fræðasviðinu „Nám fullorðinna“ með umfjöllun um rannsóknir hans/hennar og skrif, mat á framlaginu til fræðasviðsins og tilvísun í amk. nokkur helstu rit.

Lýsing á verkefninu

Útbúðu lýsingu á fræðimanni og framlagi hans/hennar til fræðanna um nám fullorðinna. Veldu einhvern sem er áberandi í þeim ritum sem þú ert að lesa í tengslum við námskeiðið sem þú leggur stund á núna.

Hvað þarf að koma fram

  • Stuttur inngangur um manninn og framlag hans til fæðanna
  • Mynd
  • Nafn
  • Helstu staðir sem viðkomandi hefur unnið á
  • Slóð í vef fræðimannsins
  • Menntun
  • Stutt æviágrip
  • Umfjöllun um framlag fræðimannsins til fræðanna (aðalkaflinn)
    • Leiðbeiningar um það hvernig þú finnur yfirlit yfir birtingar og tilvísanir í efni frá höfundinum finnur þú neðarlega á þessari síðu.
    • Þá er um að gera að leita í alfræðiritum, sjá hvernig höfundar skrifa um höfundinn með því að slá nafni hans inn í Google Books eða
    • lesa bókadóma um rit höfundar.
  • Heimildir og gagnlegt ítarefni

Umfjöllun

Þá er að greina frá helstu ritum / kenningum / framlagi til fræðanna
Það er líka í lagi að taka fyrir eina kenningu eða rannsóknir á tilteknu sviði, jafnvel þótt fræðimaðurinn hafi komið víða við.

Heimildir og ítarefni

Listi yfir helstu rit (Helst með örstuttum texta um þau mikilvægustu) Form listans á að vera eins og í heimildaskrám EN með slóðum í rafræn eintök eða færslu hjá Google Books (Amazon eða bókaforlagi) og með stuttum texta um amk. nokkur ritanna.
Listi yfir aðrar vefsíður sem fjalla um fræðimanninn
Vistaðu umfjöllunina sem undirsíðu á Wiki-vef námsbrautarinnar Namfullordinna.is
Í öllum tilfellum felast skil líka í því að útbúa smekklega bloggfærslu á vef námskeiðsins með
  • mynd / myndskeiði og aðalatriðinu
  • stuttri gagnrýnni umfjöllun um það hvernig fræðimaðurinn tengist viðfangsefnum námskeiðsins
  • slóð í wikifærsluna.
I sumum tilfellum felst verkefnið í því – bæði að skrifa þessa færslu OG að flytja kynningu um fræðimanninn á námskeiðinu (annað hvort „live“ á staðlotu, veffundi eða vefstofu eða með því að setja upptöku í bloggfærslu á vef námsbautarinna) og stofna til og halda gangandi umæðu um innleggið á fundi eða á vefnum.
Hafi einhver þegar skrifað um fræðimann sem þú hefur áhuga á að kynna þér getur verið kjörið að útfæra færsluna, dýpka, breikka, lengja…
Vistaðu svo færsluna sem PDF skjal og skilaðu í TurnitIn.

Comments are closed.