Your site
28. mars, 2024 18:07

Ritrýni tímaritsgreinar

grein

Umræða um niðurstöður vísinda og fræða er að vissu leiti drifin áfram af ritrýndum greinum. Sem háskólamenntuð fagmanneskja er nauðsynlegt að vera þjálfuð í því að finna og nota slíkar greinar. Þess vegna er kjörið að þjálfast í því með því að skrifa greiningu á einni slíkri grein. Slík vinna er líka þjálfun í því að gera grein fyrir niðurstöðum tiltekinnar rannsóknar í meistararitgerð.

Þetta verkefni felst í að finna ritrýnda rannsóknargrein (helst erlenda), grein sem fjallar um eitt afmakað efni / afmarkaða rannsókn sem tengist einhverju þema námskeiðsins sem þú tekur þátt í.  Síðan er málið að gera grein fyrir greininni; segja frá því sem rannsóknin snýst um, eða hvaða spurningu hún á að svara, hvaða upplýsingar hún á að leiða í ljós,  rannsóknaraðferð, niðurstöðum hennar, framlagi til fræðanna og svo að velta fyrir sér hvernig niðurstöðurnar tengjast umræðunni á námskeiðinu.

Tilgangur

Þátttakandi þjálfast í að finna áreiðanlegar, áhugaverðar, og gagnlegar rannsóknargreinar sem tengjast viðfangsefni námskeiðsins, sömuleiðis æfist hann/hún í að lesa og endursegja rannsóknir annarra, leggja mat á þær og tengja við aðrar rannsóknir og umræðu um afmörkuð svið fagsins.

Lýsing

Þátttakandi finnur nýlega rannsóknargrein sem tekur fyrir eitthvað afmarkað efni sem tengist tilteknu þema námskeiðsins. Smelltu hér til að lesa um það hvernig þú finnur rannsóknargreinar um nám fullorðinna

Hér skiptir máli að

  • kanna hvar greinin birtist (notist aðeins við virt tímarit á fræðasviðinu)
  • ganga úr skugga um gæði og áreiðanleika greinarinnar og útgefanda
  • kanna bakgrunn höfundar (tengsl við háskóla og rannsóknir, fjöldi birtinga o.s.frv.)
  • finna út hversu mikið er vitnað í greinina  (Sjá leiðbeiningar um þetta neðarlega á síðu um lestur og fræðileg vinnubrögð)
  • átta sig á því hvernig greinin talar við fyrri rannsóknir
  • endursegja innihald greinarinnar, með áherslu á
    • rannsóknarspurningu,
    • rannsóknaraðferðir,
    • niðurstöður og
    • sérstöðu greinarinnar.
  • Meta framlag hennar
    • hverju halda höfundar að þeir séu að bæta við í umræðu fræðasamfélagsins
    • þitt eigið mat á því hvort svo sé
  • Að lokum hvernig greinin tengist viðfangsefni námskeiðsins og hvernig hún geti nýst okkur í okkar viðfangsefni

Þetta þarf að koma fram

  1. Hefðbundnar bókfræðiupplýsingar um greinina. Á sama formi og í heimildaskrá, með slóð í greinina á útgáfustað. Feitletrað
  2. Fjöldi tilvitnana í greinina (Sjá leiðbeiningar hér)
  3. Stuttur kafli um höfundinn (ef þeir eru margir; þá fyrst og fremst um þann sem er nefndur fyrstur og mjög lítið um hvern) og upplýsingar um helstu birtingar aðrar (stutt yfirlit) með slóðum í heimasíður þeirra hjá háskóla eða vinnustað.
  4. Rannsóknarspurning greinarinnar
  5. Rannsóknaraðferðir sem voru notaðar við rannsóknina
  6. Stutt endursögn á rannsókninni sjálfri
  7. Endursögn á því sem höfundar segjast bæta við umræðuna um viðfangsefnið
  8. Niðurstöður rannsóknarinnar
  9. Álit þitt á framlagi greinarinnar til fræðanna?

Skilaðu verkefninu samkvæmt leiðbeiningum á námskeiðinu, 

Lengd: Eins langt og þarf til að gera efninu þokkaleg skil  trúlega samtals 4 -5 síður af texta.

OG svo rúsínan í pylsuendanum…

Til þess að koma þessum texta inn í umræðuna á námskeiðinu eru nemendur beðnir um að skrifa færslu á námskeiðsvef námskeiðsins verkefninu í viðhengi og stutta umfjöllun og úrvinnslu þar sem þessum spurningum er svarað:

  • Hvernig tengist greinin þemum námskeiðsins?
  • Hvert þér  finnst framlag greinarinnar vera til einhvers þema sem við höfum verið að takast á við á námskeiðinu?

Kynning á verkefninu

Í sumum tilfellum taka nemendur upp kynningu sem þeir setja á námskeiðsvefinn eða námsumsjónarkerfið og koma af stað og halda við umræðum um efnið, bæði á fundi og á vefnum.

Námsmat

Nákvæmni í endursögn, gæði bakgrunnsrannsókna, hversu skýrt þátttakandi lýsir aðalatriðum greinarinnar, formið… eru alla upplýsingar til staðar?

Sjá einnig

Hér eru tvær færslur sem eru líka gagnlegar í þessu samhengi:

Comments are closed.