Your site
29. mars, 2024 10:03

Viðtal við formann BSRB

Formaður BSRB, Elín Björg Jónsdóttir segir í viðtali um væntanlega menntastefnu BSRB að það skipti fólk í opinberri þjónusti gífurlega miklu máli að vera virkir í því að læra nýjar leiðir til þess að takast á við störf sín. Í störfum sem verða flóknari og ábyrgðarmeiri með hverju ári skiptir máli að ráða við nýjar aðferðir og tækni,  einkum til að auka starfsánægju sína og til að geta verið virkur í innleiðingu góðra breytinga í vinnu og á vinnustað.

Elin-Bjorg-A-Vefstofu

 

Stéttarfélögin hafa á undanförnum árum unnið ötullega að því auka möguleika félagsmanna sinna til sí- og endurmenntunar. Hvatarnir hafa verið þarfir starfanna, eins og t.d. þegar tölvuvæðinginn reið yfir landið, þurfti fjöldi fólks að læra að nota tölvur við sín daglegu störf á stuttum tíma og viðleitni til að styrkja stöðu meðlima í samkeppni og til að bæta launakjör þeirra. Breytingar í aðferðum, flækjustigi og ábyrgð í starfi eru orðnar hluti af daglegri reynslu flestra. Og aðgengi að sí- og endurmenntun hjálpar starfsfólki að ná betur utan um nýjar ögranir á vinnustað og finna að það veldur starfinu og getur verið virkt í breytinga- og þróunarstarfi innan stofnunarinnar. Elín Björg ræddi við mig (Hróbjart) um sýn sína á námi og starfsþróun starfsmanna í opinberri þjónustu og hvernig ný menntastefna muni hjálpa BSRB til að starfa markvisst að bættum möguleikum starfsfólks í opinberri þjónustu til að þróast í starfi. Hlustaðu á viðtalið.

Skildu eftir svar