Your site
28. mars, 2024 15:14

Ráðstefna um notkun UT við nám og kennslu

Social-Media1Upplýsingatæknin hefur haft mikil og varanleg áhrif á samfélag okkar og verkefni okkar: Að hjálpa fullorðnum að læra felur meðal annars í sér að við hjálpum nemendum okkar til að nýta sér upplýsingatæknina við nám sitt og við störf. Með því að nýta sjálf UT í kennslunni og ætlast til að nemendur okkar nota alls konar verkefni á vefnum erum við, jafnframt því sem við hjálpum þeim að læra stærðfræði, íslensku, stjórnun eða verkfræði að gera þau sjálfstæðari í vinnubrögðum og í öllu því námi sem þau eiga eftir að finna uppá að stunda.

Á ráðstefnu um notkun UT í fullorðinsfræðslu þann 13. september verða þessi mál til umræðu á ýmsan hátt. Ráðstefnan höfðar sérstaklega til allra þeirra sem kenna fjarnemum og fólki sem býr á landsbyggðinni, þó allir aðrir finni mikið við sitt hæfi.

Smelltu hér til að kynna þér ráðstefnuna

 

Skildu eftir svar