Your site
29. mars, 2024 09:22

Um markmið kennslu

aim

„Ef þú veist ekki hvert þú ætlar, endar þú örugglega einhversstaðar annarsstaðar“ sagði einhver… Margt er til í því.  Eitt er víst að þegar við skipuleggjum nám, námskeið eða námsskrá eru meiri líkur á árangri ef við höfum skýrar hugmyndir um það hvað þátttakendur muni fá út úr þátttöku sinni.  Annað er að skýrar hugmyndir okkar um það hvað þátttakendur eiga að vita eða geta þegar þeir hafa lokið námskeiðinu auðvelda okkur til muna að skipuleggja námskeiðið og einstaka kennslustundir.  Því skýrar sem ég orða markmið námskeiðs eða kennslustundar, þeim mun auðveldar verður að velja verkefni, ákvaða náms/kennsluefni og að skipuleggja námsmat.

Einn fræðimaður, Robert Mager hefur umfram aðra, haft mikil áhrif á umræðu um markmið. Trúlega er það vegna skýrrar framsetningar hans á efninu. Hann talar um „atverlismarkmið“ (behavioural objectives) til þess að leggja áherslu á gagnsemi þess að lýsa því sem nemandi gerir að námi loknu. Ef ég segi tildæmis að á námskeiði um örugga hegðun í umferð sé markmiðið að nemendur þekki umferðareglurnar, þá er ákaflega erfitt fyrir nokkurn mann að vita hvort nemandinn hafi náð markmiðinu byggt á texta markmiðsins. EN noti maður skýrari hugtök, eins og sagnir sem lysa athöfnum sem maður getur séð, verður ekkert mál að sjá hvort nemandi hafi náð markmiðum námskeiðsins. Markmið eins og „Nemandi lítur til hægri og vinstri áður en hann/hún ver yfir götu“ er auðvelt að meta.

Hvað getur þú gert til að ná valdið á því að skrifa námsmarkmið?

Skildu eftir svar